Morgunblaðið - 02.07.2005, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 02.07.2005, Blaðsíða 53
4- 52 LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 2005 STÆRSTA KVIKMYNDAHÚS LANDSINS • HAGATORGI • S. 530 1919 • www.haskolabio.is War of the Worlds Batman Begins Inside Deep Throat Voksne Mennesker Crash 3.30-6-8.30 - 11 b.i. 14 5 - 7 - 9 og 11 b.i. 12 10,15 Stranglega b.i. 16 ára 5.45 og 8 5.45 - 8 og 10.15 b.i. 16 MYNDEFTIR STEVEN SPIELBERG KVIKMYNDIR.IS 'Ó.H.T, RÁS 2 Nýr 09 miklu betri leáurblökumoöur. „IhíNRÁSiN ER GIRNILEG SUMAR SKEMMTUN. POPPKORNS MYND AF BESTU GERÐ!" -S.V. MBL „ E KTA STORSLYSAMYND' -Ó.Ö.H. DV BATMAN EINS OG ÞU HEFUR ALDREI SÉÐ HANN ÁÐUR ! MORGUNBLAÐIÐ M0RGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 2005 53 400 KR. MiÐAVERÐ A fLLAR MYNDIR KL. 12 SUNNUDAG í SAMBÍÓNUM KRINGLUNNI THE WAR 0F THE W0RLDS kl. 2 - 3.20 - 5.40 - 8 - 10.30 B.i. 14 óra. THE WAR 0F THE WORLDS VIP kl. 3.20 - 5.40 - 8 - 10.30 BATMAN BEGINS kl. 2 -3.30 -4.30 -5 - 6.30 -7.30 -8 -9.30 -10.30 -10.50 b.i. 12 ára. ALOTLIKELOVE kl. 6 - 8.15 -10.30 SVAMPUR SVEINSSON m/isl.tali. kl. 2 - 4 BATMAN BEGINS kl. 3.30 - 5.10 - 6.30 - 8.10 - 10 HOUSEOFWAX kl. 10 THE WEDDING DATE kl.8 BATMAN BEGINS kl. 2 - 5 - 8 -10.30 KICKING AND SCREAMING kl. 4 - 6 - 8 fótboltatilboð 500 kr. CRASHkl. 10 SVAMPUR SVEINSSON m/ísl.ta!i. kl. 2 THE ICE PRINCESS kl. 4 HITCHHIKER'S GUIDE... kl.5.50 SVAMPUR SVEINSSON m/ísl.tali. kl.3.30 WAR OF THE WORLDS kl. 3 - 5.30 - 8 og 10.30 BATMAN BEGINS kl. 3 - 5.30 - 8 og 10.30 HÁDEGISBÍÓ FRABÆR SKEMJVl „INNRASIN ERGIRNILEG SUMARSKEMMTUN POPPKORNSMYND AF BESTU GERÐ!" CHRISTIAN BALE GARY WIORGAN OLDMAN ““ FREEMAN MICHAEL CAINE EKTA STORSLYSAMYND' Ó.Ö.H, DV Gleymid öllum hinum Batman myndunum. Þessi er málid tmyndir.ís Þórarinn Þ / FBL M.B. / SIRKUS KV1KMYNDIR.IS D.Ö.J. I Kvikmyndir.com Einn af stærstu sinellum árslns. N N RA S 1 JSI ER HAFIN! POWERSÝNING í ÁLFABAKKA KL. 10.30 BATMAN EINS OG ÞU HEFUR ALDREI www.sambioin.is ÁLFABAKKI C 587 8900 KEFLAVÍK ( 421 1170 KRINGLAN { 588 0800 Hróarskelda 2005 | Fyrsti dagur Grænn dreki og léttleikandi stemning Hróarskelduhátíðin hófst formlega á fimmtudaginn og stendur til sunnudags. Arnar Eggert Thoroddsen er á staðnum og mun skýra frá herlegheitunum. ÞAÐ er á Appelsínugula sviðinu, stærsta sviði hátíðaiinnar, sem formleg opnun hátíðarinnar fer fram, alltaf klukkan 18. Sviðið heitir eftir appelsínugula tjaldinu sem sveipar það og í dag er það notað sem tákn hátíðarinnar. A því leika öll stærstu nöfn hátíðarinnar en svo eru fimm önnur svið í gangi sem þjóna mismunandi til- gangi. Arena-sviðið er hið næststærsta, ætlað þokkalega þekktum nöfnum, í Ballroom má heyra alls kyns heimstónlist, í Metropol er það raftónlistm o.s.frv. Allt skarast þetta þó enda ómögulegt að stika nákvæmlega niður öllum þeim listamönnum sem fram koma á hátíðinni, eins óhkir og þeir eru. Rapp Loft var spennu blandið að vanda í kringum Appelsínugula sviðið ogfólk flykktist að. Gleði og æsingur í fasinu. Hefð hefur veríð fyrir því að dönsk sveit heiji hátíðina og í þetta skiptið