Morgunblaðið - 02.07.2005, Side 23

Morgunblaðið - 02.07.2005, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR LAUGARDAGUR 2. JIJLÍ 2005 23 LANDIÐ Grasa- gudda.is fær hæsta styrkinn Suðurland | Guðrún Tryggvadóttir fékk hæsta styrk til atvinnuþróunar sem Atvinnuþróunarsjóður Suður- lands úthlutar. Fékk hún 300 þúsund krónur vegna vefþróunarverkefnis- ins grasagudda.is. Atvinnuþróunarsjóður Suðurlands hefur veitt styrki til atvinnuþróunar á Suðurlandi að upphæð samtals 4,5 milljónir króna. Alls voru það 29 að- ilar sem fengu styrki. Styrkfjárhæðir voru 100 til 200 þúsund krónur, nema hæsti styrkurinn sem grasagudda.is fékk. Styrkt voru fjölbreytt verkefni, m.a. á sviði vöruþróunar og nýsköp- unar, markaðsrannsókna og kynn- ingarmála, og til undirbúnings ým- issa viðskiptatækifæra á Suðurlandi. Alls sóttu 52 aðilar um styrki. Reiðhjólaleiga og snyrtivörur úr fískkollageni Þeir sem hlutu styrki að þessu sinni eru: Sigursæll ehf. til uppbygg- ingar útivistar- og afþreyingarsvæð- is. Farfuglaheimilið Norður-Vík til að stofna reiðhjólaleigu. Sigrún Elfa Reynisdóttir til undirbúnings fyrir Sumargarð. Starfshópur um upp- byggingu ferðamála í Ólfusi til verk- efnis sem nefnist Fiskverkun gerð sýnileg. Víkurpijón vegna vöruþró- unarverkefnis. Ferðamálafélag Skaftárhrepps vegna ferðaþjón- ustuvefjar um náttúru, sögu og menningu. Sideline Sports vegna uppbyggingar sölu- ogmarkaðsdeild- ar. Erda ehf. vegna vöruþróunar og markaðssetningar snyrtivara úr fisk- kollageni. Sólveig Ólafsdóttir vegna Hestaklúbbsins. Eldstó ehf. vegna vöruþróunar og markaðssetningar eldfjallaglerungs. Feldfjárræktarfélag Leiðvalla- hrepps til hönnunar og markaðssetn- ingar sérræktaðra gæra. Gullkistan vegna listahátíðar á Laugarvatni. Sigurður Torfi Sigurðsson vegna stofnunar Jámingaskólans á Stokks- eyri. Skúli Sæland vegna menning- arsögu uppsveita Amessýslu. Reið- skólinn Dynur vegna reiðskóla fyrir börn og fatlaða. Asdís Erla Guðjónsdóttir vegna vöraþróunar og útflutnings á fónd- urvöram. Ragnar Jónsson vegna framhönnunar á vatnsaflsvirkjun í Hverfisfljóti. Geislabrot ehf. vegna markaðssetningar og vöraþróunar. Minjasafn Kristjáns Runólfssonar til uppsetningar á safni. Sóley Andrés- dóttir vegna Sveitabúðar. Torfi Yngvason, Arctic Rafting. Brú til brottfluttra Handverkshúsið Hekla til ímynd- arsköpunar og markaðssetningar. Rimasteinn, Þorsteinn Reynisson, vegna vöraþróunar og markaðssetn- ingar. Bergþóra Reynisdóttir vegna meðferðarúrræða fyrir konur. Sig- ríður Guðnadóttir, fróðleikur um landgræðsluátakið í Ölfusi. Bjálkinn ehf., Knörrinn, hafið og síldin, und- irbúningur samstarfsverkefnis. Kirkj ubæj arstofa vegna heimildar- myndar um Skaftárelda. Lista- og menningarverstöðin ehf., kynn- ingarátak á Brú til brottfluttra. Hlæjum saman | Edda Björgvins og Helga Braga halda sjálfstyrkingarnámskeið, „Hlæjum saman“, fyrir konur í Heilsustofnun NLFI Hvera- gerði dagana 21. til 23. júlí 2005. Markmið námskeiðsins er meðal annars að læra að þekkja sjálfa sig, læra að laða fram það besta í fari hvers og eins og nýta það til að hafa já- kvæð áhrif á umhverfi sitt, seg- ir í fréttatilkynningu. