Úrval - 01.12.1974, Síða 15

Úrval - 01.12.1974, Síða 15
HINN FJÖLHÆFI KONUNGUR THAILANDS 13 ungshöllinni kemur í ljós, hve mjög Bhumibol er í takt við tím- ann. Afi hans, Chylalongkorn, átti 92 konur, en Bhumibol hefur hald- ið sig við einkvænið og er trúr drottningu sinni. Þegar börnin þeirra — Vajiralongkorn, krón- prins, nú 22 ára, og systur hans þrjár — voru yngri, unnu þau sér inn vasapeninga með því að hirða blómabeðin í garði hallarinnar. Thailendingar hafa kunnað vel að meta lifnaðarhætti og hugsana- gang konungsfjölskyldunnar, en þegar Indókínastríðið færðist nær landamærum Thailands og komm- únisminn fékk styrkari hljóm- grunn í Thailandi, neyddust thai- lendingar til að taka aftur upp stranga hernaðarstefnu. Stjórnar- valdið lenti í höndum herstjórnar- klíku, sem manna á milli var köll- uð harðstjóraþrenningin. Hana skipuðu Thanom Kittikachorn, hershöfðingi, sonur hans, Narong Kittikachorn, ofursti, og tengdafað- ir Narongs, Prapas Charusthien, hershöfðingi. En eftir því sem stjórnin varð valdameiri og spilltari, virtist þjóð- in ganga konungi sínum meira á hönd: ,,Ég held, að þjóðin hafi fundið eins og ósjálfrátt, að kon- ungurinn var þeirra helsta von,“ segir einn af starfsmönnum kon- ungshallarinnar. „Fólkið skildi, að eina vald hans var vinsældirnar, svo það lagði allt í að sýna tryggð sína og átrúnað." En atburðirnir, sem leiddu til „októberbyltingarinnar" 1973, voru þó í fyrstu ekki tengdir konungin- um. Þess í stað hófust óeirðirnar með því, að hópur stúdenta krafð- ist þess, að herforingjaklíkan kynnti hina nýju stjórnarskrá, sem fyrir löngu átti að vera komin, og efndi til frjálsra kosninga. Við- brögð klíkunnar voru handtöku- skipun á þrettán menn, flestum stúdentum. Þegar hópur mótmæl- enda safnaðist saman fyrir utan höll konungsins í Bankok, til þess að leita stuðnings Bhumibols, var táragasi beitt á hópinn, og sá kvitt- ur komst á kreik, að einn stúdent- anna hefði verið skotinn. Hópur- inn byrjaði að grýta lögreglu og hermenn, en var svarað með byssu- kúlum. Á andartaki breyttust mót- mælin í byltingu. Þótt Bhumibol gætti þess vand- lega að flækjast ekki í pólitískar þvælur, hefur hann aldrei legið á því, með hverjum samúð hans væri. Áður en átökunum var lokið, hafði hann leyft stúdentunum að setja upp lækningastöð í hallargarðin- um. Og á fundi með herforingja- klíkunni, strax eftir atburðina, er sagt, að konungurinn hafi lýst and- styggð sinni á notkun vopna gegn stúdentunum með mjög svo berum orðum. Herforingjaklíkan treysti sér ekki að standa á móti konung- inum og lagði ekki í frekari blóðs- úthellingar, heldur sagði af sér og „harðstjórnarþrenningin11 flúði í út- legð. Bhumibol skipaði þá fyrstu stjórnina í 16 ár, sem að mestu var skipuð óbreyttum borgurum. Tilraunir thailendinga til lýðræð- is eru yfirleitt álitnar góðar fréttir fyrir þjóðir, sem hlynntar eru frjáls- um og opnum samfélögum í Suð- austur Asíu. En hversu djúpum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.