Morgunblaðið - 02.07.2005, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 02.07.2005, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR LAUGARDAGUR 2. JIJLÍ 2005 23 LANDIÐ Grasa- gudda.is fær hæsta styrkinn Suðurland | Guðrún Tryggvadóttir fékk hæsta styrk til atvinnuþróunar sem Atvinnuþróunarsjóður Suður- lands úthlutar. Fékk hún 300 þúsund krónur vegna vefþróunarverkefnis- ins grasagudda.is. Atvinnuþróunarsjóður Suðurlands hefur veitt styrki til atvinnuþróunar á Suðurlandi að upphæð samtals 4,5 milljónir króna. Alls voru það 29 að- ilar sem fengu styrki. Styrkfjárhæðir voru 100 til 200 þúsund krónur, nema hæsti styrkurinn sem grasagudda.is fékk. Styrkt voru fjölbreytt verkefni, m.a. á sviði vöruþróunar og nýsköp- unar, markaðsrannsókna og kynn- ingarmála, og til undirbúnings ým- issa viðskiptatækifæra á Suðurlandi. Alls sóttu 52 aðilar um styrki. Reiðhjólaleiga og snyrtivörur úr fískkollageni Þeir sem hlutu styrki að þessu sinni eru: Sigursæll ehf. til uppbygg- ingar útivistar- og afþreyingarsvæð- is. Farfuglaheimilið Norður-Vík til að stofna reiðhjólaleigu. Sigrún Elfa Reynisdóttir til undirbúnings fyrir Sumargarð. Starfshópur um upp- byggingu ferðamála í Ólfusi til verk- efnis sem nefnist Fiskverkun gerð sýnileg. Víkurpijón vegna vöruþró- unarverkefnis. Ferðamálafélag Skaftárhrepps vegna ferðaþjón- ustuvefjar um náttúru, sögu og menningu. Sideline Sports vegna uppbyggingar sölu- ogmarkaðsdeild- ar. Erda ehf. vegna vöruþróunar og markaðssetningar snyrtivara úr fisk- kollageni. Sólveig Ólafsdóttir vegna Hestaklúbbsins. Eldstó ehf. vegna vöruþróunar og markaðssetningar eldfjallaglerungs. Feldfjárræktarfélag Leiðvalla- hrepps til hönnunar og markaðssetn- ingar sérræktaðra gæra. Gullkistan vegna listahátíðar á Laugarvatni. Sigurður Torfi Sigurðsson vegna stofnunar Jámingaskólans á Stokks- eyri. Skúli Sæland vegna menning- arsögu uppsveita Amessýslu. Reið- skólinn Dynur vegna reiðskóla fyrir börn og fatlaða. Asdís Erla Guðjónsdóttir vegna vöraþróunar og útflutnings á fónd- urvöram. Ragnar Jónsson vegna framhönnunar á vatnsaflsvirkjun í Hverfisfljóti. Geislabrot ehf. vegna markaðssetningar og vöraþróunar. Minjasafn Kristjáns Runólfssonar til uppsetningar á safni. Sóley Andrés- dóttir vegna Sveitabúðar. Torfi Yngvason, Arctic Rafting. Brú til brottfluttra Handverkshúsið Hekla til ímynd- arsköpunar og markaðssetningar. Rimasteinn, Þorsteinn Reynisson, vegna vöraþróunar og markaðssetn- ingar. Bergþóra Reynisdóttir vegna meðferðarúrræða fyrir konur. Sig- ríður Guðnadóttir, fróðleikur um landgræðsluátakið í Ölfusi. Bjálkinn ehf., Knörrinn, hafið og síldin, und- irbúningur samstarfsverkefnis. Kirkj ubæj arstofa vegna heimildar- myndar um Skaftárelda. Lista- og menningarverstöðin ehf., kynn- ingarátak á Brú til brottfluttra. Hlæjum saman | Edda Björgvins og Helga Braga halda sjálfstyrkingarnámskeið, „Hlæjum saman“, fyrir konur í Heilsustofnun NLFI Hvera- gerði dagana 21. til 23. júlí 2005. Markmið námskeiðsins er meðal annars að læra að þekkja sjálfa sig, læra að laða fram það besta í fari hvers og eins og nýta það til að hafa já- kvæð áhrif á umhverfi sitt, seg- ir í fréttatilkynningu. