Morgunblaðið - 02.07.2005, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 02.07.2005, Blaðsíða 22
Ur bæjarlífinu ÞÓRSHÖFN EFTIR LÍNEYJU SIGURÐARDÓTTUR Sumarbragur er kominn á baejarlífið á Þórshöfn og íbúar smám saman að taka gleði sína á ný eftir risastóru rafmagns- reikningana sem komu með vorinu. Það er þó geymt en ekki gleymt meðal íbúanna og heitar umræður enn í gangi varðandi heild- arstefnu í orkumálum þjóðarinnar almennt. • • • Kátir dagar eru í brennidepli núna og und- irbúningur stendur sem hæst en þessir menningar- og gleðidagar eru helgina 15. til 17. júlí. Margt verður til gamans gert og dagskrá hefst formlega með hinu sívinsæla kassabílarallíi áföstudeginum. Hagyrð- ingamót verður svo síðar um kvöldið í Þórs- veri en þar mætir Steingrímur J. Sigfússon ásamt þremur valinkunnum hagyrðingum. Að því loknu verður kvöldvaka fyrir krakk- ana en þeir eldri geta brugðið sér á ball á Eyrinni. Á laugardagskvöld verður stórdans- leikur þar sem hinir einu og sönnu Papar leika fyrir dansi en dagurinn hefst með dorgveiðikeppni á bryggjunni. Utimark- aðurinn verður opnaður en þar verður á boðstólum „allt á milli himins og jarðar“. Fótboltamótið er á sínum stað, hestar koma í heimsókn og margt verður að gerast. Brenna og brekkusöngur verður einnig um kvöldið og „strætó" á brennusvæðið verður í líki dráttarvélar með heyvagn en það hef- ur reynst prýðilegur farkostur síðustu árin. Dagskránni lýkur á sunnudag en þá liggur leiðin út í Skála á Langanesi þar sem rat- leikur er fyrirhugaður. Fólki gefst síðan kostur á að fara í bíó á heimaslóðum en kvikmyndasýningar verða á veitingastaðn- um Eyrinni. Mikil vinna og undirbúningur liggur að baki þessarar hátíðar, að sögn for- ráðamanna, og allir búast við að góða veðrið komi með gestunum. • • • l*að styttist í að kúfiskvinnsla hefjist aft- ur eftir gagngerar breytingar á húsnæði og vinnslubúnaði. Miklar endurbætur hafa verið gerðar og framkvæmdum að mestu lokið; sérstök sandhreinsiskilja var sett upp ogbættvið öðrum sjóðara, einnig ýms- ar endurbætur til hagsbóta fyrir starfsfólk og allt vinnsluferli. Að sögn Magnúsar Helgasonar, framkvæmdastjóra, er stefnt að því að Fossáin fari á veiðar um helgina en skipið hefur verið í slipp og vélarviðgerð. Fjölveiðiskipið Þorsteinn er á síldveiðum á Svalbarðasvæðinu og er aflinn fullunninn um borð en Júpíter er kominn í land eftir að hafa veitt allan kolmunnakvóta Hraðfrysti- stöðvarinnar og beðið er eftir ákvörðun ráðherra um hvort kvótinn verður aukinn. PtajgmiHjifrife Minnstaður Akureyri | Sudurnes | Árborg | Landid Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Umhverfið fegrað á Garðskaga Garður | Mikil vinna hefur verið lögð í að snyrta um- hverfið á Garðskaga að und- anförnu, vegna opnunar nýs Byggðasafns og veitingastaðar í dag. Krakkarnir úr vinnu- skólanum voru að plokka ill- gresið úr gangstígnum heim að vitanum. Vinnuskóli Morgunblaðíð/Sigurður Jónsson Samið Ingibjörg Valdimarsdóttir og Gísli Páll Pálsson ganga frá samningnum. Tíu til tólf störf í nýju þvottahúsi Ass Hveragerði | Dvalarheimilið Ás í Hvera- gerði mun nú í haust byggja þvottahús í Hveragerði fyrir starfsemi sína og Grundar, dvalar- og hjúkrunarheimilisins í Reykjavík. Þar verða tíu til tólf störf. Samningur til 15 ára um kaup á gufu frá Orkuveitu Reykjavíkur til þvottahússins hefur verið undirritaður. Samningurinn er grundvöllur þess að Ás ræðst í það verkefni