Morgunblaðið - 02.07.2005, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 02.07.2005, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 2005 33 RANNSÓKNIN Á BAUGI GROUP Hvorki mér né Tryggva hafa verið kjmntar slík- ar ásakanir, enda hafa engin slík brot verið framin. Athygli vekur að ríkissaksóknari í Luxem- borg sá tilefni til að senda RLS sérstakt bréf, dags. 3. ágúst 2004. Þar áréttar hann að upplýs- ingar sem fengist hafi úr húsleitinni megi ein- vörðungu nota í tengslum við rannsókn þeirra brota sem sérstaklega voru tilgreind í beiðni um aðstoð við húsleit, en ekki við rannsókn annarra brota, sér í lagi ekki skattalagabrota. Sam- kvæmt upplýsingum lögmanna í Luxemborg er afar sjaldgæft að þarlend yfirvöld sjái ástæðu til að senda slíkaáminningu. Eg tel að yfirvöld í Luxemborg hafi með þessu lýst ákveðnu van- trausti á starfshætti RLS. (ii) Því hefur verið haldið iram af hálfu RLS að ég hafi gerst sekur um fjárdrátt í tengslum við viðskipti með 3,1 tnilljón hluti í Arcadia um áramótin 2000-2001. Itarlega hefur verið gerð grein fyrir þessu máli í bréfi Hreins Loftssonar hrl., f.h. Baugs Group hf., dags. 28. maí 2004, til RLS. Kjami þess máls er sá að í fjármögn- unarskyni voru umrædd bréf í Arcadia seld Kaupthing Bank í Luxemborg í árslok 2000. Var hugmyndin að þau skyldu höfð á vörslu- reikningi félagsins hjá bankanum til tryggingar en söluverðið ganga til uppgreiðslu skuldar hjá íslandsbanka, og gekk það eftir. I ársbyrjun 2001 vaknaði önnur hugmynd, þ.e.a.s. að stofna eignarhaldsfélag ásamt Kaupþingi, Islands- banka og Gaumi og leggja hlutabréfaeign þess- ara aðila inn í slíkt félag sem síðar fékk nafnið A-Holding. Bréfin, sem seld höfðu verið Kaup- thing Bank, voru keypt til baka, en þá hafði orð- ið 212 milljóna króna hækkun á markaðsvirði þessara hluta í Arcadia. Voru bréfin færð á því markaðsvirði inn í A-Holding. Á hinn bóginn var það ekki fyrr en við endanlega sölu hluta- bréfanna haustið 2002 sem ábending kom frá endurskoðendum félagsins um að réttara hefði verið að bakfæra þessi viðskipti og var það þá gert. Þess má geta að síðar á árinu 2001 fékk Baugur lán hjá Kaupþingi. Hluti þess láns fór til að greiða skuldina við Kaupthing Bank í Lux- emborg sem legið hafði ótryggð inni á vörslu- reikningnum þar sem hlutabréfin í Arcadia höfðu verið lögð til A-Holding. Þetta er í hnot- skum það sem gerðist. RLS virðist hins vegar halda að þama hafi orðið til 212 milljóna króna hagnaður (þ.e.a.s. gengismunur bréfanna í Ar- cadia í árslok 2000 og febrúar 2001) sem hafi átt að leyna. Fráleitt er að halda því fram að nokk- ur auðgunarbrot hafi verið framin. Staðreyndin er sú að hagnaðurinn kom allur fram þegai- Baugur seldi bréf sín í Arcadia haustið 2002 eft- ir að samningaviðræður um yfirtöku félagsins höfðu runnið út í sandinn í kjölfar upphafs- aðgerða RLS. Engir fjármunir höfðu farið út úr félaginu eða af reikningum þess. (iii) Meðal afleiddra rannsóknarefna RLS er meintur fjárdráttur, að upphæð 95 milljónir króna, sem greiddar vom félaginu FBÁ- Holding S.A. í framhaldi af uppgjöri Baugs við stolhhluthafa A-Holding S.A. Hér er um að ræða gréiðslu til Gaums sem var einn stofhhluthafa A-Holding sem var, eins og áður segir, stofhað til fjárfestingar í Arcadia. Aðrir stofnhluthafar voru Baugur, Kaupþing og Islandsbanki. Samið var um að Baugur keypti hina hluthafana