Morgunblaðið - 02.07.2005, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 02.07.2005, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 2005 45 DAGBÓK Hlutavelta | Þær Herdís Brá Jóns- dóttir, Puríður Simona Hilmarsdóttir og Guðrún Agata Jakobsdóttir söfnuðu kr. 3.006 til styrktar hjálparstarfí Rauða kross Islands. Sumartónleikar við Mývatn í KVÖLD verða fyrstu sumartón- leikarnir við Mývatn og fara þeir fram í Reykjahlíðarkirkju kl. 21.00. Það er ungt tónlistarfólk sem kallar sig The Slide Show Secret sem flytur íjölbreytta tónlist með óvenjulegum samhljómi. Kristján Orri Sigurleifsson, kontrabass,i og Eva Zöllner, harm- onika, leika tónlist eftir Inga Garð- ar Erlendsson, John Cage, Arvo Part og Sofia Gubaidulina. Aðgang- ur er ókeypis. Hlaup | Vináttuhlaupið stendur yfir 2.-17. júlí „Eflir samkennd og einingua Vnáttuhlaupið (e. World Harmony Run) hefst í Reykjavík í dag, 2. júlí. Um er að ræða alþjóðlegt kyndilhlaup sem er arftaki Friðarhlaupsins sem hlaupið var árlega hér á landi á árunum 1987-2001. Hlaupið hefst í Reykjavík og endar þar 17. þessa mánaðar. Hlaupið verður hringinn í kringum landið alls 1.532 km og logandi kyndill borinn milli staða. Vináttuhlaupið er hlaupið í yfir 75 löndum um allan heim og í öllum heimsálfum og má reikna með því að hátt á aðra milljón manna muni taka þátt í því. Ekki er alls staðar hlaupið á sama tíma heldur er þetta margra mánaða ferli. Eymundur Matthíasson, hlaupari, segir til- ganginn með hlaupinu vera þann að efla al- þjóðlega vináttu, samkennd og einingu meðal ein- staklinga og þjóða. „Þetta verður vonandi árlegur viðburður eins og friðarhlaupið var, eða eitthvað sem haldið er annað hvert ár. Logandi kyndill er borinn frá manni til manns um allan heim sem tákn um þessa vináttu og samkennd sem við erum að vekja máls á. Það er fátt sem eykur betur sam- kennd en það að vita af þúsundum manna hlaupa ► Eymundur Matthías- son er fæddur í Reykja- vík 1. febrúar 1961. Stúdentspróf frá Menntaskólanum á Ak- ureyri oq BS-próf í stærdfræði oq eðl- isfræði frá Washinqton and Lee-háskóla í Bandaríkjunum árið 1983. Eymundurer vanur hlaupari oq hefur tekið þátt í maraþonhlaupum oq últramaraþoni víða um heim. Hann siqraði meðal annars Jökuls- árhlaupið í fyrra, sem var þá haldið í fyrsta sinn. Einniq þjálfar hann hlaupahóp íslands- banka. fyrir sama málstað alls staðar í heiminum.“ Hlaupinu er ekki ætlað að afla fjár eða vekja máls á pólitískum málstað. Hugsunin er fyrst og fremst sú að leggja áherslu á einingu allra manna. Allir eru hvattir til að taka þátt og hlaupa í þágu alþjóðlegrar vináttu og aukins skilnings. „Við vonumst til þess að mikið af krökkum og ungu íþróttafólki hlaupi með okkur á sínum heimaslóðum. Það væri sérstaklega gaman að sjá yngri kynslóðirnar um allt land koma og vera með. I raun ætti enginn að láta sig vanta. Því fleiri sem halda á kyndlinum, því betra.“ Eymundur hvetur alla Islendinga til að koma út á þjóðveg eitt og hlaupa þótt ekki væri nema stuttan spöl. Margar skemmtilegar uppákomur verða víða um land í tengslum við hlaupið. Meðal annars kemur hingað til lands heimskautaleiðangur 23. júlí. Um er að ræða hundrað manna hóp víða að úr heiminum sem kallast Students on ice. Þar eru saman komnir vísindamenn og skólafólk. „Hugmyndin er að þeir taki við kyndlinum og taki hann með sér til Grænlands, Alaska og Kan- ada.“ Aðspurður um hversu mörgum sé búist við í hlaupið segir Eymundur raunhæft að áætla um 1.000 manns. Það sé þó ekki hægt að segja ná- kvæmlega til um það fyrir fram. Segir hann fimm til tíu þúsund manns hafa hlaupið hverju sinni í friðarhlaupinu og því megi vonandi gera ráð fyrir góðri þátttöku í Vináttuhlaupinu í ár. Velvakandi Svarað ísíma 5691100frá 10-12 og 13-151 velvakandi&mbl.is Þakkir ÞEGAR kviknar í pönnu með feiti er manns fyrsta hugsun að halda ró sinni og slökkva eldinn. Á augna- bliki verður heit feitin að báli, í mínu eldhúsi logaði viftan og bálið náði upp í loft. Þetta gerðist á augnabliki, því ég hljóp frá í 2 mínútur og hitinn á plötunni var stilltur á 4 af 9 mögu- legum. Reykskynjarar væla og innan sekúndna hringir starfsmaður Ör- yggismiðstöðvar Islands til að full- vissa sig um að ég ráði við