að byggja og reka eitt þvottahús en til þessa hafa stofnanirnar í Hveragerði og Reykjavík rekið sitt hvort þvottahúsið auk þess sem hluti af þvotti heimilanna hefur verið þveginn af öðrum þvottaþjónustufyrir- tækjum. Jarðgufa mun hita þvottavélar, þurrk- ara og strauvélar þvottahússins. Orku- kostnaður vegna gufunotkunar er mun lægri en væri rafmagn notað til sömu vinnslu. Nýjasta tækni verður notuð í þvottahúsinu og má nefna að einkafatn- aður heimilisfólks verður merktur með örtölvuflögum sem eru skannaðar í þvottaferlinu. Það tryggir að afföll á þvotti verður í lágmarki. Gísli Páll Pálsson, framkvæmdastjóri Áss í Hveragerði, sagði fyrirhugað að taka þvottahúsið í notkun í febrúar eða mars á næsta ári og þar yrðu 10 til 12 störf. Hann sagði einnig að hagstætt verð á gufunni og gott vinnuafl í Hveragerði ásamt því að Ás ætti lóð á góðum stað í Hveragerði, gerði að verkum að þvotta- húsið væri staðsett þar. • • • Byrjað á Grettisbóli | Framkvæmdir eru hafnar við Grettisból á Laugarbakka í Miðfirði en þar mun verða menningar- og fræðslusetur sem byggist einkum á Grett- issögu. I fyrsta áfanga verður unnið við útisvæði, þar sem útbúinn verður garður fyrir fjölskyldufólk, en einnig aðstaða til samkomuhalds og annarra atburða. Stefiit er að opnun fyrsta áfanga sumarið 2006. Kemur þetta fram á vef Forsvars ehf. á Hvammstanga. Stofnað hefur verið hluta- félagið Grettisból ehf., sem annast mun uppbyggingu og rekstur Grettisbóls. Njlega bíettisl við enn einn Ijúffengnr réttur í kaffiteríu Perlunnar. Bragðið á gómsœtum nýbökuðum belgískum vöffum í kaffteriunni á 4. hæð. Næg ókeypis bílastœði! Veitingahúsið Perlan - S: 562 0200 - perlan@perlan.is - www.perlan.Ls Fréttir ítölvupósti mbl.ÍS Mínstund fre.tt@mbl.is Hornfirðingar til sýnis Sigurður Mar Halldórsson opnaði í gær ljósmyndasýningu í Pakkhús- inu á Höfn í Hornafirði. Sýningin nefnist Hornfirðingar og eins og nafnið gefur til kynna, eru það bæjarbúar á Höfn sem eru í aðalhlutverki á mynd- unum. Myndirnar sýna fólk sem vinnur ólík störf í samfólaginu, m.a. trillukarl, kennara, fiskverkakonu, banka- gjaldkera, meinatækni, lóðs og trésmið en mynd af þeim síðastnefnda birtist hér með. Sýningin er á vegum Menningar- miðstöðvar Hornafjarðar og í tengslum við Humarhátíð á Höfn. Menningarráð Austurlands styrkir sýninguna. Þetta er fjórða einkasýning Sigurðar Mar en hann hefur einnig tekið þátt í nokkrum samsýningum, bæði hérlendis og í Svíþjóð. Sýningin í Pakkhúsinu verður opin daglega til 9. júlí. Höfuðborqarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, simi 898-5258. Austuriand SteinunnÁsmundsdóttir, aust- urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborqarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Afbflategundum Isleifur Gíslason hefur ort afbragðsvísur um eigindir bíla í Bfl- vísnabókum súium. Þar er þessi vísa: Aksturinn var eintómt spðl, olían afverstatagi, engar bremsur, ónýt hjól og allt t þessu fina lagi. Jón Ingvar Jónsson yrkir: Veðrið hefur loksins lægt, leku skýin flýja. Skúlagötu skrfður hægt Skoda Oktavia. Gerist margtvið Grafarvog, glatt þar stiginn dans er. Maka sig þar Moskwitch og Mitsublshi Lancer. Loks yrkir Guðbrandur Guðbrandsson um Mosk- owiteh sem hann átti, en hann endaði sem brú. Ennþá man ég Moskvítsinn myglugráan fjanda. Endaði frægan ferilinn sem ferja milli stranda. pebl@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.