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu www.hnlfi.is. Ljósmyndari Sigurður Sigmundsson sýnir sautján myndir í Strax. Langaði að láta sjást eitthvað eftir mig Flúðir | Sigurður Sigmundsson, fréttaritari Morgunblaðsins í Hranamannahreppi, heldur sýningu á ljósmyndum í versluninni Strax á Flúðum í sumar. Á sýningunni, sem stendur út ágústmánuð, era sautján myndir Sigurðar af fólki, hestum og landslagi í Hranamannahreppi og víðar af landinu. Sigurður hefur tekið ljósmyndir í meira er fjóra áratugi, megnið af þeim tíma sem fréttaritari Morg- unblaðsins. Hann er þekktur fyrir myndir af hestum og hestamönnum enda var hann ljósmyndari tímarits- ins Eiðfaxa um árabil. Hann hefur haldið nokkrar ljós- mjmdasýningar. „Mig langar að láta eitthvað sjást eftir mig og datt það í hug að sýna í versluninni enda hefur staðið til að útbúa þar aðstöðu til að hengja upp myndir. Þetta gleður vonandi augu viðskiptavinanna, jafnt heimafólks og þeirra fjölmörgu ferðamanna sem koma þangað á sumrin,“ segir Sigurður. í versluni; Pennans/Eymuna Mól Öll fjölskyldan getur tekið þátt í þessum skemmtilega leik. Það eina sem þú þarft að gera er að velja þér sjö fjallstinda af þeim 151 sem finna má í bók Ara Trausta Guðmundssonar og Péturs Þorleifssonar, íslensk fjöll. Þar eru nákvæmar og traustar leiðbeiningar um hvemig megi ganga á fjöll af öllum stærðum í öllum landshlutum. Lista yfir tindana er að finna á www.mbl.is Farðu á fjöll í sumar og safnaðu ljósmyndum sem sýna þig á tindinum á sjö fjöllum. Skemmtileg útivera og heilsubætandi ganga gæti borgað sig, með veglegum vinningum frá Útilífí. fmtmmmmmmmmmttmmmmmmmmmmmmmmmmmimmim^ Finndu fjallið, gakktu af stað og sannaðu sigurinn með ljósmynd. Sendu síðan tindana sjö í umslagi merkt Tindamir sjö, Suðurlandsbraut 12, 108 Reykjavík eða á tindar@edda.is og veglegir vinningar gætu fallið þér í skaut. Keppninni lýkur 15. september. VrbihhbhhmmmmmmI ^GlæsiIegir vinningar í boði fyrir göngugarpa J 1. vinningur: North Face göngutjald, Grivel Nepal ísöxi og Grivel G 10 mannbroddar auk veglegs útivistarbókasafhs sem inniheldur fjórðungskort af íslandi og hálendiskort og sérkort af helstu göngusvæðum íslands, s.s. Fjallabak og Lónsöræfum. Bækumar Gengið í óbyggðum og Þar sem landið rís hæst, auk íslensks jarðfræðilykils og íslenskra fjalla. 2. vinningur: Meindl Colorado gönguskór og bækurnar Gengið í óbyggðum og Þar sem landið rís hæst, auk Kortabókarinnar. 3. vinningur: Göngustafir og bókin Gengið í óbyggðum Mál og rnennlng CSIM- Eymundsson UTILIF Tíiorgnnbíntiici edda.is SIGRAÐU TINDANA SJÖ!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.