Úrval - 01.12.1974, Qupperneq 21
BLUNDANDI LÍF OG VIRKT
19
bryddað lífsmagni óendanlegs út-
hafs, viðjað segulmagni Norður-
heimsskautsins, hlaðið orku, lífi
og ANDA, þessa þrístrendings, sem
er ytri ásynd þess, er í hinu óræða
dylst.
Þannig er DROTTNING FJALL-
ANNA ÍSLAND, dæmigert tákn
þess valds og máttar, sem náttúran
býr yfir, tíginborin heimsþegn
DÓTTIR HAFSINS, sem hrannar
lífi að fótskör hennar og framtíð.
Skal að þessu reynt að færa nokk
ur rök.
Það er fyrir óralöngu vitað, að
það er líf í öllu efni. En þótt sam-
an hafi dregið með fornri þekkingu
og nýrri með þetta og að efni sé
orka, er ANDINN, sem býr í lífi og
orku og yfir öllu drottnar enn ó-
leyst gáta í heimi raunvísindanna.
Segja má að oft sé leitað langt yfir
skammt, því óvíða mun ANDINN
láta meira til sín taka í mannheimi
nútímans, en einmitt í vísindun-
um. Hvort lifið og andinn liggur
djúpt eða grunnt í efninu — ef svo
má orða það — verður að dæmast
eftir ytri einkennum hlutanna. IS-
LAND leynir ekki einkennum sín-
um.
Nú þegar sannað er, að það er
líf í öllu efni og efni er orka — svo
langt virðast raunvísindin hafa náð
— þá er ekki annað eftir en „hand-
sama“ ANDANN. — en hver vé-
fengir tilvist Hans — og því eðli-
legt að álykta, að þar sem orkan
og lífið í ríki náttúrunnar er um-
svifamest þar sé ANDINN einnig
virkastur, og í þessum kjarna meg-
in raka tilverunnar séu mönnunum
búin grundvallarskilyrði til áhrifa
á framvindu sinnar eigin þróunar.
Hvergi fara saman á einum stað
önnur eins firn lífs og orku eins
og við þennan mikla arin náttúru-
afla ÍSLANDS, þessum kjarna and-
stæðnanna, eldsins í iðrum þess og
jökulkemda haddi, hvar birta ÁRU
ÍSLANDS eyðir mörkum himins og
jarðar í hvitum samruna við blá-
mistur geimsins. Landsins þar sem
váleg veður geisa, —• en grasið
vex grænast — himinn kólgu þak-
inn, — stafar þó fágætum geislum,
—• hafrótið og hafísinn, — sem
flúðir og drangar bryðja, — logn
og hvítir vogar, — hvar æður
hreiðra hólma og sker, — jarð-
skjálftarnir, gosin og hverirnir, sem
klætt gætu landið gróðri og sjúka
læknað, — magnþrungið líf fiski-
miðanna, — vötn og ár og lækir
þanið lífi og orku, og milljóna-
byggðin „með fjaðraþyt og söng“
fjalls og fjöru milli, hvar hafaldan
mynnist við brimsvorfið bergið,
straumþrungan ósinn og kyngibor-
inn foss, þennan bjarta fánabera
orkunnar, sem ÍSLAND ER.
Þannig er virkt líf og orka í rík-
ari mæli í ÍSLANDI, en á öðrum
stöðum á jarðarkringlunni, náttúr-
an öll „opnari“. ANDINN í upp-
reisn gegn fjötrum efnisins, tákn-
rænt og lögbundið uppgjör hans við
efnið, sem hann íklæðist i þjón-
ustu hins ÓRÆÐA til þróunar al-
heimi, til þess aftur að losna úr
því og verða frjáls.
Þannig er ÍSLAND MAGN-
ÞRUNGINN- SVEIPUR ORKU LÍFS
OG ANDA. Draumsýn spámanna
Píramítanna. Hugsjón skálda og
spekinga fornra og nýrra.