vai- það rappsveitin Ikscheltaschel sem um það sá. Oftar en ekki hafa þessar opnunarsveitir verið skelfilegar, Danir að tefla fram einhverjum „nýjum“ og „heitum" sveitum sem hafa síðan verið hálfgerður farsi, sjá t.a.m Mnemic í fyrra sem var fremur sorgleg nýþungarokksveit. Því kom Ikscheltaschel skemmtilega á óvart. Danir eru kunnir fyrir ágætlega líflega og grósku- mikla rappsenu og þessu ættu þeir að hampa í meiri mæli. Ikscheltaschel er þó langt í frá dæmi um framsækið og jaðarkennt rapp. Hér voru ringjar á ferð, tónhstin mitt á milli grúvkennds stuðrapps og Spaugstofunnar. Forvígismenn- imir voru tvefr, nett hallærislegir gaurar en til stuðnings voru dansarar, kór og strengjasveit og grænn dreki sem þvældist um sviðið. Ætli um fimmtíu manns hafi ekki verið á sviðinu! Og þetta var að virka, glettilegt nokk. Þetta var skemmtilegt, flörugt og því mjög svo hæfandi opnunaratriði. Það væri óskandi að Danir tækju meiri svona „ligeglad" stefnu í þessum málum á næstu hátíðum. Og hvenær opnar Kim Larsen? Eg hét mér því á síðustu hátíð að gerast tíðari gestur í Ballroom-tjaldinu, þar sem heimstón- listin (ókei, ömurleg lýsing á allri þeirri tóniist sem ekki er vestræn) ræður ríkjum. Þau áform mistókust gjörsamlega. Til að bæta úr því í ár brá ég mér þangað er Ikscheltaschel voru hálfn- aðir en þar hafði sveitin Dwi Mekar hafið leik á sama tíma og hátíðin var sett. Dwi Mekar er tuttugu og tveggja manna gamelan-sveit frá eyj- unni Bali í Indónesíu. Tónlistin einkennist af flóknum áslætti þar sem sílófónar, gong og alls kyns trumbur og jámplötur eru notaðar. Tón- listarmennirnir sátu á sviðinu, inni í fagurleg skreyttu og gullbrydduðu smáhýsi á meðan fjór- ir dansarar voru fremst á sviðinu. Tónlistin ansi mögnuð og minnti á stundum á „industrial“ tón- list, en einnig var eins og manngerð spiladós hefði verið sett í gang. Kóngar Næst voru það kóngamir sjálfir (og drottn- ingin). Sonic Youth, magnaðasta neðanjarðar- rokksveit allra tíma, átti að hefja leik klukkan 20.30 í Arena-tjaldinu. Hálftíma áður hafði Velv- et Revolver, sú sem skrópaði í Islandsfórina, sett í gang á Appelsínugula sviðinu. Sonic Youth vai1 fín, en ekki stórkostleg. Mað- ur notar líklega svona orðalag þegar maður kemur fullur af væntingum og þær standast svo ekki. Sveitin spilaði í rétt rúman klukkutíma, eitthvað sem manni fannst grátlega stutt. En vá, ég fer ekki ofan af því að þetta er svalasta hljóm- sveit i heimi. Þetta fólk er flest allt komið yffr fimmtugt en er svo langt frá því að vera komið yfir síðasta söludag, að það er eiginlega fyndið. Sonic Youth er rokksveit en þó aðallega til- raunasveit, í stöðugri leit að einhveiju nýju og það er það sem gerir þau, ja... einhvem veginn Ljósmynd/Arnar Eggert Thoroddsen Sonic Youth-liðar, sem halda munu tónleika á íslandi í ágúst, eru „svo langt frá því að vera komn- ir yfir síðasta söludag, að það er eiginlega fyndið". Myndin er tekin af skjá á tónleikunum. tímalaus. Alltént fengu áhorfendur að sjálfsögðu ekki það sem þeir vildu en settið var engu að síð- ur orkumikið. Mikið um gítarendurgjafir („feed- back“) og gaman var að fylgjast með snill- ingnum Jim O’Rourke sem sat löngum yfir bjögunartækjum og hafði á einum tíma stungið hnífi undir strengina. Thurston Moore virtist í góðu stuði, hoppaði mikið og ólmaðist. Aðeins einn „slagaii" var spilaður, „Mote“ af Goo, sung- ið glæsilega af Lee Ranaldo (besti söngvarinn í Sonic Youth, verst hvað hann syngur sjaldan). Uppklappslagið var svo „Teenage Riot“, í frem- ur dempaðri útgáfu. í álögnm Ég þusti því næst í Odeon-tjaldið þai- sem tríóið Le Tigre var að spila. Frábært band, leitt af Kathleen Hanna sem var áður í Bikini Kill. Le Tigre spilar æsilegt raíþönk með feminískum textum og fór sveitin á kostum. Þær stöllur sýndu m.a. víraðan dans undir einu laginu og héldu áhorfendum vel við efiiið. Oreiðukennt, en þó melódískt; pólitískt, en þó dansvænt. Þetta var hressandi eftir gönguna frá Arena. Það tjald er nokkuð langt frá hinum og ef menn ætla að vera duglegir við að kanna sem flest umbreytast þeii' sjálfkrafa i nokkurs konar gönguhrólfa, flakkandi fram og til baka á milli tjalda. Mörg- um reynist þó erfitt að fylgja tímaáætlunum þar sem Tuborgtjöld á hveiju homi lokka gjarnan til sín þyrst göngufólk. Guineski tónlistai'maðurinn Mory Kanté átti að spila klukkan 22.30 í Ballroom og ákvað ég að kíkja þangað, minnugur heimstónlistarheit- strenginganna. Kanté og félagar voru heillengi að stilla, sem endaði með því að Kanté rauk út baksviðs. Hélt ég um tima að hann væri hættur við en loks kom kynnir á svið og kynnti til leiks „hljómsveitina" Mory Kanté. Með Kanté var sveit sem aðstoðaði hann við plötuna Sabou sem út kom í fyrra, plata sem þykir hafa fært Kanté aftur tíl rótanna og hefur fengið lofsamlega dóma. Skemmst er frá því að segja að Kanté náði fljótlega að fanga tjaldið með dásamlega grúvandi tónlist. Hafði það verið hálffullt fram- an af en fylltist á örskotsstund þar sem allir dill- uðu sér í takt. Kanté sjálfur og hljómsveit hans voru í miklu stuði, sérstaklega fór einn sílófón- leikaiinn hamfórum, tók villt sóló reglulega við gi-íðarleg fagnaðarlæti viðstaddra. Ég hafði ætlað mér að enda kvöldið með því að sjá Mastodon, hið snilldariega þungarokks- band frá Atlanta (heimabær Manowar), sem heimsótt hefur Island. Sú heimsókn er meira að segja shjalfest á nýjustu plötu þeirra Leviathan en hana prýðir lag sem heitir „Island“. í Mastodon er þá líklega besti trommuleikari heims i dag. Én allt kom fyrir ekki. Ég missti af Mastodon. Alög Kanté voru það sterk að ég var pikkfastur - og líkaði það dável. Og svo eru það föstudagur, laugardagur og sunnudagur. Meira um það eftir helgi... armrt@mbl.is T Tónlist | Börkur Sigþórsson gerir það gott í Bretlandi Leikstýrir tónlistarmynd- bandi fyrir Supergrass BÖRKUR Sigþórsson, ljósmyndari og leik- stjóri, lauk nýverið við tökur á myndbandi við nýjasta lag bresku hljómsveitarinnar Supergrass. Börkur hefur áður getið sér gott orð hér á landi fyrir myndbönd sín sem hann hefur meðal annars gert við lögin „The Long Face“, „Angel in Disguise“ og „Rom- antic Exorcism" fyrir Mínus, „Race City“ fyrir Quarashi og „Life in a