Morgunblaðið - 02.07.2005, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 02.07.2005, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Baugur Group segir niðurstöður álitsgerðar lögfræðiprófessors afdráttarlausar og sakborningum í hag Mun ekki raska stöðu félagsins EFTIRFARANDI fréttatilkynning barst í gær frá Baugi Group hf, sem undirrituð er af Hreini Loftssyni, stjórnarformanni fyrirtækisins: „Lögreglurannsókn á meintum brotum Jóns Ásgeirs Jóhannesson- ar, forstjóra, Tryggva Jónssonar, fyrrverandi forstjóra, o.fl. gegn Baugi Group hf, er nú lokið. Sam- kvæmt upplýsingum félagsins hafa verið gefnar út ákærur á hendur sex einstaklingum. Samkvæmt yfirlýs- ingu ríkislögreglustjóra, dags. 2. september 2002, er félagið í stöðu brotaþola. í því felst að félagið sjálft hefur ekki verið til rannsóknar. Fé- lagið tekur ekki undir ásakanir á hendur sakbomingunum í máhnu. Stjóm félagsins fól Jónatani Þór- mundssyni prófessor að vinna álits- gerð um rannsóknina og hefur hún þegar verið send fjölmiðlum. Era niðurstöður hans mjög afdráttar- lausar, sakborningum í hag. Þá gerir Jónatan alvarlegar athugasemdir við vinnubrögð efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjórans í málinu.“ Hófst með húsleit „Rannsóknin hófst með húsleit í kjölfar alvarlegra ásakana fyrrver- andi viðskiptaféaga Baugs Group hf., Jóns Geralds Sullenbergers, sem hann setti fram í skýrslugjöf hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglu- stjórans 25.-26. ágúst 2002. Húsleit- in fór fram á skrifstofum félagsins 28. ágúst 2002. Þegar við upphaf hennar varð ljóst að alvarlegur mis- brestur var í undirbúningi málsins og upphafsaðgerðum af hálfu lög- reglu. Er það álit sakborninga og lögmanna þeirra, að þar sé að fínna meginskýringuna á því að rannsókn- in hefur dregist á langinn, hún verið víkkuð út og látin taka til fleiri atriða, * Akæra í EFTIRFARANDI fréttatilkynning barst í gær frá Ríkislögreglustjór- anum: Hluta af þeirri rannsókn sem hófst með húsleit í aðalskrifstofum Baugs Group hf. þann 28. ágúst 2002, og beindist að ætluðum brot- um gegn almenningshlutafélaginu Baugi Group hf., er nú lokið með ákæru útgefinni í dag. Héraðsdóm- ur Reykjavíkur móttók ákæra Rík- islögreglustjóra vegna málsins í morgun og hefur fyrirkall og ákæra verið birt í málinu. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur hinn 17. ágúst nk. Rannsókn málsins hefur verið af- ar umfangsmikil og mjög tímafrek og krafist víðtækrar gagnaöflunar og húsleita í Færeyjum og Lúxem- sem era alls óskyld upphaflegum ásökunum Jóns Geralds Sullenberg- ers. Miðist síðari aðgerðir lögreglu að því að finna réttlætingu fyrir harkalegum aðgerðum í upphafi, sem leiddu m.a. til þess að Baugur Group hf. varð af þátttöku í kaupum á Arcadia plc. haustið 2002. Að mati sakbominga og vitna hefur rann- sóknin verið mjög einhliða líkt og niðurstöður hafi verið gefnar fyrir- fram. Baugur Group hf. vill árétta að máhð mun ekki raska stöðu félagsins eða starfsemi, hér eftir sem hingað til. Það mun ekki hafa nokkur áhrif á fjárhagslega eða starfslega getu fé- lagsins til að standa við skuldbind- ingar sínar.“ Krafist verður skaðabóta „Aðalfundur félagsins, sem hald- inn var 11. mars sl., komst að þeirri niðurstöðu að rannsókn lögreglu væri ekki í þágu félagsins sjálfs, hluthafa þess, starfsmanna né lánar- drottna. Á grandvelli ályktunarinnar og í ljósi afdráttarlausrar niðurstöðu í lögfræðilegi-i álitsgerð Jónatans hefur stjórn Baugs Group hf. ákveðið að krefja íslenska ríkið um skaða- bætur vegna þess tjóns sem fyrir- tækið hefur orðið fyrir af völdum lög- reglunnar. Hefur Hákoni Árnasyni, hrl., og samstarfsmönnum hans hjá lögfræðifirmanu LOGOS verið falið að annast um þann málarekstur fyrir hönd félagsins og er undirbúningur málshöfðunar þegar hafinn. Þess skal að lokum getið að Baug- ur Group hf. stendur einhuga að baki Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra, og sakborningum málsins, en þeir hafa allir staðfastlega haldið fram sakleysi sínu gagnvart öllum sakar- giftum." 