Morgunblaðið - 02.07.2005, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 02.07.2005, Blaðsíða 29
28 LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 2005 29 STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Arvakur hf., Reykjavík. Framkvœmdastjóri: Hallgrímur B. Geirsson. Ritstjóri: Styrmir Gunnarsson. Fréttaritstjóri: Aðstoðarritstjórar: Björn Vignir Sigurpálsson. Karl Blöndal, Olafur Þ. Stephensen. RANNSÓKNIN Á BAUGI GROUP Lögreglurannsókn sem tekur sífellt á sig nýjar myndir með nýjum sakarefnum KAFLASKIPTI í BAUGSRAN NSÓKN Kaflaskipti urðu í gær í rannsókn efnahagsbrotadeildar ríkislög- reglustjóra á viðskiptum stjórn- enda Baugs, þegar ákærur voru gefnar út á hendur 6 einstaklingum, sem ýmist eru eða voru í forsvari fyrir félagið eða gegndu trúnaðarstörfum fyrir það. Rannsóknin hefur staðið yfir í tæp þrjú ár. Það hlýtur að vera ákveðinn léttir fyrir alla aðila málsins, að niðurstöður liggja fyrir, ekki sízt fyrir þá sem ákærð- ir eru, sem í langan tíma hafa beðið í óvissu um hvað framundan væri. Þótt ákærurnar hafi verið birtar sex einstaklingum hafa þær ekki verið birtar opinberlega og ekki ljóst hvort það verð- ur í bráð. Þess vegna hefur almenningur á þessu stigi málsins engan aðgang að upplýsingum um efni ákærunnar og ekk- ert er vitað hversu þungar og alvarlegar þær kunna að vera. Af fréttatilkynningu ríkislögreglu- stjóra í gær má hins vegar ráða að þær séu víðtækar, þar sem ákæran er í 40 lið- um og fjallar um ætluð brot gegn auðg- unarbrotakafla almennra hegningar- laga, lögum um bókhald, lögum um ársreikninga, lögum um hlutafélög og tollalögum. Þær starfsaðferðir hins opinbera að kynna efni ákærunnar ekki opinberlega nú þegar eru mikið álitamál. Rannsóknin á málefnum Baugs hefur haft víðtæk áhrif út í þjóðfélagið, bæði í viðskiptum og í stjórnmálum. Þess vegna hefði mátt ætla að almannahagsmunir krefðust þess, að ákærurnar yrðu birtar strax í kjölfar þess að þær væru birtar sakborn- ingum. Sjónarmið réttarkerfisins er það að ekki megi birta ákærurnar opinber- lega fyrr en víst sé að þær hafi verið birt- ar öllum sakborningum. Það er réttmæt afstaða. Hins vegar eru aðrar röksemdir léttvægari. I gær sendu forráðamenn Baugs fjöl- miðlum ákveðin gögn, sem varpa nokkru ljósi á málið. Þar var í fyrsta lagi um að ræða álitsgerð Jónatans Þórmundssonar um helztu sakarefni og í öðru lagi bréf, sem Jón Ásgeir Jóhannesson hafði sent til embættis ríkislögreglustjóra í marz 2004 og í fyrradag, þar sem hann svarar efnislega ásökunum í sinn garð. Þessi gögn eru birt í heild í Morgunblaðinu í dag, þannig að lesendur Morgunblaðsins geta kynnt sér helztu andmæli forráða- manna Baugs en því miður getur Morg- unblaðið ekki kynnt sömu lesendum efni ákærunnar. Þær fást ekki afhentar hjá ríkislögreglustjóra og óskir blaðsins til hinna ákærðu um að fá ákærurnar til birtingar hafa ekki borið árangur. Á meðan svo er er ómögulegt að átta sig á málavöxtum eða öðlast nokkra yf- irsýn yfir málið. Það er í sjálfu sér at- hyglisvert, að svo þekktur lögfræðingur sem Jónatan Þórmundsson er skuli yf- irleitt treysta sér til að lýsa skoðunum sínum á efnisatriðum sakarefna, þar sem hann hefur tæpast getað haft ákærurnar undir höndum, þar sem þær voru birtar í gærmorgun og spurning, hvort hann hefur haft aðgang að öllum gögnum málsins. Hér er uppi nákvæmlega sama staða og í janúar sl., þegar Baugur sendi frá sér upplýsingar um rannsókn skattrann- sóknarstjóra á málefnum félagsins án þess að þar kæmi fram, hvert umfang málsins væri. Þær upplýsingar var ekki hægt að fá hjá skattrannsóknarstjóra og til þessa dags veit enginn hvaða fjárhæð- ir skattrannsóknarstjóri taldi að hefðu átt að koma fram til skatts. Það hlýtur að vera umhugsunarefni fyrir alþingismenn, hvort ekki sé tíma- bært að setja löggjöf, sem tryggi eðli- lega upplýsingagjöf til almennings, þeg- ar um stór mál er að ræða. I allri umfjöllun um rannsóknina á Baugi, sem og öðrum fyrirtækjum sem hafa verið til rannsóknar og eru til rann- sóknar, ber að hafa í huga að allir eru saklausir þar til þeir eru fundnir sekir. Á þessari stundu hefur enginn verið fund- inn sekur í Baugsmálinu. Hins vegar má gera ráð fyrir, að þegar málið verður tekið fyrir hjá dómstól muni víðtækar upplýsingar