Morgunblaðið - 02.07.2005, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 02.07.2005, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍFI FERÐALÖG KAFFIHÚS | Húsfreyjurnar á Vatnsnesi Kaffihúsa- FERÐALÖG | Foreldrarnir buðu strákunum í óvissuferð til Bretlands A Olympíuleikana í Kína stemning í Hamarsbúð KAFFIHÚS verður nú í fyrsta skipti starfrækt alla daga í júlímánuði í sumar í Hamarsbúð á Vatnsnesi í Vestur- Húnavatnssýslu í tengslum við strandmenningarsýningu, sem Byggðasafnið að Reykjum í Hiútafirði er að setja upp þar. Hamarsbúð heíúr fyrst og fremst þjónað leit- armönnum á haustin, en hef- ur auk þess síðasthðin tíu ár haft það hlutverk að hýsa Fjöruhlaðborðið undir yf- irskriftinni „Bjartar nætur“ um Jónsmessuna, sem nú er nýafstaðið, og kaffihlaðborð um verslunarmannahelgar. Samtök kvenna á Vatns- nesi, sem kalla sig „Hús- freyjumar á Vatnsnesi“ og eru um fimmtán talsins, standa fyrir þessum uppá- komum, en þær stóðu jafnframt að byggingu Hamai’sbúðar með hjálp góðra manna. Húsið getur þjónað allt að 40 til 60 manns með góðu móti, en á hátíðisdögum er tjaldi slegið upp fyrir utan því í hið árlega Fjöruhlaðborð mætir á þriðja hundrað manns. Nokkrar húsfreyjanna koma til með að sjá um kaffiveitingamar og brauðbaksturinn, sem vitanlega verður heimatilbúinn, að sveitamannasið. Kaffihúsið verður opið daglega í júlímánuði frá klukkan 11 til 17. Sýning um alls konar reka Hamarsbúð er tiltölulega nýlegt hús, sem stendur á vest- anverðu Vatnsnesi í mjög fögru umhverfi, að sögn Gudmn- ar A. Hanneck-Kloes, ferðamálafulltrúa Húnaþings vestra. Steinsnar frá í fjöruborðinu stendur sérstök fjárrétt, sem heitir Hamarsrétt. „Þama keyra þúsundir ferðamanna á hverju ári til að skoða seli og fuglalíf og við vonum auðvitað að ferðamenn stoppi á leiðinni í Hamarsbúð til að fá sér kaffisopa og meðlæti og í leiðinni að skoða sýninguna, sem ver ður opnuð formlega 1. júlí. Sýningin snýst um alls konar reka, svo sem rekavið, hvalreka og skipsreka, og hlunnindi, sem fá má út úr öllum þessum reka. Auk þess verður smá- vegis af handverki til sýnis og sölu sem að hluta til er unnið úr selskinni og er eftir handverkskonuna Jónínu Jónsdóttur á Súluvöllum," segir Gudran. Til að komast í kaffihúsastemninguna í Hamarsbúð þarf að keyra til Hvammstanga og áfram norður um það bil fimmtán kílómetra langa leið, en að sögn Gudranar er ákaf- lega fallegt að keyra hringinn í kringum Vatnsnesið, sem er um 90 km löng leið frá hringveginum og aftur að hringvegi. Eftir að ekið hefur verið í kringum Vatnsnesið er hægt að velja um tvær leiðir til baka að hringveginum. Annaðhvort geta menn kosið að skoða Borgarvirkið og er þá komið nið- ur á hringveginn að nýju hjá bænum Vatnshóli. Hinsvegar er hægt að komast niður á hringveginn nálægt þjónustu- miðstöðinni Víðigerði. join@mbl.is Fjölskyldur gera sér ýmislegt til skemmtunar ✓ saman. I vetur skellti ein sex manna fjölskylda sér á fótboltaleik í London og hefur safnað í fimm ár fyrir ferð til Kína. Eftir Ingveldi Geirsdóttur lngveldur@mbl.is „FORSAGAN er sú að strákamir okkar tveir, sem era í miðjunni, vora í samræmd- um prófum núna í vetur og ákváðum við að fara með þá á fótboltaleik í Englandi að þeim loknum. En í staðinn fyrir að fara hefðbundnu leiðina þá gerðum við þetta að hálfgerðri óvissuferð fyrir þá,“ segir Linda Björk Ólafsdóttir. Hún og eiginmaður hennar, Bogi Þór Siguroddsson, fóra í byrj- un febrúar með strákana sína fjóra á fót- boltaleik Chelsea og Manchester United á heimaleikvang Chelsea í London. „Við eig- um þijá stráka saman, Kjartan Örn sem er sex ára, Stefán Þór sem er tíu ára og Ólaf Bjarka sem er þrett- án ára en svo á Bogi fyrir Amór sem er tuttugu og tveggja ára. Við létum þrjá yngstu strákana ekki vita af ferðinni. Þegar þeir vora búnir í seinna prófinu sóttum við þá í skólann án þess að þeir vissu neitt, þar sögðum við þeim frá ferðinni og fórum svo beint út á flugvöll og flugum til London. Þeir héldu nú fyrst að við væram að plata en vora ægilega ánægðir þegar kom í Ijós að svo var ekki.