Úrval - 01.12.1974, Qupperneq 13
10
ÚRVAL
blástur og verndað lögregluþjóna,
hlýtur sannarlega að vera sérstak-
ur einvaldur. „En konungurinn í
Thailandi er athyglisverður mað-
ur,“ segir einn bandarískur kunn-
ingi hans. Og fyrir þetta getur
þjóð hans verið þakklát. Á við-
sjárverðum tímum samtímasögu
Asíu og vendipunkti sögunnar hjá
hans eigin þjóð — sem er þéttbýl-
asta land á meginlandi Suðaustur-
Asíu — komst Bhumibol Adulya-
dej konungur til valda í Thailandi.
Flestum, sem fylgjast með mál-
um, kemur saman um, að undir
stjórn hans hafi thailendingar gert
mjög eindregnar tilraunir til að
koma á starfhæfum grundvelli fyrir
löglega kosna stjórn í þessu marg-
hrjáða landi, sem hefur orðið að
þola marga uppreisnina og skrokk-
skjóðuna í stjórnmálum. Það er
einnig álitið líklegt, að það heppn-
ist, aðallega vegna þess að kon-
ungurinn hefur lagt allan sinn gíf-
urlega áhrifamátt til stuðnings
2.300 manna þjóðþinginu, sem sam-
ið hefur nýja stjórnarskrá, og bú-
ist er við að leggi fram flesta fram-
bjóðendur í kosningarnar, sem
áætlaðar eru um þetta leyti. „Þetta
er upphaf lýðræðisins,“ sagði Bhu-
mibol við þingmennina 1973.
Bhumibol (nafnið borið fram
Púm-í-pon), konungur er eini ríkj-
andi einvaldurinn í heiminum, sem
fæðst hefur í Bandaríkjunum. Það
var fyrir 7 árum í Massarhusetts,
þar sem faðir hans, þá prins Thai-
lands, stundaði læknanám við Har-
vardháskóla. Hann er líka eini kon-
ungurinn, sem hefur samið músík
HINN FJÖLHÆFI KONUNGUR THAILANDS
11
í söngleik, sem sýndur var á Broad-
way, (Blár dagur, söngleikur, sem
var meðal atriða í Peep Show, sem
Mike Todd stjórnaði). Hæfileikar
hans sem hljóðfæraleikara — hann
spilar á átta hljóðfæri — hafa
vakið heimsathygli.
Nýlega sagði hann í blaðaviðtali:
„Það er eins og allt verði mér að
tómstundagamni." Hann er frí-
stundamálari og ljósmyndari, held-
ur opinberar sýningar næstum ár-
lega. Hann er mjög fær málamað-
ur, talar sjö Evrópumál reiprenn-
andi; hann er uppfinningamaður —
hefur fundið upp rafstýrða vél-
byssu fyrir her og lögregluþyrlur,
hann er bóndi — framkvæmda-
stjóri þriggja tilraunabúa í akur-
yrkju. Hann er bátasmiður — hef-
ur byggt 39 seglbáta með eigin
höndum; þar að auki er hann einn
af fremstu sportsiglingamönnum í
Asíu — hefur unnið gullverðlaun
á Asíuleikunum og Suðaustur-
Asíuleikunum. Hið formlega heiti
hans á sanskrít, sem er fimmtíu og
tvö atkvæði, innifelur kenningar
eins og, hans hágöfgi, hinn æðsti
guðlegi herra, hinn mesti styrkur
landsins, mátturinn mikli . . .“ og
sjö aðra háttstemda titla. En í ljósi
þess, hve miklu hann hefur áork-
að, er ef til vill enginn titiil 'betur
viðeigandi heldur en sá, sem thai-
lendingar nota oft fyrir konunginr
sinn: Nai Luang (sem bóksiaflega
þýðir: „Herra mestur“).
Þegar Bhumibol var yngri, ótt-
uðust menn, að hann myndi verða
glaumgosi, vegna þess hve mörg
áhugamál hann hafði. En gagnrýni
heyrist varla lengur. Drottning
hans, hin fagra 42 ára gamla Siri-
kit, er stöðugt við hlið hans. Og
af þeim 25 konungum, sem eftir
eru í heiminum, vinnur enginn
meira en Bhumibol.
BÖNDIN SEM BINDA. Árið 1973
varð hann að hafa afskipti af 521
mismunandi starfi. Það þorp er
varla til í Thailandi, sem hann hef-
ur ekki opnað í skóla, heilsugæslu-
stöð eða byggt stíflu. Mynd hans
má finna á næstum hverju einasta
heimili. „Á tímum, þegar mismun-
andi öfl leitast við að eyða bjóð-
legu lífi,“ segir bandarískur sendi-
ráðsstarfsmaður í Bankok, „er
Bhumibol lifandi sameiningartákn
Thailands sem einnar þjóðar."
Þegar ættarsaga Bhumibols er
tekin til meðferðar, finnst manni
fremur ólíklegt, að hann hneisist
til lýðræðis. Hann er af hinni mik-
ilsmetnu Chakri fjölskyldu í Thai-
landi, sem hefur séð landinu fyrir