koma fram um alla þessa rannsókn. Upphaf þessa máls má rekja til kæru Jóns Geralds Sullenberger. I Kastljósi sjónvarpsins í gærkvöldi kom Jón Ger- ald fram og svaraði spurningum umsjón- armanns um upphaf málsins. Hann hefur lítið tjáð sig um það fram að þessu og því ekki við öðru að búast en ummæli hans vektu töluverða athygli. Ekki sízt sú áherzla, sem hann lagði á, að hann sjálf- ur, sem hefði ekki verið búsettur á Is- landi í tvo áratugi, og þekkti hér lítið til manna og málefna, hefði ekki haft póli- tísk sjónarmið í huga, þegar hann leitaði lögfræðiaðstoðar vegna viðskiptadeilna við Baug og athugasemdir hans við þá, sem hefðu haft uppi slíkan málflutning í hans garð. Annars vekur þunginn í athugasemd- um Jónatans Þórmundssonar í garð Jóns Geralds athygli. Jónatan segir í álits- gerð sinni: „Var raunar þannig til máls- ins stofnað í upphafi með atbeina eins einstaklings, sem knúinn var áfram af hefndarhug eða öðrum álíka hvöt- um... allt byggt á heiftúðugri og ótrú- verðugri kæru eins einstaklings, sem bersýnilega bar keim af hefndaraðgerð." Þetta eru stór orð af hálfu lögfræð- ings, sem vill láta taka mark á sér. Byggjast þessi ummæli á einhverri rannsókn á því hvers vegna Jón Gerald lagði fram hina upphaflegu kæru? Eða eru þetta bara órökstuddar staðhæfing- ar, sem þá draga úr trúverðugleika álits- gerðarinnar? I bréfi sínu til ríkislögreglustjóra í fyrradag gerir Jón Ásgeir Jóhannesson hinn langa tíma, sem rannsóknin hefur tekið, að umtalsefni. Hann er ekki einn um það. En úr því að hann gerir það má búast við að ríkislögreglustjóri muni á einhverju stigi málsins gera grein fyrir því hvað valdi og hvað hafi valdið mest- um töfum. Það er skiljanlegt að Jón Ásgeir geri leka til fjölmiðla að umtalsefni í bréfi sínu. I raun er óþolandi fyrir alla aðila að meðan alvarleg rannsókn stendur yfir gegn fyrirtækjum eða einstaklingum skuli upplýsingum, sem oftast snúast um mjög takmörkuð efnisatriði, lekið í fjöl- miðla. Það er hins vegar misskilningur að beina alltaf athyglinni að viðkomandi stofnun. I tilviki sem þessu er það svo að þær upplýsingar sem á annað borð hafa borizt út hafa gjarnan gert það fyrir til- verknað einhverra þeirra sem hafa verið yfirheyrðir og því stærri sem sá hópur verður, þeim mun meiri líkur eru á slík- um lekum. Morgunblaðið hefur haft þá afstöðu í þessu máli og öðrum slíkum að birta ekki fréttir byggðar á upplýsingum af þessu tagi. Oftar en ekki er verið að nota þann fjölmiðil, sem um er að ræða hverju sinni. Á meðan ákærur hafa ekki verið birtar opinberlega er ekki hægt að ræða efni þessa máls og á meðan svo er hlýtur fólk að hafa alla fyrirvara á mati hvers og eins á því, sem um er að ræða. HÉR fer á eftir lögfræðileg átlitsgerð sem Jónatan Þórmundsson, prófessor vann í tilefni lögreglu- rannsóknar gegn stjórnendum Baugs Group hf. 1. Aðdragandi málsins Hinn 28. ágúst 2002 gerði efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra húsleit í húsnæði Baugs Group hf. vegna ásakana tiltekins einstaklings í garð þá- verandi stjómenda félagsins, Jóns Ásgeirs Jóhann- essonar stjórnarformanns og Tryggva Jónssonar forstjóra. Efni þessara ásakana voru ætluð refsi- verð brot stjómendanna gegn félaginu, Baugi Group hf. Var leitin gerð á gmndvelli úrskurðar Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp fyrr þann sama dag sem leitin fór fram. Hin úr- skurðaða leitarheimild efnahagsbrotadeildar náði bæði til leitar og haldlagningar á munum og gögn- um í húsnæði og læstum hirslum Baugs Group hf. í úrskurði héraðsdómara fólst einnig handtökuheim- ild gagnvart umræddum stjórnendum. I hinum upphaflegu gögnum kemur fram, að rannsókn efnahagsbrotadeildar beinist einnig að þriðja manninum, Jóhannesi Jónssyni stjórnarmanni í Baugi Group hf., en engin krafa er þó gerð á hend- ur honum, svo að séð verði. Hin ætluðu afbrot, sem lágu til grundvallar úr- skurðinum, lutu einkum að íjárdrætti í tveimur lið- um samkvæmt 247. gr. almennra hegningarlaga (hér eftir skammst. hgl.) með því að sakborningar hefðu dregið sér fé frá félaginu, að fjárhæð rúm- lega 1 miljón bandaríkjadala (um eða yfir 90 milj- ónir króna að þávirði). Félagið Baugui' Group hf. beiddist í kjölfarið úr- lausnar Héraðsdóms Reykjavíkur um lögmæti að- gerða lögreglu svo og um lögmæti haldlagningar gagna og muna, sem lagt var hald á við leitina 28. ágúst. Beiðni þessari var hafiiað með úrskurði Hér- aðsdóms 11. september 2002. Málinu var skotið til Hæstaréttar sama dag með kæru. Með dómi Hæstaréttar 24. september 2002 var kröfu vam- araðila, Baugs Group hf., vísað frá héraðsdómi og hinn kærði úrskurður staðfestur að öðru leyti. Frá- vísun ki'öfunnar byggðist fyrst og fremst á því, að athöfn sú, sem heimiluð var með úrskurði héraðs- dómara, hafði þegar farið fram, sbr. 3. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991. Hins vegar er skýrt tekið íram í dóminum, að þótt kæruheimild sé niður fallin, þá megi allt að einu fá leyst úr atriðum varðandi lög- mæti heimildar til rannsóknaraðgerðar eða aðferð- ir við framkvæmd hennar annaðhvort í opinberu máli, sem kann að verða höfðað um sakarefnið, eða með því að höfða einkamál til heimtu skaðabóta á grundvelli XXI. kafla laga nr. 19/1991. Þess ber að geta, að sérstaklega er vikið að vamaraðila máls þessa, lögaðilanum Baugi Group hf., með svofelld- um hætti: „Þótt varnaraðili sé ekki hafður fyrir sökum við þá lögreglurannsókn, sem málið varðar, og því ekki viðbúið að opinbert mál verði höfðað gegn honum, verður framangreindum reglum allt að einu beitt um hann, enda stendur honum opin leið til að krefjast í einkamáli eftir almennum reglum skaðabóta vegna aðgerða sóknaraðila, sem fyrr er getið, ef hann telur efni standa til þess,“ sjá dóm Hæstaréttar 24. september 2002 (nr. 425/ 2002). í ályktun aðalfundar Baugs Group hf. 11. mars sl. er rakið, hvernig eigendur og starfsmenn félags- ins hafa frá byrjun sýnt lögreglu fullan samstarfs- vilja og afhent allar umbeðnar upplýsingar og gögn. Þar á meðal er ítarleg greinargerð Jóns Ás- geirs Jóhannessonar núverandi forstjóra, dagsett 5. mars 2004, greinargerð Hreins Loftssonar hrl. og stjórnarformanns Baugs Group hf., dagsett 28. maí 2004, og skýrsla KPMG Endurskoðunar hf., dagsett 21. september 2004. Lögi'eglurannsókn efnahagsbrotadeildar rík- islögreglustjóra hefur nú staðið stanslaust, eftir því sem látið er í veðri vaka, allt frá 28. ágúst 2002, eða í 2 ár og 9 mánuði án þess að sakborningum hafi verið gerð formleg grein fyrir gangi málsins og hugsanlegum rannsóknarlokum. Þótt mai'gt sé óljóst um umfang og eðli þessarar lögreglurann- sóknai', gagnsemi hennar og líklegan árangur, má þó fullyrða að hún tekur sífellt á sig nýjar myndir með nýjum sakarefnum, jafnóðum og eldri sak- arefni eru skýrð eða hrakin af hálfu Baugs Group hf., stjórnenda félagsins, lögfræðinga og endur- skoðenda. 2. Efnistök Lögmannsstofa Hreins Loftssonar hrl. o.fl., Höfðabakka 9, hefur falið undinituðum að semja álitsgerð um ýmis lögfræðileg álitaefiii, m.a. refsi- réttarleg og réttarfarsleg, sem ofangreind lög- reglurannsókn gefur tileftii til að staldra við. Það gefur auga leið, að við athugun á rannsóknarferli þessa máls er við margs konar hindranir að glíma, einkum þá leynd, sem hvílir yfir allri rannsókninni af hálfu ríkislögreglustjóra. Úr þeirri átt er því ekki við margt að styðjast, nema helst kröfugerð- ina í fyrrgreindu dómsmáli, svo og bréf Jóns H. Snorrasonar saksóknara, dagsett 19. maí 2004, og ýmsar beiðnir um gögn og upplýsingar frá Baugi Group hf. Þar á meðal er íyrirspumabréf embætt- isins til Stefáns Hilmarssonar, löggilts endurskoð- anda Baugs Group hf., dags. 15. júlí 2004. Þá ber loks að nefna bréf ríkislögreglustjóra 31. maí 2005 ásamt greinargerð tveggja löggiltra endurskoð- enda. I hinni efnislegu umfjöllun minni verður í fyrsta lagi reynt að leggja á það mat, hvað hæft sé í ásök- unum lögreglu um ætluð auðgunarbrot, eins og þeim er lýst í kröfubréfi ríkislögreglustjóra til Hér- aðsdóms Reykjavíkur 28. ágúst 2002 og í bréfum hans til Baugs Group hf. 19. maí 2004 og til stjórn- arformanns félagsins 31. maí 2005. Athyglinni verður beint að einstökum ráðstöfunum sakbom- inga, hvers eðlis þær voru, gegn hverjum þær beindust eða hvern þær vörðuðu, hvort einhver hafi orðið fyrir tjóni eða veruleg hætta hafi verið á tjóni og loks hvaða ályktanir megi af þeim draga um huglæga afstöðu sakborninga. Vikið verður að lík- legri niðurstöðu um refsiábyrgð. I annan stað verður upphaf rannsóknarinnar gegn