40 liðum borg. Yfirheyrslur í málinu skipta hundruðum. Ákæra Ríkislögreglustjóra á hendur sex einstaklingum er í 40 ákæraliðum og fjallar um ætluð brot ákærðu gegn auðgunarbrotakafla almennra hegningarlaga, lögum um bókhald, lögum um ársreikninga, lögum um hlutafélög og tollalögum. Eðli máls samkvæmt er takmörk- un á því sem lögregla getur tjáð sig um efnisatriði málsins fyrir meðferð fyrir dómi. Ákæra í málinu mun verða afhent fjölmiðlum svo fljótt sem það er fært. Rannsókn þess hluta málsins sem vísað var til meðferðar hjá Skatt- rannsóknarstjóra haustið 2003 er til meðferðar hjá embætti Ríkislög- reglustjóra. EMJ G U R Morgunblaðið/Kristinn ✓ Jón Asgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs Krefst skoðunar á vanhæfi JÓN Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, krefst þess í bréfi til Haraldar Johann- essen ríkislögreglustjóra að hann og rík- issaksóknari taki til skoðunar hvort hand- hafi ákæruvalds í máli Baugs, Jón H.B. Snorrason, yfirmaður efnahags- brotadeildar ríkislögreglustjóra, sé van- hæfur til frekari meðferðar málsins. Vill Jón Ásgeir ennfremur að það verði skoðað hvort nafni hans eigi að víkja sæti og ann- ar sjálfstæður ákærandi taka sæti hans. í bréfi Jóns Ásgeirs segir m.a. að sam- kvæmt lögum um meðferð opinberra mála beri þeim sem fari með ákæruvald og ann- ast rannsókn að vinna að því að hið sanna og rétta komi í ljós og gæta jafnt að þeim atriðum sem horfi til sýknu og sektar. Jón Ásgeir segir að „því miður“ virðist sér vera ástæða til að ætla að þetta sjónarmið sé ekki í heiðri haft af hálfu ríkislög- reglustjóraembættisins. Sýnt sé að emb- ættið hafi ekki tekið tilliti til þeirra sjón- armiða og gagna sem hann hafi fært fram sér til varnar og frekari skýringar. Engar kröfur frá Baugi GESTUR Jónsson hrl. og lögmaður Jóns Ásgeirs Jóhannessonar segir stöðu máls- ins á hendur skjólstæðingi sínum óneit- anlega sérstaka í ljósi þess að hið meinta fórnarlamb, Baugur, sé ekki kærandi í málinu og hafi engar kröfur gert eða kvartað undan einu eða neinu og biðji þess lengstra orða að fá að vera í friði fyrir umræddri lögreglurannsókn. Vænir ríkislögreglu- stjóra um fjölmiðlaleka JON Asgeir Jóhannesson fjallar í bréfi sínu til rík- islögreglustjóra sérstaklega um fjölmiðlaleka í rann- sókninni á hendur Baugi og segir að svo virðist sem einhver eða einhverjir innan embættis RLS hafi séð sér hag í að leka markvisst fréttum af rannsókninni. Hann tiltekur dæmi um er hann mætti til yfir- heyrslu hjá RLS að morgni 24. júní sl. Þar hafi beðið fréttamenn og ljósmyndarar sem höfðu af því fregnir að til stæði og yfirheyra hann. Tiltekur hann annað dæmi um leka sem birtist í fréttum af yfirheyrslum yfir Jóni Gerald Sullenberger og Tryggva Jónssyni 20. og 21. júní sl. Segist hann hafa áreiðanlegar heim- ildir frá fréttastofu RÚV að upplýsingarnar hefðu ver- ið til umfjöllunar á fundi fréttamanna mánudagsmorg- uninn 20. júní. Á sama fundi hafi ennfremur verið rætt um að Jóhannes Jónsson hefði greint RLS frá því að hann hygðist ekki mæta til yfirheyrslu sem hann hefði verið boðaður til. Hafi engir aðrir en Jóhannes, Jón Ásgeir og starfsmenn RLS vitað þetta. Þá segist Jón Ásgeir vita að fjölmiðlar hafi fengið tilkynningu um það miðvikudaginn 28. ágúst 2002 að fyrirhugað væri að ráðast í húsleit