Morgunblaðið - 02.07.2005, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 02.07.2005, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 2005 49 folk@mbl.is Astralski leikarinn Russell Crowe segist vera mjúkur maður og hvetur annað fólk til þess að reyna að líkjast sér og læra að ná stjórn á reiði sinni. Leikarinn, sem þekktur er fyrir hlutverk sitt í myndinni Glad- iator, var nýlega handtekinn fyrir að rífa símtól af síma og þeyta því í átt að hótelþjóni sem hann reidd- ist. I samtah við þýska. tímaritið TV Movie sagði Crowe: „Ég er eins mjúkur maður og mögulegt er.“ Crowe, sem er 41 árs, veitti aðdá- endum sínum ráð: „Pað hjálpar ekk- ert að reiðast. Fólk verður að geta stjórnað skapi sínu og haldið adr- enalíninu í skefjum." Crowe ræddi einnig um son sinn Charles, sem er ársgamall. „Hans vegna er ég hamingjusamasti maður í heiminum. Ef ég fengi ekki faðm- lag frá honum á degi hverjum myndi mig ekki langa til þess að lifa leng- ur.“ Hann sagði að hann og Danielle eiginkona hans hefðu í hyggju að eignast fleiri böm. „Við viljum eign- ast fleiri en kannski ekki alveg strax.“ • • • Bandaríski söngvarinn Miehael Jackson hefur falhð frá áform- um sínum um að flytja frá Banda- ríkjunum eftir að hann var sýknaður af ákærum um að hafa beitt ungan pilt kynferðislegu ofbeldi og haldið fjölskyldu hans fanginni. Jackson ætlar þess í stað að búa áfram á búgarði sínum, Neverland, sam- kvæmt upplýs- ingum fóður hans, en óstaðfestar fréttir bárust af því meðan á rétt- arhöldunum yfir honum stóð að hann hefði selt búgarðinn. „Hann átti erfíðar stundir á með- an réttarhöldin stóðu yflr og talaði þá þannig,“ segir faðir hans, Joe. „Ég held hins vegar ekki að hann muni fara frá Neverland á næst- unni.“ Þá segir hann söngvarann nú einbeita sér að því að vera með börnum sínum og að ná heilsu eftir réttarhöldin sem hafi reynt mjög á hann. Næringaríræðingur, sem Jack- son-fjölskyldan leitaði ráða hjá, hef- ur upplýst að hann hafi borðað htið sem ekkert meðan á réttarhöld- unum stóð og því lést hættulega mikið. • • • Leikararnir Ben Affleck og Jennifer Garner gengu í hjónaband síðastliðinn miðvikudag og eiga von á sínu fyrsta barni. Al- veg síðan parið byrjaði saman fyrir um ári hafa sögusagnir um yfirvof- andi brúð- kaup og barneignir þeirra víða ratað á síður slúðurpress- unnar en það var fyrst nú um helgina sem talsmaður hjónanna gaf frá sér yfirlýsingu og staðfesti fregnirnar. Olíkt sam- bandi Afflecks við Jennifer Lopez, hafa hjónakornin nefnilega reynt að halda sér fyrir utan sviðsljósið þegar kemur að fregnum um sam- bandið. Brúðkaupið fór að sögn fram á Parrot Cay í Karíbahafinu. Þetta er fyrsta hjónaband Afflecks en Garner var áður gift leikaranum Scott Foley. • • • Leikkonan Brooke Shields hef- ur svarað ummælum leik- arans Toms Cruise um að hún hefði frekar átt að taka vítamín en þunglyndislyf vegna fæðing- arþunglyndis sem hún þjáðist af í kjölfar fæðingar dóttur sinnar. „Ég ætla að gerast mjög djörf og slá því fram að herra Cruise hafi aldrei þjáðst af fæð- ingaþung- lyndi,“ segir m.a. í grein Shields sem birt er í dag- blaðinu The New York Times í vik- unni. Þá segir hún ummæli Cruise vera argasta virðingarleysi við mæður um allan heim og greinir frá því að sjálf hafi hún jafnvel íhugað að fremja sjálfsmorð er henni leið sem verst. • •• Gera á sjónvarpsþáttaröð um líf Jóhannesar Páls páfa II þar sem breski leikarinn sir Ian Holm, sem lék Bilbo Baggins í Hringadróttinssögu, leikur páfa, að því er fram kemur í frétt BBC. Þáttaröðin verður fjög- urra klukku- stunda löng og mun fjalla um páfa allt frá námsárum hans og fram til andláts hans, en hann lést 2. apríl 84 ára að aldri. Verður með- al annars fjallað um tilræðið við páfa 1981 og baráttu hans við Parkinson-sjúkdóminn. Sagnfræðingar Páfagarðs hafa lesið yfir handritið en kvik- myndagerðarmennirnir fengu að- gang að byggingunum við Pét- urstorgið. y' Sorg yfir Hundraðekruskógi Bangsímon og vinir hans á góðri stund. LEIKARINN Paul Winc- hell, sem þekktastur er fyrir að ljá Tuma tígra, félaga Bangsúnons, rödd sína, lést á föstudaginn í síðustu viku, 73 ára að aldri. Daginn eftir lést svo leikarinn John Fied- ler, sem talað hefur inn á fyrir Gríslinginn í sömu teiknimyndum, en hann var 80 ára. Þeir Winchell og Fied- ler ljáðu Tuma og Grísl- ingnum fyrst raddir sínar árið 1968 í Ósk- arsverðlaunateiknimyndinni Winnie the Pooh and the Blustery Day. Winchell talaði fyrir Tuma tígur allt fram til ársins 1999 en síðasta verk Fiedlers sem Gríslingurinn var Stóra kvikmynd Gríslingsins (Pig- let’s Big Movie) sem kom út árið 2003 og Pooh’s Heffalump Movie sem frumsýnd var í febrúar síðast- liðnum. Iceland Express » Concert kynnir í samvinnu við fceland Express og Byfgjuna ti/l, GJA N /Hrrtrw a4 Þlus-tal n ip GAUK A STttNG Í KVttLD F0RSALA VIDINNKANGINN I Ekkert Wham og Duran Duran neitt, nú er það bara WIGWAl Síminn býður á sérstaka kynningartönleika í Smáralind í dag kl. 16:30 Hljómsveitin tekur vinsælasta lag íslands "In my dreams ( Come on, come on! ) og áritar nýja diskinn sinn fyrir gesti og gangandi. Frítt inn lyrir aiia % •, k t^^Ha að þad takyfvi áð btrj-% “þðð* - ígjörsamlega að verða l-k, Síminn Fremst í röðina með Concert og MasterCard 20% aflsáttur af öllum viðburðum Concert ef greitt er neð MasterCard á sérstökum MasterCard forsöludegi <yrtnið ykkur málið é www.mastercard.is/klubbar Bankastræti 11 - 101 Reykjavík - Sími 511 2255 CONCERT Ath. Concert getur ekki endurgreitt tónleikamiða. Ölvun ógildir miðann meö ötlu. Öll myndataka og hljóðupptaka stranglega bönnuð. Nánar á www.concert.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.