út á ákveðnum tímapunkti og á fyiirfram ákveðnu verði. Þegar gengi hluta- bréfa Arcadia á hlutabréfamarkaði í Bretlandi fór hækkandi og hóf Baugur viðræðui' við for- stjóra Arcadia, Stuart Rose, um kaup á Top- shop hluta félagsins. Til að koma þessu í fram- kvæmd vildi Baugur freista þess að kaupa út hluthafana í A-Holding fyrr og á verulega lægra verði en þeir áttu rétt til samkvæmt samn- ingum. Fékk ég fulla heimild hjá stjóm til að ganga frá slíkum samningum, sbr. kynningu sem lögð var fyrir stjómarfund sem haldinn var í New York 4. maí 2001. Fengu bæði Kaupþing og íslandsbanki sérstaka þóknun fyrir að falla frá betri rétti sínum. Var þóknun Gaums hlut- fallslega lægri en bankanna.Fékk Gaumur í sinn hlut um 320 milljónum króna minna en samið var um við stjóm Baugs 35 dögum áður. Þegar ég var spurður um þennan lið rannsókn- arinnar og spurði ég rannsóknarmenn hvort að þætti það ekki skjóta skökku við að ég væri að gefa Baugi 320 milljóna króna afslátt á 35 daga gömlum samningi ef hugur minn stæði til þess að taka sem mest fé af Baugi. Var fátt um svör við þeirri spumingu. Þetta hef ég sýnt fram á og hefur m.a. verið staðfest af bankastjórum bæði Islandsbanka og KB-banka í yfirheyrslum hjá RLS. Ritaði ég RLS bréf, dags. 21. september 2004, þar sem ég rakti málið. Þá Hggur fyrir að ég hafði fullt umboð bæði stjórnar og hluthafa- fundar til að ganga til samninga við hluthafa A- Holding um að kaupa þá út úr félaginu. Því til stuðnings liggur fyrir álit Jónatans Þórmunds- sonar. Að auki var greint frá þóknunum í árs- reikningi félagsins fyrir árið 2001, sbr. skýringu 14 með ársreikningnum. Nam heildarspamaður fyrir félagið frá þeim samningi sem hafði verið gerður 35 dögum áður rúmum 500 milljónum króna. Þá var þetta atriði ítariega skýrt í áð- umefndu bréfi félagsins, dags. 28. maí 2004. (iv) Þá er mér gefið að sök að hafa stofnað vörslureikning í Luxemborg og fært þangað hlutabréf í Baugi án þess að gera grein fyrir því í bókhaldi eða ársreikningum Baugs. I fyrstu beindist rannsókn RLS að því að um fjárdrátt væri að ræða. Þegar gerð hafði verið grein fyrir hinu rétta sem er að umrædd hlutabréf vom vegna samn- ingsbundinna kaupréttarákvæða minna, Tryggva Jónssonar og Oskars Magnússonar, hefur rannsóknin lotið að því að ranglega hafi verið gerð grein fyrir hlutabréfunum í bókhaldi félagsins, m.a. í þvi skyni að komast undan skattgreiðslum af kaupréttinum. Vai'ðandi þetta atriði vísa ég til ítarlegra bréfa félagsins til SRS sem RLS mun hafa fengið afhent. Hið rétta er að samkvæmt skýmm ákvæðum í ráðningarsamningum mínum, Tryggva Jóns- sonai' og Óskars Magnússonar, sem voru gerðir við stofnun Baugs,áttum við rétt á að kaupa hlutabréf í félaginu á fyrirft'am ákveðnu kaup- gengi. í samráði við sérfræðinga var stofhaður vörslureikningur hjá Kaupthing í Luxemborg þangað sem bréfin vom færð og þau ávöxtuð. Samkvæmt ráðgjöf sérfræðinga bar hins vegar ekki að greiða skatt af kaupréttinum fyrr en hann hefði verið innleystur og verðmætin færð til íslands. Benda má á að á þessum tíma ríkti vemlegur vafi um skattalega meðferð kaupréttar, sbr. t.d. mál út af kaupréttarákvæðum starfsmanna rík- isbankanna sem var fyrst leyst úr með dómi Hæstaréttar í maí 2002. Þá era sérfræðingar ekki á einu máli um hvemig beri að gera grein fyrir slíkum reikningum í bókhaldi félaga eins og glögglega