hjá Baugi þann dag, enda hafi verið þangað mættir fulltrúar allra helstu fjölmiðla. Myndatökumenn frá Sjónvarpinu hafi sömuleiðis beðið á Keflavíkurflugvelli eftir að hann kæmi frá Lundúnum 29. ágúst 2002 þar sem þeir hafi haft heimildir fyrir því að handtaka ætti hann. Vissu um húsleit í Kaupthing Einnig hafi fjölmiðlar vitað af því þegar RLS gerði húsleit í Kaupthing í Lúxemborg 28. apríl 2004, en blaðamenn hafi hringt í Magnús Guðmundsson, bankastjóra Kaupthing Bank í Lúxemborg og spurt frétta af húsleitinni áður en lögreglan var komin í hús- næði Kaupthing. Þá segir Jón Ásgeir að Sveinn Helgason fréttamað- ur á RUV hafi staðfest við sig að hann hafi fengið upp- lýsingar frá efnahagsbrotadeild RLS. Þetta hafi Jón Ásgeir ennfremur fengið staðfest frá öðram starfs- mönnum fréttastofu RUV. Segist Jón Ásgeir hafa lát- ið bóka mótmæli sín við þessum leka í yfirheyrslu 4. júní sl. og engar athugasemdir hafi verið gerðar við bókunina. í samtali við Morgunblaðið, inntur eftir þessu síð- asta atriði, sagðist Sveinn Helgason ekki sammála túlkun Jóns Ásgeirs á þessu. Aldarafmæli Þórðar frá Dagverðará fagnað HOLLVIN ASAMTÖK Þórðar Hall- dórssonar frá Dagverðará munu um helgina fagna sögu þessa þjóðsagna- kennda Snæfellings á færeyskum dögum í Ólafsvík, en í lok nóvember eru liðin hundrað ár frá fæðingu Þórðar. Samtökin opna ljósmyndasýningu um Þórð og málverkasýningu með verkum hans. Þá mun verða haldin sagnakvöldvaka þar sem sagðar verða sögur af Þórði. Einnig verða kynntir ratleikir kringum Snæfells- jökul Þórði til heiðurs, því hann þótti einstaklega ratvís maður. Þá verður einnig markaður þar sem finna má ýmsa muni sem tengjast ald- arafmæli Þórðar. „Við erum líka að vinna að heimildarkvikmynd, sem væntanlega verður sýnd í haust," segir Reynir Ingibjartsson, einn af stofnendum hollvinasamtaka Þórð- ar, en einnig er hugmyndin að gefa út bók um hann. Mikill sagnamaður „Þórður ætlaði alltaf að verða hundrað ára, en varð ekki nema níu- tíu og sjö ára,“ segir Reynir. „Þórð- ur var mikil þjóðsagnapersóna og var alltaf að þvælast fyrir mér þegar ég var að vinna kort af Snæfellsnesi í fyrra. Ég var að lesa alls kyns heim- ildir og bækur, þar á meðal þtjár við- talsbækur við Þórð. Hann var á sínum tíma síðasti mikli sagnamaðurinn. Hann var ótrúleg- Þórður ur frásagnamaður. Halldórsson Þá uppgötvaði ég það meðal annars að það væri að styttast í hundrað ár fi'á fæðing- ardegi hans og við fórum að reyna að undirbúa eitthvað af því tilefni.“ Þórður var áhugamaður um öl- kelduvatn og trúði á heilsumátt þess. Setti hann m.a. fram hug- myndir um heilsumiðstöð á Lýsuhóli á Snæfellsnesi, en þar er sundlaug þar sem heitt ölkelduvatn kemur upp í lauginni. „Það er óvíst með framtíð þessa staðar, en þess vegna fæddist þessi hugmynd að stofna fé- lag sem kenndi sig við Þórð og léti þennan draum hans hugsanlega verða að veruleika," segir Reynir. Þórður var að sögn Reynis ótrú- lega margbrotinn maður. Hann var landsfræg refaskytta og kunnur málari á efri árum, hélt íjölda mál- verkasýninga og seldi allar sínar myndir jafnóðum. „Það má kalla hann heilsufrömuð, á undan sinni samtíð og auðvitað var hann ein- stakur sögumaður," segir Reynir og bætir við að Þórður hafi í raun verið maður þriggja heima. „Hann hafði sérstakt náttúruskyn og skynjaði hluti sem við almennt skynjum ekki, sem björgnðu honum margsinnis frá háska. Frægast var þegar hann batt sig upp í siglutré í Ólafsvík fyrir rúmum 50 árum, þegar bátur sem hann var á slitnaði upp og strandaði fyrir utan. Það skilur í rauninni eng- inn enn í dag hvernig tókst að bjarga honum í þessu ofsaveðri."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.