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu www.hnlfi.is. Ljósmyndari Sigurður Sigmundsson sýnir sautján myndir í Strax. Langaði að láta sjást eitthvað eftir mig Flúðir | Sigurður Sigmundsson, fréttaritari Morgunblaðsins í Hranamannahreppi, heldur sýningu á ljósmyndum í versluninni Strax á Flúðum í sumar. Á sýningunni, sem stendur út ágústmánuð, era sautján myndir Sigurðar af fólki, hestum og landslagi í Hranamannahreppi og víðar af landinu. Sigurður hefur tekið ljósmyndir í meira er fjóra áratugi, megnið af þeim tíma sem fréttaritari Morg- unblaðsins. Hann er þekktur fyrir myndir af hestum og hestamönnum enda var hann ljósmyndari tímarits- ins Eiðfaxa um árabil. Hann hefur haldið nokkrar ljós- mjmdasýningar. „Mig langar að láta eitthvað sjást eftir mig og datt það í hug að sýna í versluninni enda hefur staðið til að útbúa þar aðstöðu til að hengja upp myndir. Þetta gleður vonandi augu viðskiptavinanna, jafnt heimafólks og þeirra fjölmörgu ferðamanna sem koma þangað á sumrin,“ segir Sigurður. í versluni; Pennans/Eymuna Mól Öll fjölskyldan getur tekið þátt í þessum skemmtilega leik. Það eina sem þú þarft að gera er að velja þér sjö fjallstinda af þeim 151 sem finna má í bók Ara Trausta Guðmundssonar og Péturs Þorleifssonar, íslensk fjöll. Þar eru nákvæmar og traustar leiðbeiningar um hvemig megi ganga á fjöll af öllum stærðum í öllum landshlutum. Lista yfir tindana er að finna á www.mbl.is Farðu á fjöll í sumar og safnaðu ljósmyndum sem sýna þig á tindinum á sjö fjöllum. Skemmtileg útivera og heilsubætandi ganga gæti borgað sig, með veglegum vinningum frá Útilífí. fmtmmmmmmmmmttmmmmmmmmmmmmmmmmmimmim^ Finndu fjallið, gakktu af stað og sannaðu sigurinn með ljósmynd. Sendu síðan tindana sjö í umslagi merkt Tindamir sjö, Suðurlandsbraut 12, 108 Reykjavík eða á tindar@edda.is og veglegir vinningar gætu fallið þér í skaut. Keppninni lýkur 15. september. VrbihhbhhmmmmmmI ^GlæsiIegir vinningar í boði fyrir göngugarpa J 1. vinningur: North Face göngutjald, Grivel Nepal ísöxi og Grivel G 10 mannbroddar auk veglegs útivistarbókasafhs sem inniheldur fjórðungskort af íslandi og hálendiskort og sérkort af helstu göngusvæðum íslands, s.s. Fjallabak og Lónsöræfum. Bækumar Gengið í óbyggðum og Þar sem landið rís hæst, auk íslensks jarðfræðilykils og íslenskra fjalla. 2. vinningur: Meindl Colorado gönguskór og bækurnar Gengið í óbyggðum og Þar sem landið rís hæst, auk Kortabókarinnar. 3. vinningur: Göngustafir og bókin Gengið í óbyggðum Mál og rnennlng CSIM- Eymundsson UTILIF Tíiorgnnbíntiici edda.is SIGRAÐU TINDANA SJÖ!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.