Úrval - 01.12.1974, Blaðsíða 27
FRIÐUR RÍKIR í BARNAB.IÍNUM
25
þágu friðarins,“ segir ítölsk stúlka,
Rafaele, sem brátt snýr heim.
Þetta fyrirkomulag hlaut próf-
raun sína þegar í upphafi, þegar
pólsku börnin höfðu hörmungar
stríðsins enn í fersku minni. Eðli-
lega var mikil spenna í loftinu, þeg-
ar þýsku börnin komu.
Heimilisfaðirinn í húsi pólsku
barnanna, Antoni Golas, reyndi
ekki að hafa bein áhrif á tilfinn-
ingar barnanna, en kvöld nokkurt,
skömmu eftir að þýsku börnin
komu, breiddi hann loftmynd af
borg, illa farinni eftir loftárásir, á
borðstofuborðið. „Þetta er Varsjá!“
hrópaði einn af stærri drengjunum
og brast í grát. „Nei,“ svaraði Gol-
as kyrrlátlega. „Þetta er Hamborg,
og þaðan koma öll þessi þýsku
börn.“ Nokkrum dögum síðar, þeg-
ar frú Golas fór kvöldferðina sína
um húsið, trúði sami drengur henni
fyrir því, að hann hefði verið með
eldspýtur í vasanum til þess að
kveikja í húsi þýsku barnanna, en
nú væri hann hættur við það.
Grundvallarhugmyndin um barna-
bæinn — trúin á að vináttan sé
sterkari en hatrið — kom fyrst
fram opinberlega fyrir 30 árum. Þar
átti svissneski heimspekingurinn
Walter Robert Corti hlut að máli.
Þegar Corti var mjög ungur, kynnt-
ist hann heimsstyrjöldinni síðari og
afleiðingum hennar. Hann lagði
fyrir sig spurninguna: „Hvers vegna
drepur fólk hvað annað?“ í lok
stríðsins skrifaði hann athyglis-
verða grein í þýska tímaritið Du,
þar sem hann varpaði fram þessari
tillögu: „Við skulum byggja heim,
þar sem börnin geta lifað.“ Og hann
brá upp mynd af alþjóðlegum barna-
bæ, sem gæti orðið ástríkt heirn-
kynni fyrir heimilislaus börn, stað-
ur, þar sem þau gætu lifað saman
í friði, og vaxið upp sem frjálst fólk.
Tímaritið seldist upp á fimm dög-
um. Bréf streymdu inn, þar sem
fólk lagði fram hugmyndir og bauð
fram hjálp sína og peninga. Árang-
urinn varð sá, að Corti safnaði um
sig hópi vina, sem áttu að hjálpa
við að koma hugmyndinni í fram-
kvæmd. Tilboð um land undir
barnabæinn bárust víðs vegar að úr
Sviss. Hópurinn valdi Trogan með-
al annars af því, að þar höfðu verið
gerðar tilraunir með frjálst kennslu
form — í líkingu við uppeldisfræði
Pestalozzi — að hluta til vegna
þess að staðurinn er í miðju, grænu
akuryrkjuhéraði, ósnortnu af iðn-
aði. Ziirich-arkitektinn Hans Fis-
chli skipulagði barnabæinn endur-
gjaldslaust og yfir 600 ungar mann-
eskjur frá 17 þjóðum tóku sem
sjálfboðaliðar þátt í fyrsta stigi
uppbyggingarinnar, sem stóð í 4 eða
5 ár. Svissneski barnahjálparsjóð-
urinn Pro Juventute skipulagði
miklar söfnunarherferðir á þessum
tíma, meðal annars með lítilli brjóst-
nál með mynd af maríuhænu, sem
skólabörn hafa selt æ síðan. Þar
að auki gáfu einkafyrirtæki búnað
til barnabæjarins og margs konar
matvæli komu frá sölusamtökum
og framleiðendum.
Nú kostar það um 160 milljónir
króna á ári að reka þennan barna-
bæ. En hann er ennþá sjálfstæður
vegna reglulegra framlaga frá „guð-