eldinn og öllu sé óhætt. Þegar svo er komið hringi ég í neyðarþjónustu Trygginga- miðstöðvarinnar. Þar er mér tjáð að ég skuli ekki hafa neinar áhyggj- ur, þeir sendi mann frá tjónadeild á staðinn og hann skoði vegs- ummerki. Málalyktir urðu þær að hreins- unarfólk var sent á staðinn til að þrífa loft og veggi, mér boðið að mála það sem ekki tókst að þrífa, fatnaður sem lyktaði af olíu og gluggatjöld sem voru sótug fóru í hreinsun og skemmdir á skápum og viftu voru bættar. Starfsmaður hjá Tryggingamiðstöðinni gekk í málið og ég þurfti ekki að hafa áhyggjur meir. Ég skrifa þetta bréf ekki síst til þeirra sem ekki eru tryggðir. Mað- ur veit aldrei hvað gerist á morgun. Ég valdi greinilega rétt trygginga- félag. 091159-2529. Þakkir til vegfaraneda VIÐ hjónin lentum í bílslysi í Hval- firði 16. júní sl. Margir vegfarendur stöðvuðu og veittu aðstoð, svo sem að hringja í lögreglu og sjúkrabíl og veita aðhlynningu. Öllu þessu fólki viljum við þakka ómetanlega aðstoð, svo og lögreglu, sjúkraflutn- ingamönnum og læknum. Hjónin í bílnum. Leikrit í sjónvarpið ÉG SÁ Kastljós um daginn, þegar Tinna Gunnlaugsdóttir og Marí- anna Friðjónsdóttir voru í þætt- inum. Fannst mér áhugavert að fylgj- ast með umræðum í sambandi við leikhúsin og það sem er að gerast í leikhúsinu. Vegna þessa fór ég að hugsa um að sífellt er verið er að segja að unga fólkið eigi að kynnast því sem er að gerast í leikhúsunum. Þess vegna finnst mér að sýna eigi meira af íslenskum leikritum í sjón- varpinu. Eins vil ég koma kveðjum á framfæri til Bubba, ég veit að allir eru reiðir vegna meðferðarinnar á honum og hans fjölskyldu. Vil ég óska honum góðs gengis - hann á minn stuðning. Finnst mér þetta ljótt mál og ekki rétt að koma svona fram við fólk, finnst svona skrif ekki eiga rétt á sér. Leikhúsunnandi. ^ELDllí Félagi eldri borgara BORGARA í Reykjavík: Nokkur sæti laus í eftirfarandi dagsferðir í júlí: Landmannalaugar 14. júlí 2005. Yeiðivötn 27. júlí 2005. Kaldidalur, Húsafell, Reykholt 30. júlí 2005. Athugið: Lækkað verð á dagsferðunum. Nokkur sæti laus í eftirfarandi lengri ferðir í ágúst: Norðurland 2.-6. ágúst 2005. M.a. er fylgst með setningu Fiskidagsins mikla á Dalvík og farið á síldarsöltun á Siglufirði. Gæsavatnaleið, Askja, Kverkfjöll 9.-13. ágúst 2005. Gist í svefnpokaplássi í fjallaskálum í 3 nætur og á hóteli í eina nótt. Upplýsingar á skrifstofu Félagsins í Stangarhyl 4, símí 588 2111. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is EM á Tenerife. Norður 4.D1087 ¥DG6 ♦A62 *D94 Vestur Austur *G5 ♦62 ¥109754 ¥ÁK8 ♦ 984 ♦ KG1073 *G53 ♦ Suður ♦ÁK943 ¥32 ♦ D5 * +A1062 Hollenska A-landsliðið (Team Orange I) vann opnu sveitakeppnina á Tenerife, en Hollendingarnir luku sigurgöngu sinni með því að bursta pólska sveit í úr- slitaleik (Mirogho). „Gullna" sveitin var þannigmönnuð: Ton Bakkeren, Huub Bertens, Jan Jansma, Bauke Muller, Louk Verhees og Simon de Wijs. Spilið að ofan er frá 16 Uða úrsUtum þegar HoUendingar mættu sveit Zimm- ermanns, sem meðal annai's var skipuð ítölsku stórspilurunum Fantoni og Nunes. Vestur Norður Austur Suður Nunes Verhees Fantoni Jansma - Pass lgrand* 2spaðar Pass 4spaðar Pass Pass Pass * 12-14 punktar Jansma spilaðimjögvel. Hann fékk út hjartatíu og Fantoni í austur drap gosa blinds með kóng og kom sér hlut- laust út á trompi. Jansma tók annað tromp og spilaði laufás og laufi á níuna. Fantoni drap og Iosaði sig út á þriðja laufinu. En lengur gat Fantoni ekki flúið ör- lög sín. Jansma tók slagina á svörtu Ut> ina og sendi Fantoni inn á hjartaásinn í lokastöðunni. Þá voni þrjú spil á hendi, hjartadrottning og Áx í tígU í borði, en heima átti Jansma eitt hjarta og Dx í tígU. Fantoni valdi að fara niður á hjartaásinn blankan og varð svo að spila frá tígulkóng í blálokin. QUELLE • Hert glerlok með gufurás • 18/10 gæðastál • Hitaeinangrandi handföng • Tvöfaldur orkusparandi botn • Gufupottur • Ausa fylgir með • Passa einnig vel á gas. 10 hluta pottase’ Buxur hr. 990 Bolir kr. 690 Kjólar kr. 1.490 Yfirhafnir kr. 2.290 i £>té* eg L t Í2 töskur sama| kr. I MMm Draktir kr. 2.290 l/erslun Bultegi 2 • Kópavogi • Simi SB4 2000 • it/v/w. quelle.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.