Úrval - 01.12.1974, Side 8
6
URVAL
er heit eða köld. Það má opna dyr,
sem ennþá eru kaldar, varlega, með
annan fótinn upp við hurðina, við-
búinn að loka henni aftur, ef heitur
reykur vellur inn. Ef það er óhætt
að fara fram, er nauðsynlegt að
halda sig eins nærri gólfi og hægt
er; með því að skríða undir hitan-
um, sem leitar alltaf upp. Ef hurð-
in er heit, má ekki undir neinum
kringumstæðum opna hana. Þvert á
móti ætti að reyna að pakka að
henni fötum eða teppum til að
halda reyknum sem lengst úti. —
Reynið ekki að fara út um glugga
á björgunartækjum svo sem sam-
anhnýttum rekkjuvoðum, nema það
sé algjörlega nauðsynlegt. Siökkvi-
liðsmenn leggja áherslu á, að þeir
séu sjaldan of seinir í snúningum
til þess að bjarga fólki úr herbergj-
um, sem eru algjörlega lokuð. En
ef þú þarft að stökkva, skaltu
henda út rúmdýnunum, einhverju
af fötum, púðum og gluggatjöldum,
áður en þú stekkur; síðan skaltu
draga eins mikið úr fallinu og
mögulegt er, með því að láta þig
síga á höndunum eins langt og þú
getur, áður en þú sleppir þér.
4) HAFÐU STÖÐUGT AUGA
MEÐ BÖRNUNUM. Eitt af hverj-
um fimm fórnarlömbum eldsins er
barn. Venjulega barn, sem var eitt
og ekki undir eftirliti, þegar eldur-
inn kom upp. Haldið eldspýtum og
kveikjurum þar sem börn ná ekki
til, og munið, að þau taka sér óút-
reiknanlegustu hluti fyrir hendur.
f Bretlandi einu verða um 4000
húsbrunar á ári af því að börn eru
að leika sér að eldspýtum. Þegar
þau ná skólaaldri, skuluð þið kenna
þeim að fara varlega með eldspýt-
ur og banna þeim algjörlega að
vera með þær, nema þegar þið eða
annað fullorðið fólk er hjá.
Kennið börnunum að halda sig í
hæfilegri fjarlægð frá opnum eldi:
arineldi, rafmagnsofnum og öðru
þvílíku. Verjið öll slík eldstæði með
hlífum; hengið aldrei spegil yfir
arin eða látið forvitnilega hluti á
arinhilluna, sem gætu komið börn-
unum til að standa of nærri.
5) FYLGIST MEÐ HEIMILINU.
Ein af aðalástæðum fyrir því, að
einkaheimili verða að eldgildrum
oftar en vinnustaðir eða opinberar
byggingar, er sú, að á heimilunum
fer ekkert kerfisbundið elvarna-
tftirlit fram. Hafa má nokkur not
af eftirfarandi athugunarlista.
RAFMAGNSBÚNAÐUR. Misnot-
aður eða bilaður rafmagnsbúnaður
kveikir nær helming allra eldsvoða
í heimahúsum. Er raflögnin hjá þér
í góðu standi? Hana ætti að yfir-
fara á fimm ára fresti — og endur-
nýja á tuttugu og fimm ára fresti.
Best er, ef aðeins eitt rafmagns-
tæki er tengt við hverja innstungu.
Ef þú tengir tvö eða fleiri áttu á
hættu að ofbjóða flutningsgetu raf-
magnsþráðanna. Þá myndast hiti,
sem gæti endað í eldi. Reynið al-
drei að tengja rafmagnstæki við
perustæði og verið viss um, að ör-
yggin séu af réttum styrkleika.
Gangið úr skugga um að allar
lausar rafleiðslur séu í fullkomnu
lagi. Aldrei skyldi tengja lausar
rafleiðslur saman með því að snúa
saman virana og vefja utan um með
einangrunarbandi. Látið lausar raf-
leiðslur ekki liggja yfir eldavél eða