stjómendum Baugs Group hf. gert að um- ræðuefni, gangur hennar hingað til og í því sam- bandi, hvort eða að hvaða leyti meðferð rannsókn- arvalds af hálfu lögregluyfirvalda samrýmist reglum íslenskra réttarfarslaga og mannréttinda- sáttmála Evrópu um réttláta og hraða máls- meðferð. í þriðja lagi verða settar fram hugleiðingar um hugsanleg réttarúrræði og réttarkröfur miðað við stöðu mála nú. í því sambandi þarf m.a. að kanna leiðir til að flýta málalokum, fá úrlausn um lögmæti rannsóknaraðgerða í upphafi og láta reyna á skaða- bótaskyldu ríkisins bæði vegna þeirra svo og ann- marka á eftirfarandi rannsóknarferli efnahags- brotadeildar í máli þessu. 3. Sakarefni og refsiskilyrði 3.1. Upphaflögreglurannsóknar. I kröfubréfi ríkislögreglustjóra til Héraðsdóms Reykjavíkur 28. ágúst 2002 var sett fram krafa um húsleit og hand- töku þáverandi stjómarformanns og þáverandi for- stjóra Baugs Group hf. Var þeim gefið að sök að hafa framið refsiverð brot gegn 247. gr. og 249. gr. hgl., enn fremur 36. gr., sbr. 37. gr. bókhaldslaga nr. 145/1994, og 107. gr. þágildandi laga um tekju- skatt og eignarskatt nr. 75/1981. í umsögn þeirri, sem hér fylgir, er einungis fjallað um ætluð auðg- unarbrotumræddra stjórnenda Baugs Group hf., enda afar óljóst á þessari stundu, hvort aðrir starfsmenn eða stjómendur félagsins verða sóttir til saka, ef til málssóknar kemur. 3.2. Umfang rannsóknar og sakaraðilar. Rann- sókn efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra beindist í upphafi einungis að tveimur sakareftium og á hendur tveimur einstaklingum, þ.e. þáverandi stjómarformanni og þáverandi forstjóra Baugs Group hf., þeim Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Tryggva Jónssyni. í dómi Hæstaréttar 24. sept- ember 2002 er þess raunar getið, að rannsóknin beinist að þriðja manninum, þ.e. stjórnarmann- inum Jóhannesi Jónssyni. Þessa sér þó ekki stað í úrskurði Héraðsdóms í því máli. En í húsleit- arúrskurði héraðsdómara 28. ágúst 2002 kemur þó fram, að rannsókn ætlaðra auðgunarbrota beinist einnig gegn Jóhannesi Jónssyni stjórnarmanni. Á fyrstu stigum rannsóknar var henni einnig beint að Kristínu Jóhannesdóttur stjómarmanni og hún yf- irheyrð sem sakbomingur. Nokkrir starfsmenn Baugs Group hf. í milli- stjómendastöðum munu hafa fengið stöðu sak- borninga vegna ætlaðra óheimilla lánveitinga (til bifreiðakaupa) og sömuleiðis löggiltur endurskoð- andi félagsins. Slík óvissa er um meintar ávirðingar þessara einstaklinga að mati efnahagsbrotadeildar, að ég tel ekki tímabært að fjalla um þær að sinni. Rannsókn ríkislögreglustjóra hefur ekki, að því er séð verður, beinst gegn lögaðilanum Baugi Group hf., enda munu rannsóknarmenn eínahags- brotadeildar lengstum hafa litið á félagið sem brotaþola eða fómarlamb refsiverðs atferlis af hálfu stjórnendaþess, sbr. yfirlýsingu saksóknara efnahagsbrotadeildar i-fldslögreglustjóra þess efn- is, dags: 2. september 2002. Bréf ríkislög- reglustjóra 25. júní 2004 til Baugs Group hf. varð- andi ósk embættisins um afhendingu tiltekinna fylgiskjala úr bókhaldi félagsins bendir raunar til þess, að rannsókninni hafi nú verið beint gegn fé- laginu sem lögaðila. En samkvæmt munnlegum upplýsingum, sem Gunnar Þór Þórarinsson hdl. aflaði sér frá embætti rfldslögreglustjóra, beinist rannsóknin einungis gegn stjémendum fálagsins, eíns og verið hefur, en eldd sreer. félaginu sem lög- aðila, sbr. bréf Gunnars Þórs til ríkislögreglustjóra, dags. 7. júlí 2004. Morgunblaðið/Ásdís Jonatan Þormundsson 3.3. Einkenni auðgunarbrota. Fram er komið, að kæruefni efnahagsbrotadeildar lúta að ætluðum auðgunarbrotum stjórnenda Baugs Group hf., með sérstakri tilvísun til 247. gr. um íjárdrátt og 249. gr. um umboðssvik. Þessi ákvæði er að finna í XXVI. kafla hgl. um auðgunarbrot ásamt ákvæðum um ýmis önnur brot (svo sem þjófnað, fjárkúgun rán og hylmingu). Auðgunarbrot hafa ýmis sameiginleg einkenni, m.a. að þau þurfa öll að styðjast við auðg- unarásetning, sem mælt er fyrir um í 243. gr. lag- anna. Auðgunarásetningur felur í sér bæði hlut- ræna efnisþætti auðgunar og tiltekna huglæga afstöðu hins brotlega til auðgunar, þar sem ásetn- ingur er alltaf áskilinn. Auk þess þarf að vera al- mennur ásetningur til hinna ýmsu efnisatriða í