Úrval - 01.12.1974, Page 15
HINN FJÖLHÆFI KONUNGUR THAILANDS
13
ungshöllinni kemur í ljós, hve
mjög Bhumibol er í takt við tím-
ann. Afi hans, Chylalongkorn, átti
92 konur, en Bhumibol hefur hald-
ið sig við einkvænið og er trúr
drottningu sinni. Þegar börnin
þeirra — Vajiralongkorn, krón-
prins, nú 22 ára, og systur hans
þrjár — voru yngri, unnu þau sér
inn vasapeninga með því að hirða
blómabeðin í garði hallarinnar.
Thailendingar hafa kunnað vel
að meta lifnaðarhætti og hugsana-
gang konungsfjölskyldunnar, en
þegar Indókínastríðið færðist nær
landamærum Thailands og komm-
únisminn fékk styrkari hljóm-
grunn í Thailandi, neyddust thai-
lendingar til að taka aftur upp
stranga hernaðarstefnu. Stjórnar-
valdið lenti í höndum herstjórnar-
klíku, sem manna á milli var köll-
uð harðstjóraþrenningin. Hana
skipuðu Thanom Kittikachorn,
hershöfðingi, sonur hans, Narong
Kittikachorn, ofursti, og tengdafað-
ir Narongs, Prapas Charusthien,
hershöfðingi.
En eftir því sem stjórnin varð
valdameiri og spilltari, virtist þjóð-
in ganga konungi sínum meira á
hönd: ,,Ég held, að þjóðin hafi
fundið eins og ósjálfrátt, að kon-
ungurinn var þeirra helsta von,“
segir einn af starfsmönnum kon-
ungshallarinnar. „Fólkið skildi, að
eina vald hans var vinsældirnar,
svo það lagði allt í að sýna tryggð
sína og átrúnað."
En atburðirnir, sem leiddu til
„októberbyltingarinnar" 1973, voru
þó í fyrstu ekki tengdir konungin-
um. Þess í stað hófust óeirðirnar
með því, að hópur stúdenta krafð-
ist þess, að herforingjaklíkan
kynnti hina nýju stjórnarskrá, sem
fyrir löngu átti að vera komin, og
efndi til frjálsra kosninga. Við-
brögð klíkunnar voru handtöku-
skipun á þrettán menn, flestum
stúdentum. Þegar hópur mótmæl-
enda safnaðist saman fyrir utan
höll konungsins í Bankok, til þess
að leita stuðnings Bhumibols, var
táragasi beitt á hópinn, og sá kvitt-
ur komst á kreik, að einn stúdent-
anna hefði verið skotinn. Hópur-
inn byrjaði að grýta lögreglu og
hermenn, en var svarað með byssu-
kúlum. Á andartaki breyttust mót-
mælin í byltingu.
Þótt Bhumibol gætti þess vand-
lega að flækjast ekki í pólitískar
þvælur, hefur hann aldrei legið á
því, með hverjum samúð hans væri.
Áður en átökunum var lokið, hafði
hann leyft stúdentunum að setja
upp lækningastöð í hallargarðin-
um. Og á fundi með herforingja-
klíkunni, strax eftir atburðina, er
sagt, að konungurinn hafi lýst and-
styggð sinni á notkun vopna gegn
stúdentunum með mjög svo berum
orðum. Herforingjaklíkan treysti
sér ekki að standa á móti konung-
inum og lagði ekki í frekari blóðs-
úthellingar, heldur sagði af sér og
„harðstjórnarþrenningin11 flúði í út-
legð. Bhumibol skipaði þá fyrstu
stjórnina í 16 ár, sem að mestu var
skipuð óbreyttum borgurum.
Tilraunir thailendinga til lýðræð-
is eru yfirleitt álitnar góðar fréttir
fyrir þjóðir, sem hlynntar eru frjáls-
um og opnum samfélögum í Suð-
austur Asíu. En hversu djúpum