Fishbowl" fyrir hljómsveitina Maus. Börkur gerði einnig á síðasta ári þrjú myndbönd fyrir bresku hljómsveitirnar Faultline, The Boxer Rebell- ion og Thirteen Senses, en sú síðastnefnda lék með Leaves og Supergrass á tónleika- ferðalegi fyrir stuttu. Börkur sem er á rnála hjá framleiðslufyi'- irtækinu Factory Films í Bretlandi, segir að fyrirtækið hafi mælt með sér þegar Super- grass leitaði eftir leikstjóra. „Ég flaug út og hitti hljómsveitina á fundi og svo fékk ég að vita daginn eftir að ég hefði verið valinn til þess að gera mynd- bandið.“ Hann segir að myndbandið sé það sem kallast „performance“-myndband en þá spil- ar hljómsveitin einfaldlega lagið fyrir fram- an myndavélina. „Það þarf nokkra lagni til að gera slík myndbönd áhugaverð og ég vona að það hafi tekist. Ég naut líka hjálpar tökumannsins Magna Agústssonar en hann skaut líka mynbönd Thirteen Senses og Faultline sem ég leikstýrði." Tökum á myndbandinu lauk í fyrradag og í næstu viku verður farið í að litgreina það og klippa. „Ég verð að skila þessu af mér fyrir 8. júlí þannig að þetta er mun minni tíma- rammi en gengur og gerist og þvi svolítið strembið. Hins vegar er þetta mjög gaman, sérstaklega þar sem þetta er myndband við fyrstu smáskífu plötunnar. Þetta voi-u líka mjög viðkunnanlegir strákar og maður fann það strax að þeir taka sig ekki of alvarlega.“ Aðspurður segir Börkur að nokkur verk- efni liggi fyiir eftir þetta. „En það er kannski best að segja bara frá því þegar þar að kemur." Morgimbladið/.Jitn Smart Börkur Sigþórsson getur tekið á sig mörg gervi en hann er ljós- myndari, leiksljóri og kvikmyndagerðarmaður. Rokktríóið Supergrass er ein stærsta hljómsveit Bretlandseyja. folk@mbl.is Söngkonan Jessica Simpson er með fallegasta hárið. Það eru lesendur bandaríska kvennablaðsins In Toueh sammála um samkvæmt skoðanakönnun sem þar var birt. Hún þykir þar skara fram úr hvað hárprýði varðar og var á undan kon- um eins og Jenni- fer Aniston, Jess- icu Alba og Angelinu Jolie, sem komu næstar á listanum. Þær konur sem á eftir komu vora Eva Longoria, Marcia Cross, Nicole Richie, Mischa Barton, Oprah Winfrey og Gwyneth Paltrow. Stökktu til Portúgals 6. júli frá kr. 29-990 Síðustu sætin Heimsferðir bjóða ótrúlegt tilboð á síðustu sætunum til Portúgals 6. júlí. Njóttu lífsins á þessum vinsæla sumarleyfisstað. Þú bókar sæti og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Verð kr. 29.990 í viku Netverð á mann, m.v. hjón með 2 böm, 2-11 ára, í íbúð í viku. Flug, skattar, gisting og íslensk fararstjóm. Stökktu tilboð 6. júlí. Verð kr. 39.990 í 2 vikur Netverð á mann, m.v. hjón með 2 böm, 2-11 ára, í íbúð í 2 vikur. Flug, skattar, gisting og íslensk fararstjóm. Stökktu tilboð 6. júlí. iTHii, Munið Mastercard ■ ferðaávísunina Heimsferðir Skógarhlíð 18 • sími 5951000 • Akureyri sími 461 1099* www.heimsferdir.is Verð kr. 49.990 í 2 vikur Netverð á mann, m.v. 2 í stúdíóíbúð í tvær vikur. Flug, skattar, gisting og íslensk fararstjóm. Stökktu tilboð 6. júlí. V i^, Fáðu úrslitin send í símann þinn ásAr, mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.