Úrval - 01.12.1974, Page 8

Úrval - 01.12.1974, Page 8
6 URVAL er heit eða köld. Það má opna dyr, sem ennþá eru kaldar, varlega, með annan fótinn upp við hurðina, við- búinn að loka henni aftur, ef heitur reykur vellur inn. Ef það er óhætt að fara fram, er nauðsynlegt að halda sig eins nærri gólfi og hægt er; með því að skríða undir hitan- um, sem leitar alltaf upp. Ef hurð- in er heit, má ekki undir neinum kringumstæðum opna hana. Þvert á móti ætti að reyna að pakka að henni fötum eða teppum til að halda reyknum sem lengst úti. — Reynið ekki að fara út um glugga á björgunartækjum svo sem sam- anhnýttum rekkjuvoðum, nema það sé algjörlega nauðsynlegt. Siökkvi- liðsmenn leggja áherslu á, að þeir séu sjaldan of seinir í snúningum til þess að bjarga fólki úr herbergj- um, sem eru algjörlega lokuð. En ef þú þarft að stökkva, skaltu henda út rúmdýnunum, einhverju af fötum, púðum og gluggatjöldum, áður en þú stekkur; síðan skaltu draga eins mikið úr fallinu og mögulegt er, með því að láta þig síga á höndunum eins langt og þú getur, áður en þú sleppir þér. 4) HAFÐU STÖÐUGT AUGA MEÐ BÖRNUNUM. Eitt af hverj- um fimm fórnarlömbum eldsins er barn. Venjulega barn, sem var eitt og ekki undir eftirliti, þegar eldur- inn kom upp. Haldið eldspýtum og kveikjurum þar sem börn ná ekki til, og munið, að þau taka sér óút- reiknanlegustu hluti fyrir hendur. f Bretlandi einu verða um 4000 húsbrunar á ári af því að börn eru að leika sér að eldspýtum. Þegar þau ná skólaaldri, skuluð þið kenna þeim að fara varlega með eldspýt- ur og banna þeim algjörlega að vera með þær, nema þegar þið eða annað fullorðið fólk er hjá. Kennið börnunum að halda sig í hæfilegri fjarlægð frá opnum eldi: arineldi, rafmagnsofnum og öðru þvílíku. Verjið öll slík eldstæði með hlífum; hengið aldrei spegil yfir arin eða látið forvitnilega hluti á arinhilluna, sem gætu komið börn- unum til að standa of nærri. 5) FYLGIST MEÐ HEIMILINU. Ein af aðalástæðum fyrir því, að einkaheimili verða að eldgildrum oftar en vinnustaðir eða opinberar byggingar, er sú, að á heimilunum fer ekkert kerfisbundið elvarna- tftirlit fram. Hafa má nokkur not af eftirfarandi athugunarlista. RAFMAGNSBÚNAÐUR. Misnot- aður eða bilaður rafmagnsbúnaður kveikir nær helming allra eldsvoða í heimahúsum. Er raflögnin hjá þér í góðu standi? Hana ætti að yfir- fara á fimm ára fresti — og endur- nýja á tuttugu og fimm ára fresti. Best er, ef aðeins eitt rafmagns- tæki er tengt við hverja innstungu. Ef þú tengir tvö eða fleiri áttu á hættu að ofbjóða flutningsgetu raf- magnsþráðanna. Þá myndast hiti, sem gæti endað í eldi. Reynið al- drei að tengja rafmagnstæki við perustæði og verið viss um, að ör- yggin séu af réttum styrkleika. Gangið úr skugga um að allar lausar rafleiðslur séu í fullkomnu lagi. Aldrei skyldi tengja lausar rafleiðslur saman með því að snúa saman virana og vefja utan um með einangrunarbandi. Látið lausar raf- leiðslur ekki liggja yfir eldavél eða
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.