Morgunblaðið - 02.07.2005, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 02.07.2005, Blaðsíða 56
Engar sendi- nefndir frá Kína KÍNVERSK sendinefnd sem átti fund í heilbrigðisráðuneytinu í gærmorgun hætti óvænt við fund- inn og gekk út eftir að símtal barst frá kínverska sendiráðinu. Sendinefndin var hér til þess að kynna sér öldrunarmál, m.a. skipulag endurhæfingar hérlend- is. Kynning var um morguninn og til stóð að heimsækja heilsu- gæslustöðvar, hjúkrunarheimili og að þeir myndu ræða við aldr- aða seinna um daginn. Að sögn heilbrigðisráðuneytis- ins barst hringing frá kínverska sendiráðinu þegar skammt var liðið á dagskrána. í kjölfar sím- hringingarinnar stóð sendinefnd- in á fætur, kvaddi og fór og lauk þar með heimsókninni. Kínverska sendiráðið hafði síðar samband við heilbrigðisráðuneytið þar sem gerð var grein fyrir óvæntri brottför sendinefndarinnar en þar kom fram að í kjölfar heim- sóknar varaforseta Taívans til Is- lands yrðu allar heimsóknir kín- verskra embættismanna til Islands stöðvaðar. ---------------- Morgunblaðið/Júlíus Fjórir slasaðir FJÓRIR voru fluttir á slysadeild Landspítala - háskólasjúkrahúss í Fossvogi eftir árekstur fólksbifreiðar og jeppabifreiðar efst í Hvera- dölum á Hellisheiði á sjötta tímanum í gær. Þrír hlutu minni háttar meiðsl og voru útskrif- aðir af slysadeild í gærkvöldi. Þá slasaðist eftir árekstur einn alvarlega og var hann fluttur á gjör- gæslu. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Sel- fossi varð að kalla til tækjabíl slökkviliðsins í Hveragerði auk fimm sjúkrabifreiða en beita þurfti klippum til þess að ná einum hinna slös- á Hellisheiði uðu úr bifreið sinni. Að sögn lögreglu eru til- drög slyssins óljós en áreksturinn var harður og eru báðar bifreiðarnar gerónýtar. Hellisheiði var lokað um stund vegna slyss- ins og var umferð veitt í báðar áttir um gaml- an veg í nágrenninu. Jón Gerald Sullenberger hyggst stefna Jóni Ásgeiri Jóhannessyni Samkomulag brotið sem gert var að kröfu Baugs Leikstýrir Supergrass BÖRKUR Sig- þórsson, ljós- myndari og leik- stjóri, lauk nýverið við tök- ur á myndbandi við nýjasta lag bresku hljóm- sveitarinnar Supergrass. Börkur hefur áður getið sér gott orð hér á landi sem erlendis fyrir myndbönd sín en þau hefur hann gert fyrir hljómsveitir á borð við Mínus, Quarashi, Faultline, Thirteen Senses og Maus. Börkur, sem er á mála hjá framleiðslufyr- irtækinu Factory Films í Bret- landi, segir að fyrirtækið hafi mælt með sér þegar Supergrass leitaði eftir leikstjóra. Næstu dagar fara í að litgreina og klippa myndbandið en Börkur þarf að skila af sér fullbúnu mynd- bandifyrir8.júlí. | 53 JÓN Gerald Sullenberger, fram- kvæmdastjóri Nordica, hyggst steína Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs Group hf., þar sem Jón Gerald telur Jón Ásgeir hafa brotið samkomu- lag sem gert var að kröfu Baugsmanna um að málsaðilar tjáðu sig ekki um málið í fjölmiðlum. Þetta kom íram í Kastljósviðtali við Jón Gerald í Rík- issjónvarpinu í gærkvöldi. „Ég hef alltaf sagt að þetta mál á heima í héraðsdómi. Þar verður þetta mál tekið fyrir og þar geta