má sjá af mismunandi afgreiðslu SRS og RSK á meðferð eigin hlutabréfa félags- ins. Komst SRS að þeirri niðurstöðu að tekju- færa hefði mátt hagnað af sölu eigin hlutabréfa félagsins en RSK var á annairi skoðun. Komst SRS þannig að þeirri niðurstöðu að fram- kvæmdin hefði verið í lagi. Þetta mál er nú til úrskurðar hjá yfirskattanefnd. Því er ljóst að ekki getur verið um stórkostlegt gáleysi að ræða, hvað þá ásetning af minni hálfu eða ann- arra til slíkra brota. d) Meintur fjárdráttur í tengslum við Vöru- veltuna hf. og Litla fasteignafélagið ehf. Loks hef ég upp á síðkastið verið sakaður um íjárdrátt og/eða umboðssvik í tengslum við við- skipti með félagið Vöraveltuna hf. sem átti og rak 10-11 verslanimar sem Baugur keypti í maí 1999. Annars vegar lúta ásakanimar að því að ég hafi verið búinn að kaupa Vömveltuna hf. og því átt hana þegar Baugur keypti 10-11 en leynt því fyrir öllum, þ. á m. stjóm félagsins. Hins vegar hef ég verið sakaður um fjárdrátt með því að hafa komið að því að stoftia sérstakt félag um fasteignirverslana 10-11, Litla fasteignafélagið ehf., sem selt var út úr Vömveltunni hf. (i) Varðandi fyrra atriðið hefur margsinnis komið fram í yfirheyrslum hjá RLS, svo og hjá SRS sem hafði einnig málið til meðferðar, að ég gerði samning við Eirík Sigurðsson og Helgu Gísladóttur hinn 7. október 1998 um að finna kaupanda að öllu hlutafé Vömveltunnar. Var þetta eins konar rammasamningur sem fól í sér að kaupandi og Seljandi væm tilbúnir að kaupa og selja en eftir væri að tilgreina endanlegan kaupanda. í kjölfarið vann ég að því að fá ís- landsbanka inn í viðskiptin. Samkvæmt nýjum kaupsamningi, dags. 10. nóvember 1998, sem kom í stað samningsins frá 7. október, hafði ís- landsbanki milligöngu um sölu á 75% hlutafjár í Vöraveltunni en Helga Gísladóttir hélt eftir 25% eignarhlut. Seldi íslandsbanki hluti í Vöm- veltunni Fjárfari ehf., Eignarhaldsfélagi Al- þýðubankans (EFA) og fleiri aðilum. Að baki þessum viðskiptum og í raun lykilfor- senda þeirra var sá ásetningur minn, f.h. Baugs, að tryggja að verslanir 10-11 færa í viðskipti hjá Baugi-Aðfóngum sem rak vörahús Baugs. Rétt áðui- hafði verið ráðist í mikla fjárfestingu í nýju vörahúsi og var mikilvægt að auka nýtingu þess til þess að fjárfestingin borgaði sig. Með til- komu verslana 10-11 í viðskipti við Baug- Aðföng jókst velta vörahússins um 18% án þess að viðskiptin hefðu neinn teljandi aukakostnað í fór með sér. Árétta verður að allir stærstu hlut- hafar Baugs voru meðvitaðir um viðskiptin, þ.e.a.s. Gaumur, Kaupþing, FBA og norska fé- lagið Reitan Grappen, en Baugur var ekki enn skráð í Verðbréfaþingi þegar þessi viðskipti áttu sér stað. Til að tryggja að viðskiptin kæmust á var tek- ið lán hjá Baugi-Aðfóngum, að fjárhæð 200.000.000 kr., til að brúa bil þar til aðrir fjár- festar fengjust að verkefninu. Lánið var end- urgreitt skömmu síðar með vöxtum og þannig hafði tekist að tryggja Baugi-Aðföngum áfram- haldandi viðskipti við 10-11. Þannig tókst að nýta betur fjárfestingu í nýju vörahúsi Aðfanga. í janúar 1999 var EFA farið að ókyrrast vegna eignarhlutar síns í Vöraveltunni hf. en staðið hafði til að skrá félagið á hlutabréfamark- að. Gerði EFA tilboð í hlutafé Helgu Gísladótt- ur og Fjárfars í Vöruveltunni miðað við að heildarverðmæti félagsins væri 1614 milljónir króna. Til að halda Vöraveltunni hf. og