Morgunblaðið - 02.07.2005, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 02.07.2005, Blaðsíða 19
M()RGllNÍ5l.Áf)Íf) l.A'UGARDAGDlt 2. JÚI.Í 2005 19 ERLENT Bandarísks njdsnaliðs saknað Sandra Day O’Connor sest í helgan stein Kabúl. AFP. | Bandarískar hersveitir leita enn að félögum sínum, þremur dögum eftir að þyrla var skotin niður í Kunar-héraði í Afganistan er hún var á leið að ná í hermennina. Talibanar hafa lýst tilræðinu á hendur sér og segjast þeir hafa skot- ið á þyrluna, sem í voru sextán her- menn. Talsmaður þeirra, Abdul Latif Hakimi, sagði uppreisnarmenn talib- ana hafa í haldi einn bandarískan hermann og að sjö „njósnarar“ hefðu þegar verið rnyitir. Fyi-r í vikunni gi'eindu fjölmiðlar frá því að þeir hefðu verið Afganar. Hakimi vill ekki gefa upp nafn eða stöðu her- mannsins því að uppreisnarmennirn- ir séu ekki enn byijaðir að yfirheyra hann. Hermennirnir í þyrlunni, sem fórst á þriðjudaginn, voru í leiðangri sem miðaði að því að aðstoða njósna- hóp á svæðinu. Allir hermennirnir létust í árás- inni, sem er sú mannskæðasta á bandaríska hermenn í Afganistan síðan tahbanastjórnin féll árið 2001. Átta hermannanna voru úr úrvals- sveit bandaríska flotans, svokallaðir „selir“, og átta þeirra voru úr sér- sveit flughersins. Hakimi sagði á þriðjudag að þyrl- an hefði verið skotin niður og að til væri myndband er sýndi það. Mynd- bandið sagði hann að mundi birtast á vefsíðunni www.alamara.net nú um helgina. Háttsettir menn í banda- ríska hemum segja ýmislegt benda til þess að njósnahópurinn sem um ræðir sé enn á lífi, en sögðu ekki hvað þeir hefðu til marks um það. Nokkurra afganskra leiðsögumanna hópsins er einnig saknað. Bandaríski herinn rannsakar nú hvers vegna árásin var gerð en James Conway, framkvæmdastjóri bandaríska herráðsins, tjáði frétta- mönnum í á fimmtudag að líklega hefði þyrlan verið skotin niður með sprengjuhlaðinni eldflaug án miðun- arbúnaðar og hafi það verið „slembi- lukka“ þess sem skaut að hitta þyrl- una. Washington. AFP. AP. | Sandra Day O’Connor, fyrsta konan sem skipuð var dómari við hæstarétt Bandaríkj- anna, tilkynnti í gær að hún hygðist setjast í helgan stein. O’Connor var skipuð dómari við hæstaréttinn árið 1981 af Ronald Reagan, en hefur tal- ist hófsöm og nálægt miðju í afstöðu sinni til flestra mála. Petta er í fyrsta sinn í 11 ár sem Bandaríkjaforseti fær tækifæri til að skipa nýjan hæstaréttardómara og hefur ekki liðið svo langur tími milli skipunar dómara við réttinn í nær 200 ár. Ákvörðun O’Connor, sem er 75 ára, kom nokkuð á óvart, en þó talið hefði verið líklegt að hún hefði í hyggju að láta fijótlega af störf- um var búist við að William Rehn- quist, forseti rétt- arins, sem hefur átt við erfið veik- indi að stríða, yrði næstur til að hætta. Búast má við hörðum pólitískum átökum um hver tekur við af O’Connor, eins og jafnan þegar staða hæstaréttardóm- ara losnar í Bandaríkjunum. Sandra Day O’Connor Rokke dæmdur í fangelsi Osló. AFP. | Norski fjármála- og útgerðarjöfurinn Kjell Inge Rokke var í gær dæmdur í fjög- urra mánaða fangelsi, þar af þrjá mánuði skilorðsbundna, fyrir spillingu. Auk þess ber honum að greiða 300 þúsund krónur í málskostnað. Rökke er einn ríkasti maður Noregs og er áætlað að eignir hans nemi að minnsta kosti 16 milljörðum ís- lenskra króna. Hann var dæmdur sekur fyrir að verða sér úti um skipstjóm- arréttindi á ólögmætan hátt í Svíþjóð árið 2001 sem hann yf- irfærði svo á norsk réttindi. Einnig var hann fundinn sekur fyrir að hafa gefíð yfirvöldum rangar upplýsingar og að sigla bát án tilskilinna leyfa. Rökke lýsti sig saklausan af ákæruat- riðunum en viðurkenndi þó að hafa siglt bátnum án réttinda. Mútaði eftirlitsmanni til að fá skipstjómarréttindi Til að öðlast sMpstjómarrétt- indi af því tagi sem um ræðir þarf viðkomandi að fá kennslu í a.m.k. 20 Mukkustundir, en Rökke slapp með eina og hálfa. Hann var sakaður um að hafa mútað sænskum siglingaeftir- litsmanni með hundrað þúsund norskum krónum (um einni milljón íslenskra króna) fyrir réttindin. Eftirlitsmaðurinn, Claes Pall- in, hlaut einnig dóm í gær, sem og bryti Rpkkes, John Inge Va- land, og sMpasölumaðurinn Er- ik0ye. Rétturinn áleit að mönnunum hefði átt að vera vel Ijóst að gjörðir þeirra vom ólöglegar. Acidophilus Fyrir meltingu og maga APÓTEK OG HEILSUBÚÐIR Góð heilsa - Gulli betri Opið: mán-fös 10:00-18:00 - lau 10:00-16:00 - sun LOKAÐ 1 esoc e <01 f BÆJARLIND 12 • 201 S: 544 4420 KÓPAVOGUR Falleg garðhúsgögn úr gegnheilu tekki Stækkanlegt borð (120cm x 120+60cm) og sex armstólar án sessu Verð' 80 400 Tilboðsverð: 59.680. - Allar sessur em med reimilás (am)>rit cr«,) t«ka ákmmi>" itu'i l>rt> ,i ->0°) hðnnun: www.pixill.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.