Morgunblaðið - 02.07.2005, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 02.07.2005, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 2005 27 DAGLEGT LÍF Hringurinn fyrir einhleypa er fyrir bæði kyn- in og er framleiddur í fjórum stærðum. Hringur fyrir einhleypa ■ KYNIN NÚ HEFUR einhleypt fólk loksins mögu- leika á því að tilkynna ókunnugum hjúskap- arstöðu sína. Með einum bláum hring, sem nefnist „singelringen“ er hægt að gefa verð- andi vonbiðlum merki um að viðkomandi sé móttækilegur fyrir nánari kynnum. Hugmyndin kviknaði hjá þeim Johan Wahibáck og Ása Revland í Svíþjóð á síðasta ári en þær voru báð- ar einhleypar og kynntust í matarboði. Þar sem hringar hafa alltaf gefið vís- bendingu um hjú- skaparstöðu fólks fannst þeim und- arlegt að engum hefði dottið í hug að hanna hring fyrir einhleypa. Nú hefur sá hringur verið búinn til af stakri sænskri snilld. Hann er blár að utan, silfraður að innan og með litlum hálfmána inn af bláa hlutanum sem táknar að eigandi þess sé opinn gagnvart nýjum samræðum, vináttuböndum og jafnvel ástarsamböndum. Sérstakt raðnúmer fylgir. hveijum hring og hægt er því að áætla hversu margir tilheyri samfélagi einhleypra. Gripurinn hefur vakið athygli úti í heimi og fjallað hefur verið um hann í erlendum tískublöðum. Hringurinn er fyrir bæði kynin og kemur í fjórum stærðum. Hægt er að panta hann á Netinu á www.singelringen.com og kostar hann tæpar 3.500 krónur. Vert er að velta því fyrir sér hvort einn litur nægi flóru ein- hleypra og hvort misskilningur geti ekki enn átt sér stað, til dæmis ef kynhneigð manna er ekki sú sama. www.singelrinqen.com ■ FRAMTAK : Sveitastelpan Unnur Þorsteinsdóttir kann að bjarga sér Broddur borgar ferðalagið Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is Þær eru framtakssamar og ráðagóðar stelpurnar í sveitinni, í það minnsta á það við um hana Unni Þorsteinsdóttur sem býr á Fróðastöðum í Hvít- ársíðu í Borgarfirði. Unnur er 14 ára og var að ljúka áttunda bekk í Varmalandsskóla í vor sem leið, en þar er venja að krakkarnir fari í veglegt ferðalag til útlanda þegar þau ljúka tíunda bekk. Þó Unnur eigi enn eftir að sitja tvo vetur í skólanum áður en að ferðalagi þessu kem- ur, þá hefur hún enga þolinmæði tfi að bíða eftir því að farið verði af stað til að safna fé til fyrrnefnds ferðalags og því hef- ur hún verið að bjóða bráðhollan brodd til sölu. Agnes kúabóndi lumaði á 130 lítrum af broddi „Venjulega safna krakkarnir fyrir þessari ferð í níunda ■ bekk, en það er engum bannað að fara fyrr af stað og systir mín byrjaði til dæmis að safna þegar hún var í sjöunda bekk,“ segir Unnur og bætir við að ýmist geri krakkarnir eitthvað saman til að safna í sameig- inlegan sjóð eða hver og einn safni fyrir sig og ágóðinn af broddsölunni rennur því óskiptur í hennar vasa., Jlnn- ars er þetta eiginlega alit henni Agnesi að þakka, en hún er kennari við skólann minn og býr hérna í nágrenninu. Hún er með stórt kúabú og hún gaf mér hundrað og þrjátíu lítra af broddmjólk sem hún átti í frystinum hjá sér, svo ég gæti selt hana og byrjað að safna í ferðasjóð." Allir ættu að prófa brodd Unnur hefur verið að selja brodd, rúgbrauð og kæfu á Hyrnutorginu í Borgamesi og segir söluna hafa gengið bærilega. „En það var mest svona eldra fólk sem keypti af mér broddinn, kannski þekkir það betur brodd en þeir sem yngri eru. En ég hvet alla til að prófa brodd, hann er mjög góður með bragðmiklu útáláti," segir hin duglega sölukona Unnur, sem ætlar að færa viðskiptin út fyrir hérað og býður nú höfuðborgarbúum að hringja í sveitina til sín ogpanta brodd hjá sér, sem hún selur í hálfslítra flöskum. „Eg kem svo til Reykjavíkur í næstu viku eða hinni, til að afhenda broddinn," segir Unnur sem hlakkar nú þegar til að fara til Danmerkur eða hvert annað sem farið verður í lok tíunda bekkjar, en hún hefur aðeins einu sinni áður farið til útlanda. Góður með bragðmiklu útáláti Broddmjólk er fýrsta mjólk úr kúm eftir burð. Hún er þykk og svolítið gul, mjög próteinrík og stútfull af hollustu. Broddmjólk inniheldur m.a albúmín og glóbúlín sem veldur því að hún hleypur við upphitun og þá kallast hún ábrystur. Ábrystur henta sérlega vel sem flottur rammíslenskur eft- irréttur eða milliréttur og hægt er að leika sér með út- færslur. Flestir kannast við að kanilsykri sé dreift yfir og mjólk eða rjóma hellt út á, en ekki er síðra að nota bráðið súkkulaði, berjasaft eða hvað annað sem fólki dettur í hug og um að gera að skreyta með ferskum ávöxtum eða berjum og gera tilraunir með krydd. Ýmist er hægt er að láta broddmjólk hlaupa við hita í potti, í heitu vatnsbaði eða í örbylgjuofni. Hægt er að panta brodd hjá Unni f síma 435-1160 milli Kl. 9 og 11 og í síma 899-5249 milli kl. 17 og 19. Flestir kannast vid að kanilsykri sé dreift yfir og mjólk eða rjóma hellt út á, en ekki er síðra að nota bráðið súkkuiaði, berja- saft eða hvað ann- að sem fólki dettur í hug og um að gera að skreyta með ferskum ávöxtum eða berjum og gera tilraunir með krydd. Unnur Þorsteinsdóttir alsæl í sveitinni með kálf í grænu túni. Morgunblaðið/Guðrún Vala Borgfirsku kýrnar gefa góðan og hollan brodd. ■ GRÓÐUR ] Illgresi í limgerði Eitt laufblað getur ráðið úrslitum Erfitt getur verið að komast að snarrót og illgresi sem sætir lagi og dafnar vel inn á milli greinanna í limgerði og hvað er þá til ráða? „Lífræna aðferðin byggist á að henda öllu grasi sem kemur af túninu yfir illgresið í beðinu og kæfa það,“ segir Kristinn H. Þorsteinsson formaður Garðyrkjufélags Islands. „Þetta er ágæt aðferð en það verður að gæta þess að hvergi standi grænt strá upp úr heyinu. Ef eitt laufblað af snarrót stendur upp úr þá er hún búin að bjarga sér. Það verður að hylja allt illgresi með grasi og öðru sem kemur af túninu. Eini gallinn er sá að það er súrheyslykt af grasinu þegar það er að brotna niður en hún líður hjá.“ Þessi aðferð er ekki end- anleg og verður að endurtaka á hverju ári eða svo lengi sem bólar á illgresinu. Dlgresi: Gras af túni getur nýst vel í baráttunni við illgresi. VIÐ ERUM ALLTAF NALÆGT 16 HÓTEL ALLAN HRINGINN Verð frá aðeins 3.400 kr. nóttin á mann Allar nánari upplýsingar: www.hoteledda.is Sími 444 4000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.