þ.a.l. verslunum 10-11 áfram í viðskiptum hjá Baugi lagði ég áherslu á að ég fengi ráðrúm til að kanna hvort Baugur gæti keypt félt gið. Þegar Samkeppnisstofnun hafði gefið samþykki sitt fyrir viðskiptunum samþykkti stjórn Baugs að kaupa Vöruveltuna miðað við að heildar- verðmæti félagsins væri 1479 milljónir ki'óna. Vegna mismunarins á kaupverðínu sem Baugur greiddi og því sem EFA var reiðubúið til að greiða greiddi ég sjálfur Helgu Gísladóttur og Eiríki Sigurðssyni þann mismun til þess að þau yrðu jafnsett. Með kaupunum á 10-11 tókstað fryggja góða stöðu Baugs á matvöramarkaði. Nálgun SRS og RLS bendir til að þessi yf- irvöld skilji ekki að í viðskiptum verður oft að hafa hraðar hendur. Sem forstjóri Baugs hlaut ég að hafa umboð til að gæta hagsmuna fyr- irtækisins, annars vegar vegna nýs vörahúss Baugs-Aðfanga og hins vegar vegna stöðu fyr- irtækisins á markaðinum.Það sem kom málinu af stað voru fregnir um að KE A búið að gera til- boð í 10-11. Þama sköpuðust kringumstæður sem fólu í sér tækifæri sem ég nýtti til hagsbóta fyrir Baug. Embættismennimir virðast ekki hafa skilning á ólíkum aðstæðum opinberra stofnana og fyrirtælqa í samkeppnisumhverfi. Eg hef lagt fram gögn sem staðfesta fram- angreinda lýsingu og að ég persónulega ásamt Gaumi hagnaðist ekki á þessum viðskipt- um.Oðra nær. Gaumin- tók á sig veralegan kostnað vegna viðskiptanna eins og sýnt hefur verið fram á með gögnum.Ekki er nokkur leið að halda því fram að þar sé um fjárdrátt að ræða. RLS hefur ekki sinnt tilmælum mínum um að skoða betur þau sjónarmið eða gögn sem ég hef fært fram varðandi þetta mál, en því mið- ur virðist það vera eins og rauður þráður í vinnubrögðum RLS að skoða málið aðeins m.t.t. sektar en ekki sýknu. (ii) Varðandi Litla fasteignafélagið ehf. hefur RLS haft til rannsóknar og beinlínis kynnt mál- ið þannig fyrir vitnum að ég og/eða Gaumur hafi auðgast með ólögmætum hætti á viðskiptum með fasteignir Vöraveltunnar. Þetta er öld- ungis fráleitt. Staðreyndin er sú að fasteignir Vöravelt- unnar hf., sem vora fjórar talsins og fjármagn- aðar með óhagstæðum kaupleigusamningum, vora seldar Litla fasteignafélaginu ehf. í versl- unarrekstri er almennt viðurkennt að hag- kvæmara sé að taka fasteignir út úr versl- unarfélögum og hafa þau þannig sem minnst skuldsett. Vora fasteignimar seldar Litla fast- eignafélaginu á bókfærðu verði. Síðar var fast- eignafélagið Stoðir hf. stofnað og vora umrædd- ar fasteignir þá seldar áfram þangað. Þá var kaupverð miðað við leiguverð í átta og hálft ár sem era alveg sömu kjör og Stoðir buðu í við- skiptum með sambærilegar eignir á sama tíma. RLS hefur haldið því fram að Fasteigna- félagið Stoðir hf. hafi keypt umræddar fast- eignir á of háu verði. Þegar það hefur verið hrakið hafa þeir beint rannsókninni að því að upphaflegt kaupverð á fasteignunum, þ.e.a.s. þegar Litla fasteignafélagið keypti eignimar af Vöraveltunni, hafi verið of lágt! Þess má geta að þessar sömu eignir eru nú metnar í bókum Stoða á 573 milljónir króna. Að auki hafa Stoðir fengið leigutekjur vegna þeirra frá árinu 1999. Stoðir hafa þannig hagnast vel á þessum við- skiptum. e) Ferð RLS til Færeyja í september 2002 fór RLS til Færeyja til að leita að endurriti kreditreiknings sem hafði ver- ið tekjufærður í bókhaldi Baugs í tengslum við fyrirhuguð viðskipti með kaffi gegnum SMS, dótturfélag Baugs