verknaðarlýsingum brotanna, t.d. í ákvæðunum um fjárdrátt og umboðssvik. Hinir hlutrænu efn- isþættir auðgunar eru þrír: Eftiisleg skerðing (eink- um fjárhagslegt tjón), röskun á fjárskiptagrundvell- inum (áskilnaður um ijárhagslegt verðmæti) og loks ólögmæt fjármunayfirfærsla frá einum aðila til ann- ars (röskun á eignaskiptingu milli aðila). Það athug- ist þó, að við brot eins og fjárdrátt og umboðssvik, getui' það nægt til refsiábyrgðar, að ásetningur standi til þess að valda verulegii fjártjónshættu, þótt hún hafi ekki í raun leitt til fjártjóns. Nánar um þetta efni má vísa í ritgerð mína: Auðgunarásetn- ingur. Líndæla. Sigurður Líndal sjötugur 2. júlí 2001. Hið íslenska bókmenntafélag. Rvík2001, bls. 339-356. Fjárdráttur og umboðssvik eni náskyld auðg- unarbrot og skarast að nokkru. Fjárdráttur er sýnu alvarlegra brot en umboðssvik (refsimörk fjár- dráttar eru 30 daga til 6 ára fangelsi, en umboðss- vika 30 daga til 2 ára fangelsi og allt að 6 ára fang- elsi, ef sakir eru miklar). Efnislega er talsverður munur á þeim. Fjárdráttur felur í sér tvenns konar verknað: a) ólögmæta tileinkun á sérgreindum fjár- verðmætum annarra en í vörslum hins brotlega eða b) heimildarlausa notkun á fé (peningum) annarra (einstaklinga eða lögaðila), sem hinn brotlegi hefur aðgang að, t.d. ef hann eyðir fé skjólstæðings síns til persónulegra þarfa. Á sama veg fer, ef ráðstöfun fyrirsvarsmanns lögaðila fellur bersýnilega utan starfssviðs hans, svo sem ráðstöfun íjár úr sjóði fyr- irtækis til eigin þarfa eða annarra, sem eru lögaðil- anum öldungis óviðkomandi. Hins vegar mundi ráð- stöfun hins brotlega, sem á ytra borði gæti fallið undir verksvið hans, en felur samt í sér misnotkun á því „umboði“, fremur verða talin umboðssvik í skiln- ingi laga. Sem dæmi um umboðssvik má nefna, að forstöðumaður þjónustudeildar banka eða útibús- stjóri samþykkir að veita lánsfé í áhættusöm verk- efni án nægra trygginga. Sjá nánar yfirlit um þessi efni eftir undirritaðan: Fjárdráttur og umboðssvik (fjölrit 2000), 8 bls. Ljósrit eru í vörslum Lögmanns- stofunnar á Höfðabakka. 3.4. Fyrstu sakargiftir og ótraustur grundvöllur þeirra. I upphafi gengu sakargiftir lögreglu út á það, að stjórnendur Baugs Group hf. hefðu með til- Mnum og eftiislega röngum reikningum látið Baug hf. (þáverandi heiti) greiða verulegar fjárhæðir til kaupa og rekstrar á tilteknum skemmtibáti í Bandankjunum, sem þeir voru taldir eiga persónu- lega í félagi rtð fjTrum viðskiptafélaga sinn og kær- anda málsins, að ijárhæð alls 491.691,43 banda- ríkjadalir. Ef rétt hefði reynst og ráðstöfunin hefði verið vegna slíkra persónulegra útgjalda stjórn- endanna sjálfra og þar með óviðkomandi rekstri fé- lagsins, hefði sú háttsemi, að öðrum skilyrðum upp- fylltum, getað fallið undir 247. gr. hgl. I öðru lagi lutu sakargiftir að því, að gefinn hefði verið út að undirlagi stjórnenda Baugs hf. tilhæfulaus reikn- ingur í nafni Nordica Inc. á Baug, sem síðan hefði verið gjaldfærður hjá félaginu án þess að nokkur þjónusta eða verðmæti hefðu komið á móti, að fjár- hæð alls 589.890 bandaríkjadalir. Ljóst verður nú að teljast, m.a. af skýringum sakborninga sjálfra og lögfræðinga þeirra, að grundvöllur þessara ásakana er löngu brostinn. Var raunar þannig til málsins stofnað í upphafi, með atbeina eins einstaklings sem knúinn var áfram af hefndarhug eða öðnnn álíka hvötum, að það hefði átt að leiða til fyllstu varkárni af hálfu lögreglu við fyrstu aðgerðir, sbr. þá meginreglu, sem felst í 31. gr. laga nr. 19/1991, að þeir sem fara með ákæruvald og annast rannsókn mála skuli vinna að því, að hið sanna ogrétta komi í ljós og gæta jafnt að þeim atriðum, sem horfa til sýknu og sektar. Kom raunar strax á daginn, að síðara kæruefnið vai' úr lausu lofti gripið. Meint gjaldfærsla að fjár- hæð 589.890 dalir reyndist vera tekjufærsla hjá Baugi hf. Við það var kæruefninu snúið á haus og stjórnendur félagsins sakaðir um að hafa ætlað að nota tilbúinn og rangan „kreditreikning", sem eng- in viðskipti hafi búið að baki, væntanlega í því skyni að bæta stöðu félagsins út á við í reikningum ársins 2001. Augljóst er, að slík háttsemi, ef rétt hefði reynst, væri ekki til Joess ætluð né til þess fallin að baka félaginu tjón. Ásakanir af