“ Fjölskyldan var í London í fimm daga og gisti á Chelsea Village hotel sem er á sjálf- um Chelsea leikvanginum. Ásamt því að fara á fótboltaleikinn sáu þau sýningu á Fame söngleiknum og skoðuðu London saman. „Þetta var í fyrsta skipti sem strákamir fjórir fóra á fótboltaleik. Fjölskyldan held- ur öll upp á Chelsea og er Eiður Smári í miklu uppáhaldi í því liði. En strákamfr era líka Manchester United aðdáendur. Dag- urinn sem leikurinn var ákváðum við að vera á Chelsea svæðinu allan tímann og finna stemn- inguna í kringum leikinn. Það var gaman að sjá spennuna magnast þegar liðið kom og áhangendur liðanna fóra að mæta á staðinn. Þannig að við feng- um þetta allt beint í æð.“ „Fciu vai gttiiicui du sjci apciiuuiici magnast þegar liðið kom og áhangendur liðanna fóru að mæta á staðinn," segir Linda Björk Ólafsdóttir. Lagt fyrir mánaðarlega Linda og íjölskylda gera margt skemmtilegt saman og árið 2008 ætla þau öll á Ólympíuleikana í Kína. „Við eram búin að vera að safna fyrir þeirri ferð síðan árið 2000. Hugmyndina fengum við út frá Ólympíuleikunum sem vora í Ástralíu það ár og höfum við lagt fyrir ferðinni í hverjum einasta mánuði síðan, eða í fimm ár. Við höfðum það þannig í byrjun að strákamir þrifu heima og lögðum við launin þeirra fyrir í hverj- um mánuði en þeir hafa eitthvað orðið latari við þrifin þótt við leggjum alltaf peninginn fyrir.“ Linda segir þau ætla að dvelja í Kína í fjórar til sex vikur, horfa á skemmti- legar greinar á Ólympíu- leikunum og skoða landið. „Það skemmti- lega við þetta er að alveg síðan viðbyrj- uðum að safna fyrir ferðinni hefur Kína hlotið ákveðinn sess í hugum strákanna. Þeir veita öllu kínversku aukna at- hygli og sperra eyrun í hvert sinn sem þeir heyra talað um Kína. Þrír yngstu strák- amir era líka allir mikið í íþróttum og það að fara á Ölympíuleika einu sinni er æðislegt fyrir þá. Við höfum aldrei farið til Kína áður, en núna era aðeins þrjú ár í ferðina," segir Linda og neitar því ekki að fyrir litla strákap- jakka þá sé þessi tími svolítið lengi að h'ða. „Við pössum að gera strákunum grein fyiir því að svona ferðir séu ekki sjálfgefnar og því látum við þá til dæmis safna fyrir Kínaferðinni." I sumar segir Linda þau ætla að dveljast mikið í Stykkishólmi þaðan sem hún er og í ágúst ætla þau öll saman til Lúxemborgar, að heimsækja bróður hennar, og ferðast um Þýskaland og Frakkland. „Fótboltaferðin var rosalega skemmtileg og þá sérstaklega að koma strákunum svona á óvart. En það er plús að geta leyft sér þetta,“ segir Linda að lokum og bætir við að þau reyni bara að hafa gaman af hfinu saman sem fjöl- skylda. Kaupmannahöfn - La Villa Ódýr og góð gisting miðsvæðis í Kaupmannahöfn. Tölum íslensku. sfmi 0045 3297 5530 . gsm 0045 2848 8905 www.lavilla.dk Opel Corsa eða sambærilegur Vika í Danmörku kr. - ótakmarkaður akstur, kaskó, þjófavörn, flugvallargjald og skattar. *Verð á viku miðað við 14 daga ieigu. Bókaðu bílinn heima - og fáðu 500 Vildarpunkta 50 50 600 hertzerlendis@hertz.is Bílaleigubílar Sumarhús í DANMÖRKU Ódýrari bílaleigubílar fyrir íslendinga Bílar frá dkr. 1.975 vikan Innifalið í verði: Ótakmarkaður akstur, aliar tryggingar, engin sjálfsábyrgð. (Afgreiðslugjöld á flugvöllum.) Höfum allar stærðir bíla, 5-7 manna og minibus, 9 manna og rútur með/ án bílstjóra. Sumarhús Útvegum sumarhús í Danmörku af öllum stærðum, frá 2ja manna og upp í 30 manna hallir. Valið beint af heimasíðu minni eða fáið lista. Sendum sumarhúsaverðlista; Dancenter sumarhús Lalandia orlofshverfi Danskfolkeferie orlofshverfi Hótel. Heimagisting. Bændagisting. Ferðaskipulagning. Vegakort og dönsk gsm-símakort. Fjölbreyttar uppiýsingar á heimasíðu; www.fylkir.is FYLKIR.IS FERÐASKRIFSTOFA www.fylkir.ls sími 456-3745 Á FERÐ UM LANDIÐ Margir leggja leið sína á Humarhátíðina á Höfn um helgina og aðal- íjörið er auðvitað á bryggjunni. Bryggjuball og blúshátíð • 2.-3. júh' Höfn í Hornafirði Humarhátíð. 2.-3. júlí Ólafsvík Færeyskir dagar. Markaður, leiktæki, bryggjuballog fleira. 2.-3. júlí Þingeyri Dýrafjarðardagar. Hátíðahöld með ýms- um uppákomum. • 2.-3. júlí Bolungarvík Markaðsdagar í Bol- ungarvík. • 2. júlí Eskifjörður Ratleikur í Eski- fjarðardal fyrir börn. Mæting við Vest- urhús klukkan 11. • 2.-3. júlí Vestmannaeyjar Goslokahátíð. • 3. júlí Strandir Fjöradagur. Fjöl- skyldudagur þar sem lífríki fjörunnar er skoðað. • 6.-10. júlí Siglufjörður Þjóðlagahátíð. • 7.-9. júlí Olafsfjörður Blúshátíð. • 7.-10. júlí Suðureyri Sæluhelgi. • 8.-10. júlí Dalir Leifshátíð á Eiríks- stöðum, hátíð fyrir alla fjölskylduna. • 8.-10. júlí Akranes Irskir dagar á ýms- um stöðum í bænum haldin nú í 6. sinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.