í Færeyjum. Var reikning- urinn gefinn út vegna fyrirfram greidds af- sláttar. Ekkert varð af fyrirhuguðum innflucn- ingi, m.a. vegna þess að innlendir heildsalar komust á snoðir um innflutninginn og gátu stöðvað hann hjá hinum erlenda framleiðanda. Var reikningurinn því bakfærður. Ástæða er til að nefna eftirfarandi í tengslum við Færeyjaferð RLS. I fyrsta lagi var því sér- staklega beint til SRS af hálfu RLS að skoða hvort slíkir kreditreikningar væra rétt færðir en SRS sá ekki ástæðu til að aðhafast nokkuð í tengslum við umræddan kaffikreditreikning fremur en framangreindan kreditreikning frá Nordica. I öðra lagi verður að nefna að þegar forsvarsmenn SMS vora yfirheyrðir í Fær- eyjum fór það fram á íslensku og var fram- kvæmt af íslenskum lögreglumönnum og áttu Færeyingamir, sem yfirheyrðir vora, í erf- iðleikum með að skilja spumingar, hvað þá það sem eftir þeim var haft. Er þetta enn eitt dæmið um óvönduð vinnubrögð RLS. Loks var um- ræddur reikningur ekki hluti endanlegs upp- gjörs vegna ársins 2001 og hafði því ekki áhrif á verðmat á félaginu líkt og RLS virðist hafa ver- ið að rannsaka. Kreditreikningur vegna Nor- dica hafði heldur ekld slík áhrif þó að hann hafi verið inni í uppgjörinu. Þar réðu önnur atriði mestu. Einkum og sér í lagi giíðarleg dulin eign fyrirtækisins í Arcadia sem sérstaklega var vakin athygli á í ársreikningnum.Nánar er gerð grein fyrir þessu á bls. 7 i bréfi mínu frá 5. mars 2004. f) Mál í tengslum við Dalsmynni ehf. Eitt afleiddra rannsóknarefna RLS var rann- sókn á því hvort ég hafi komið mér undan samn- ingsskuldbindingum gagnvart Eyjólfi Sveins- syni og Dalsmynni ehf. og þannig auðgast með ólögmætum hætti. Nánar er gerð grein fyrir þessu máli í bréfi mínu frá 5. mars 2004 og vísa ég til þess sem þar kemur fram. Þó vil ég árétta að það mál, líkt og mál Jóns Geralds Sullenbergers, snerist um einkaréttarlegan ágreining og varðaði uppgjör í viðskiptum. Ekki hefur verið ijallað um þetta mál um langt skeið en ég hef heyrt að það hafi verið fellt niður eftir „sáttargjörð“ aðila einkamálsins, sem gerð var í skugga lögreglurannsóknar og neikvæðrar um- fjöllunar í fjölmiðlum af málinu. Stundum er sagt að merkin sýni verkin og athyglisvert er að lögmaður Eyjólfs Sveinssonar í málinu var Jón Steinar Gunnlaugsson. 3. Almennar athugasemdir um rannsókn RLS (a) Um tafír á rannsókn málsins Eins og komið hefur fram hefur rannsókn RLS nú staðið með hléum í nær þrjú ár. Ein- kennandi er að rannsóknin virðist hafa verið unnin í sprettum þar sem send era út bréf og kölluð til vitni en svo leggst hún í dróma þess á milli. Hefur þó jafnan verið látið í veðri vaka af hálfu RLS að stöðugt hafi verið unnið að rann- sókninni allan þennan tíma. Hið rétta er, að auk langra hléa, er meginástæða þessara miklu tafa, sem ekki hafa verið réttlættar, sú staðreynd að RLS hefur sífellt víkkað út rannsókn sína í ákafri leit að nýjum sakarefnum. Því hefur síð- an verið lekið til ákveðinna fjölmiðla að um sé að ræða „langstærstu auðgunarbrotarannsóknina sem íslensk yfirvöld hafa staðið að“. Vinnubrögð lögreglu í samstarfi við Deloitte eru lýsandi fyrir rannsóknina í heild. Fyrst ber þar að nefna nýjasta dæmið: I skýrslu Deloitte, dags. 1. júní 2005, sem veijandi minn fékk af- henta nýlega, kemur fram að RLS fór fram á það við endurskoðunarskrifstofuna með bréfi, dags. 