þessu tagi virðast hafa komið fram í þessu máli, þótt ekki séu þær fyrirferðarmiklar í kröfugerð eða formlegum gögn- um frá rannsóknaraðilum. Ásakanirnar eru fráleit- ar og ekkert í gögnum málsins bendir til þess, hvorki fyrr né síðar, að rannsóknarar hafi haft til- efhi til þess að taka mark á þeim. Þar við bætast traustvekjandi skýringar núverandi forstjóra Baugs Group hf. þess efnis, að umræddur reikn- ingur væri staðfesting á skuld fyrirtækisins Nord- ica Inc. við Baug vegna undanfarandi viðskipta þeirra á milli, sjá bréf forstjórans til efnahags- brotadefldar ríkislögreglustjóra, dags. 5. mars 2004. Niðurstaða mín um báða liði þessara sakargifta er því sú, að sakfellingargrundvöllur sé nánast óhugsandi, ef til málshöfðunar kæmi út af þessum viðskiptum. Til þess standa sakarefnin á of veikum grunni og sönnun óhugsandi gegn rökstuddum skýringum og skjalfestum gögnum sakbominga. Þar að auki vom (og era) hagsmunir hinna kærðu stjórnenda og félagsins svo samofnir, að það verður að teljast afar langsótt refsiréttarlega séð að stilla þessum aðilum upp sem gerendum og brotaþolum. Hvorki hluthafar, lánardrottnar né aðrir við- skiptamenn hafa, svo að vitað sé, kvartað jfir með- ferð fjármuna, ráðstöfunum stjómenda né yfirleitt upplifað fyrirtækið Baug Group hf. sem fórnar- lamb í einhverjum fjárhagslegum hráskinnaleik. Eina undantekningin, sem hér sannar regluna, era staðhæfingar fyrram viðskiptafélaga og kæranda málsins. 3.5. Sakarefni tengd viðskiptum Baugs Group hf. ogKaupþings Luxembourg. I bréfi rfldslög- reglustjóra til Baugs Group hf. og Hreins Lofts- sonar, núverandi stjórnarformanns, dags. 19. maí 2004, era tiltekin 4 sakarefni, sem sögð era meðal þeirra atvika, sem séu til opinberrar rannsóknar vegna ætlaðra auðgunarbrota stjómenda Baugs Group hf. Tvö þeirra varða viðskipti Baugs Group hf. við Kaupþing Luxembourg og era fyrrverandi stjórnendur félagsins þar sakaðir um fjárdrátt á rúmum 90 miljónum króna í heild. Gerð er grein fyrir þessum viðskiptum í bréfi Hreins Loftssonar stjórnarformanns til ríkislögreglustjóra, dagsettu 28. maí 2004. 3.6. Sakarefni tepgt bankaábyrgð. I yfirheyrslu lögreglu yfir Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, núverandi forstjóra Baugs Group hf., sem fram fór 12. apríl 2003, mun hafa komið fram það kæraefni gegn hon- um, að hann hafi í naftii Bónus sf. (síðar Baugs hf.) tekið ábyrgð á bankaláni vegna skemmtibátsins Icelandic Viking árið 1996, að fjárhæð 135.000 bandaríkjadalir, og að lánið hafi síðan verið gjald- fellt á félagið og dregið á ábyrgðina. Virðist þetta tilvik hafa verið rannsakað sem hugsanleg um- boðssvik af hálfu kærða. Jafnvel þótt svo hefði ver- ið í pottinn búið sem hér segir, er ekki gefið að um umboðssvik væri að ræða skv. 249. gr. hgl. Sýna þyrfti fram á, að ekki hefði verið eðlilegur við- skiptatilgangur að baki bankaábyrgð þessari og að ásetningur kærða hefði tekið til þess að valda fjár- hagstjóni eða veralegri hættu á slíku tjóni. Minnt er á sönnunarbyrði ákæravaldsins samkvæmt 45. gr. laga nr. 19/1991, en ekki er örgrannt um, að sú regla hafi orðið rannsóknuram að nokkru fótakefli í þessu máli öllu. Ofan á þetta bætist að sjálfsögðu, að kærði hefur eindregið mótmælt sakarefninu og alfarið neitað þessari ásökun. Hann hélt því fram strax við yfir- heyi'slu 12. aprfl, að umrædd ábyrgð hefði verið vegna vöraviðskipta og benti í því sambandi á texta varðandi skilyrði ábyrgðarinnar, þar sem sagði, að hún væri vegna vöraviðskipta Bónus og Nordica Inc. Til frekari styrktar framburði kærða er síðan samantekt Gunnars Þórs Þórarinssonar hdl. í minnisblaði hans dags. 19. maí 2003, þar sem hann sýnir fram á með samanburði (í dæmaskyni) á gögnum frá lögreglu og gögnum frá banka Nordica Inc. í Bandaríkjunum, að umrædd ábyrgð á banka- láni hafi verið notuð vegna eðlilegra vöraviðskipta milli aðilanna. Niðurstaða mín um þennan lið er því sú, að fráleitt sé nokkur sönnun fyrir hendi um refsigrandvöll í þessu sakarefni. 