menn út- kljáð þetta. Enda gera menn það ekki í fjölmiðlum. Það var gert samkomu- lag um að þetta mál yrði ekki rætt í fjölmiðlum," sagði Jón Gerald og tel- ur Jón Ásgeir hafa brotið samkomu- lagið þegar hann dreifði til fjölmiðla bréfum sem hann sendi á síðasta ári til Jóns Snorra- sonar hjá efna- hagsbrotadeild ríkislögreglu- stjóra, og ríkislög; reglustjóra. „í þessu bréfi er ver- ið að fara ofan í þessi mál og ofan í okkar samskipti og ég tel hann hafa brotið samkomulagið með því að gera það.“ í viðtalinu sagðist Jón hafa ákveðið að tjá sig ekki um málið almennt op- inberlega fyrr en búið væri að gefa út ákærur. Um ástæðu þess að hann væri nú að koma fram í sjónvarps- viðtali sagðist hann vilja leiðrétta um- mæh Jóns Ásgeirs Jóhannessonar í nýlegu viðtali við BBC, þar sem hann hélt því fram að lögreglurannsóknin væri runnin undan rifjum íslenskra stjómvalda og að um pólitískt mál væri að ræða. „Og þar sem ég byijaði þetta mál, þ.e. kom því á framfæri, þá er ég eini maðurinn sem get útskýrt hvemig þetta byrjaði allt saman. Af þeim sökum ákvað ég að koma hing- að,“ sagði Jón og tók fram að af og frá væri að tala um lögreglurannsóknina á hendur Baugi sem pólitískar of- sóknir. Minnti hann á að hann hefði búið í Bandaríkjunum sl. tuttugu ár og hefði aldrei kosið hérlendis. Hann væri því á engan hátt pólitískur. Um forsögu málsins sagðist Jón Gerald hafa leitað til Baugsmanna vegna annars vegar ógreiddra reikn- inga og hins vegar vegna viðskipta- samkomulags sem gert hafði verið. „Ég leitaði til þeirra um það að við myndum ganga frá þessum viðsMpta- kröfum sem ég hafði en þeir höfnuðu því og settu á móti fram ákveðna kröfu sem ég yrði að framkvæma sem sneri að bátnum New ViMng og neit- aði ég því.“ Þegar Jón var spurður hvers konar krafa það hefði verið sagðist hann ekM reiðubúinn að fara út í það. „Ég taldi þetta allavega ekM vera löglegt.“ Börkur Sigþórsson Jón Gerald Sullenberger Lagt upp í póst- ferð til Gimli LAGT var upp í póstferð frá Eyrarbakka til Gimli í Manitoba í Kanada í gær, á þjóðhátíð- ardegi Kanada, að viðstöddu fjölmenni. Er ferðin farin í til- efni þess að í ár eru liðin 130 ár síðan Islendingar settust að í Gimli. Ferðalangarnir lögðu af stað frá Steinskoti og riðu rak- leitt að póstafgreiðslunni þar sem þeir tóku við bréfum og síð- an var haldið að Húsinu, þar sem fulltrúar Islandspósts stimpluðu bréf er fara eiga vest- ur um haf. Þar var viðstaddur sendiherra Kanadamanna á ís- landi og hélt hann þar ræðu, kvaddi ferðalangana og óskaði þeim góðrar ferðar. Lýður Páls- son afhenti nokkur bréf til vel- unnara Eyrarbakka þar vestra og benti á í sinni tölu að segja mætti að fyrstu vesturferðirnar væru tengdar Húsinu. Síðan mælti Declan O’Driscoll nokkur orð og sagði frá tildrögum og tilgangi ferðarinnar. Fjöldi hestamanna fylgdi síðan póst- lestinni úr hlaði, en við Oseyrar- brú kvaddi Magnús Karel Hann- esson ferðalangana með fáeinum orðum. Morgunblaðið/RAX Vaskur hópur reiðmanna fylgdi Karli Ágústi Andréssyni (lengst til hægri) þegar hann lagði upp í ferðina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.