1. september 2004, að skoðameðferð reikninganna frá Nordica sem greint er frá hér að framan. RLS hafði þegar aflað þessara gagna, annars vegar frá Jóni Gerald og hins vegar félaginu í húsleitinni 28. ágúst 2002, eða tveimur áram áður en RLS fer fram á einfalda athugun á reikningunum. Þá hefur Deloitte haft til rannsóknar tiltekin atriði í viðskiptareikningum mínum og Fjárfest- ingarfélagsins Gaums sem getið er hér að fram- an. Með bréfum, dagsettum 12. nóvember 2002, fól RLS Deloitte að kanna bókhaldsfærslur á viðskiptareikningi mínum og Fjáifestingar- félagsins Gaums.Vora þeim sem málið varðaði veittir skammir frestir í júlí 2004, á miðjum sumarleyfistíma, til að gera athugasemdir og andmæla skýrslu Deloitte sem hafði þá verið í vinnslu í 18 mánuði. Nú hafa endanlegar skýrslur loks borist, nálægt þremur áram eftir að þeirra var óskað. Á þeim tíma, sem rannsóknin hefur staðið yf- ir, hef ég mætt í tugi yfirheyrslna hjá RLS. Þar sem ég dvel langdvölum erlendis við störf mín hefur verið leitast við að hafa yfirheyrslur þegar ég er staddur hér á landi. Hcfur verið nokkuð gott samstarf milli mín og starfsmanna efna- hagsbrotadeildar um þetta fyrirkomulag. Ný- verið hefur þó orðið breyting þar á og mér hót- að handtöku kæmi ég ekki í yfirheyrslur á þeim tímum sem RLS ákveður einhliða. Tafir á rann- sókn málsins era ekki af mínum völdum. RLS hafði tækifæri til að spyrja um öll þau atriði sem eru nú til umfjöllunar þegar á fyrstu mánuðum rannsóknarinnar. EkM er hægt að ætlast til að sakbomingar þurfi að sæta því að sitja í eins konai- opnu stofufangelsi um óákveðinn tíma meðan RLS ákveður hvað skuli rannsaka næst. Þá verður að gera athugasemd við að ítrekað hefur RLS haft rangt eftir sakbomingum þegar vitni hafa verið spurð. Oft hafa rannsóknar- menn verið staðnir að því að hagræða texta, sem hafðir hafa verið eftir vitnum og sakborn- ingum, með það leiðarljósi að villa um fyrir þeim sem verið var að yfirheyra. Lét ég bóka at- hugasemd í yfirhejrslu í júní sl. þar sem ég stóð starfsmann RLS að því að klippa til texta í framburði Stefáns Hilmarssonar með því að birta einungis fyrrihluta svars hans við ákveð- inni spumingu. (b) Um leka til fjölmiðla Fréttir af rannsókn RLS hafa verið áberandi. Svo virðist sem einhver eða einhverjir innan embættis ríkislögreglustjórans sjái sér hag í því að leka markvisst fréttum af rannsókn málsins. Nú síðast, þegar ég mætti til yfirheyrslu hjá RLS að morgni fóstudagsins 24. júní, biðu þar fréttamenn og Ijósmjmdarar sem höfðu af því fregnir að til stæði að jrfirheyra mig. Annað nýtt dæmi um leka frá embætti RLS birtist í fréttum af yfirheyrslum yfir Jóni Gerald Sullenberger og Tryggva Jónssyni20. og 21. júní sl. Eg hef fyrir því áreiðanlegar heimildir frá fréttastofu RÚV að upplýsingar um yfirheyrslurnar hefðu verið til umfjöllunar á fundi fréttamanna kl. 9 að morgni mánudagsins 20. júní. Á sama fundi hafi ennfremur verið rætt um að Jóhannes Jónsson hefði greint RLS frá því að hann hygðist ekki mæta til yfirheyrslu sem hann hefði verið boð- aður til. Þetta vissu í raun ekki aðrir en hann sjálfur, ég og starfsmenn RLS. Þá veit ég að fjölmiðlar fengu tilkynningu um það miðvikudaginn 28. ágúst 2002 að fyrirhugað væri að ráðast í húsleit hjá Baugi þann dag, enda vora þangað mættir fulltrúar allra helstu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.