3.7. Sakarefni tengt kafGviðskiptum íFæreyjum. Sakarefhi þetta er afar óljóst, en virðist snúast um tekjufærslu kærðu hjá Baugi hf. á 40 miljónum króna í tengslum við fyiirhuguð kaffiviðskipti í gegnum SMS, dótturfélag Baugs í Færeyjum. Af hreinum viðskipta- og samkeppnisástæðum var hætt við þessi viðskipti vegna breyttra viðbragða á heimamarkaði. Granur rannsóknara beindist að þessari tekjufærslu hjá Baugi hf. vegna fyrirfram- greiðslu tekna á móti væntanlegum gjöldum vegna kaffiinnflutningsins. Var samningurinn því tekju- færður í einu lagi 30. júní 2001 fyrir hálfsárs- uppgjörið það ár. Þegar hætt var við innflutning- inn, var ákvörðun tekin um bakfærslu teknanna fyrir heildaruppgjör ársins 2001. Ekki gat þessi ráðstöfun því verið brot gegn Baugi hf. Hafi hug- mynd rannsóknara verið sú, að verið væri að fegra afkomu Baugs hf. gagnvart hluthöfum og mark- aðnum í hefld, var sú grunsemd sýnilega á mis- skilningi byggð. Tekjufærslan var gerð í góðri trú á eðlilegum viðskiptalegum forsendum, en var líka bakfærð strax og tækifæri gafst. Fleira þyrfti í sjálfu sér ekki að segja um þetta atriði, en því má bæta við, að Jón Ásgeir Jóhannesson forstjóri get- ur þess, að í almennu varúðarskyni hafi átt sér stað niðurfærsla eigna upp á 35 miljónir króna hinn 30. júní 2001, auk þess sem Baugur hf. lagði til hliðar á hverju ári tugi miljóna króna til þess að mæta óvissum útsölutímabilum, einnig af varfæmissjón- armiðum. Þessar varúðaraðgerðir skipta einnig máli sem röksemd gegn órökstuddum gransemd- um rannsóknara varðandi kreditreikninginn marg- umtalaða, sem gerð er grein fyrir hér fyrr í lið 3.4., sjá nánar bréf Jóns Ásgeirs Jóhannessonar til efnahagsbrotadeildar 5. mars 2004. 3.8. Sakarefni tengt greiðslu til A-Holding S.A. í bréfi ríkislögreglustjóra til Baugs Group hf. og Hreins Loftssonar stjómarformanns, dagsettu 19. maí 2004, er að því er virðist í dæmaskyni vikið að ætluðum fjárdrætti þáverandi forstjóra félagsins á 95 miljónum króna í júní 2001 í tengslum við gi'eiðslu hans til A-Holding, sem hann hefði látið Baug hf. greiða. Hreinn Loftsson, stjóm- arformaður Baugs Group hf., svaraði þessum sak- argiftum með rækilegri greinargerð til ríkislög- reglustjóra 28. maí 2004. Þar er rakinn aðdragandi nefndrsir greiðslu og ákvarðanaferlið innan félags- ins, sem lá að baki viðskiptunum og umboði for- stjórans til þeirra, allt með vísan til viðeigandi fylgiskjala. Ég hef farið í gegnum þessa grein- argerð og fylgiskjölin og fæ ekki annað séð en að allt ferlið sé rækilega skjalfest. Benda má sér- staklega á stjórnarfund hinn 4. maí 2001 (fskj. 22), þar sem samþykkt var að ganga til viðræðna við aðra hluthafa í A-Holding um, að Baugur hf. keypti þá út úr félaginu í skiptum fyrir bréf í Baugi. Það var því sýnilega á grundvelli stjórnarsamþykktar sem forstjóri Baugs hófst handa um samninga við aðra hluthafa A-Holding í því skyni að kaupa þeirra hluti. Eins og stjómarformaðurinn hefur bent á, hlutu slíkir samningar eðli máls samkvæmt að taka mið af þeirri staðreynd, að stjóm Baugs hf. hafði undirritað hluthafasamkomulag í A-Holding hinn 4. aprfl 2001 (fskj. 14), þar sem í viðauka var kveðið á um, hvemig reikna skyldi út rétt hinna hluthaf- anna gagnvart Baugi hf., ef félagið vildi nýta kaup- rétt sinn. I gi'einargerðinni er enn fremur gerð grein fyrir ástæðum þess, að nauðsynlegt þótti að bregðast svo skjótt við, eins og tíð fimdahöld í stjóm Baugs hf. bera vitni um og stundum með skömmum fyrirvara. Samningar tókust við aðra hluthafa A-Holding hinn 10. maí 2001 (Share trans- fer agreement, sjá fskj. 16). Með þessum samningi keypti Baugur hf. alla hina hluthafana út úr A- Holding í skiptum fyrir hlutabréf í Baugi hf. Stofti- hluthafar fengu, auk kostnaðargreiðslu frá A- Holding, sérstaka greiðslu frá Baugi hf. fyrir að falla frá fullum rétti sínum gagnvart félaginu. I greinargerð stjómarformannsins koma einnig fram þær upplýsingar frá Jóni Ásgeiri Jóhann- essyni forstjóra, að Ijölskyldufyrirtæki hans, Gaumur Holding S.Á., hafi a.m.k. átt rétt á hlut- fallslega sömu greiðslu, endurgreiðslu kostnaðar og ábyrgðarþóknun eins og hinir stofnhluthafamir, en í reynd hafi félagið þó fengið minna í sinn hlut en þeir, sjá nánar fskj. 23-26. Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra hefur beint sjónum sínum að hlut Gaums Holding S.A. í söluandvirði hlutabréfa A-Holding S.A., 95 milj- ónum króna fyrir 27% hlut. Þessi greiðsla Baugs hf. til Gaums Holding S.A. var raunar látin renna til FBA-Holding S.A. vegna annarra viðskipta þar á milli (fskj 25). Greiðsluna telur efnahags- brotadeild fela í sér fjárdráttarbrot gagnvart Baugi hf. Slíka sakargift er tæpast unnt að taka alvarlega miðað við fræðilegar skýringar á 247. gr. hgl. og réttarframkvæmd hér á landi. Greiðslan var sam- bærileg - og jafnvel hlutfallslega lægri en sú sem Baugur greiddi öðrum stofnhluthöfum í A-Holding. Eina auðgunarbrotið, sem kæmi hér til greina, væri umboðssvik eftir 249. gr. hgl. Akvæðið hljóðar svo: „Ef maður, sem fengið hefur aðstöðu til þess að gera eitthvað, sem annar maður verður bundinn við, eða hefur fjárreiður fyrir aðra á hendi, mis- notar þessa aðstöðu sína, þá varðar það fangelsi allt að 2 áram, og má þyngja refsinguna, ef mjög miklar sakir eru, allt að 6 ára fangelsi.“ I þessu felst, að maður getur orðið brotlegur, ef hann hefur ásetning til þess að misnota aðstöðu, sem hann nýtur, t.d. ef hann sem starfsmaður fyr- irtækis bindur það með samningi án þess að haía til þess nægilegt umboð eða samþykki yfirmanna sinna, og hann hefur auk þess ásetning til ólög- mætrar auðgunar sér eða öðram til handa. Álita- efni varðandi stöðu kærða Jóns Ásgeirs í þessu efni skulu nú tekin til athugunar. ajAlmenn heimild til greiðslu á hlutum íA- Holding S.A. Heimild kærða sem forstjóra Baugs hf. til þeirra ráðstafana, sem lýst var hér að fram- an, réðst einkum af ákvæðum laga um hlutafélög nr. 2/1995 og ákvæðum samþykkta Baugs hf. að því leyti sem þau gerðu meiri kröfur til forstjóra en lagaákvæðin. Hér verður aðeins vikið að ákvæðum laga. Samkvæmt 2. mgr. 68. gr. laga nr. 2/1995 ann- ast framkvæmdastjóri daglegan rekstur félagsins og skal í þeim efnum fara eftir þeirr-i stefnu og fyr- irmælum, sem félagsstjóm hefur gefið. Hinn dag- legi rekstur tekur ekki til ráðstafana, sem era óvenjulegar eða mikils háttar. Ohætt er að telja ráðstafanir forstjóra Baugs hf. varðandi hlutina í A-Holding til óvenjulegra eða mikils háttar ráð- stafana í skilningi ákvæðisins. Slíkar ráðstafanir getur framkvæmdastjóri aðeins gert samkvæmt sérstakri heimild frá félagsstjórn, nema ekki sé unnt að bíða ákvarðana félagsstjómar án veralegs óhagræðis fyrir starfsemi félagsins. Við mat á ráð- stöfunarheimild kærða þarf því að hafa í huga allt ákvarðanaferlið innan félagsins um nefndar ráð- stafanir og jafnframt hina sérstöku heimild hluta- félagalaga til ósamþykktra ráðstafana fram- kvæmdastjóra, ef þær þola ekki bið, sjá nánar 2. mgr. 68. gr. laganna. Ekki verður því talið, að um sé að ræða neina almenna misnotkun á heimildum forstjórans í þessu efni. b) Sérstök heimild varðandi greiðslu til Gaums HoldingS.A. Heimild forstjóra Baugs hf. varðandi greiðslu til Gaums þarftiast sérstakrar athugunar, þar sem Gaumur er fyrirtæki hans sjálfs og fjöl- skyldu hans. Kærði er því að vissu leyti að semja við sjálfan sig. Það er athugunarefni, hvort slík ráð- stöfun geti talist misnotkun aðstöðu í skilningi 249. gr. hgl. Nokkrar ástæður mæla gegn því, að um slíka misnotkun hafi verið að ræða. I fyrsta lagi er ekki beint bann í lögum við samningsgerð af þessu tagi, enda liggi fyrir samþykkt félagsstjómai'. I öðra lagi er ekkert, sem liendir til þess, að kærði hafi reynt að hygla fyrirtæki sínu Gaumi á kostnað Baugs hf. Líklega þvert á móti, enda kemur fram í fundargerðum stjórnar Baugs Group hf., sem áður var vitnað til, að stjórnarmönnum Baugs var full- kunnugt um aðild Gaums að A-Holding S A. sem stofnhluthafa. í þriðja lagi liggur fyrir minnisblað Auðbjargar Friðgeirsdóttur, forstöðumanns innra eftirlits félagsins, sem stjóm þess fékk tfl þess að fara yftr þetta mál. Meginniðurstaða hennar var sú, að Baugur hf. hefði í einu og öllu fylgt lögum og reglum markaðarins með velferð allra hluthafa fé- lagsins að leiðarljósi. 3.9. Sakarefni varðandi viðskiptareikninga, greiðslukort ogpersónuleg útgjöld. I þessum lið er fjallað um sakargiftir á hendur forstjóra Baugs Group hf. vegna meintrar óheimillar notkunar hans á viðskiptareikningum og greiðslukortum (kred- itkortum) til greiðslu á persónulegum útgjöldum og viðskiptatengdum útgjöldum, sem gjaldfærð hafa verið hjá Baugi hf., sjá bréf Jóns Ásgeirs Jóhann- essonar til ríkislögreglustjóra, dagsett 5. mars
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.