Úrval - 01.12.1974, Page 28

Úrval - 01.12.1974, Page 28
26 ÚRVAL feðrunum11, sem í allt eru 9 þúsund, gjöfum frá einstaklingum og fyrir- tækjum, ásamt margs konar söfn- unaraðilum. Leikhús og hringleika- hús, hljómleikar og basarar, sem svissnesk börn sjá um, leggja einn- ig verulegan skerf til rekstursins. Þegar barnabærinn átti 25 ára af- mæli 1971, gaf svissneska stjórnin 10 milljónir króna til bæjarins. Byggingarnar sjálfar eru einnig gjafir frá einkaaðilum eða opinber- um stofnunum. Hið nýtískulega bænahús, sem sótt er af börnum með margvísleg trúarbrögð, var gjöf frá svissneskri konu. En minni gjafir eru líka vel þegnar: víet- namskir nemar í Genf gáfu Víet- nam húsinu sjónvarpstæki, finnskt fyrirtæki setti punktinn yfir i-ið í finnska húsinu með þurrabaði (sánu). Garðtaflborðið framan við alþjóðlega skólahúsið er gjöf frá gerðafélaginu í Bern og börnin sjálf leggja sitt af mörkum með því að selja handavinnu sína gest- um, sem heimsækja gjafabúð barna bæjarins. En framtíð Pestalozzi bæjarins er fyrst og fremst komin undir sam- búð landanna. Mesta áfallinu varð bærinn fyrir 1949, þegar pólsku börnin, sem farið höfðu í heimsókn heim, voru kyrrsett af pólsku stjórninni. Arthur Bill, sem stjórn- aði barnabænum í 24 ár og er enn meðal stjórnarmanna, segir: „Það skref hörmum við djúpt. Þótt heim- ur hinna fullorðnu sé klofinn, má heimur barnanna ekki vera það líka.“ Börnin, sem tekin eru í barnabæ- inn, eru valin af opinberum aðil- um eða einkastofnunum í viðkom- andi landi, í samvinnu við stjórn barnabæjarins, sem enn hefur úr- slitavaldið. Evrópsk börn eru venju lega milli 7 og 10 ára, þegar þau koma, en asísk milli 10 og 12. Kom- an til framtíðarheimilisins er börn- unum oft áfall. Tíbetanskur dreng- ur segir: „Við þorðum næstum ekki að sofa í þessum fínu rúmum, með fallegu hvítu rekkjuvoðunum.“ Herra Krishnappa, húsfaðirinn í indverska húsinu, bætir því við, að það sé raunverulega algjörlega framandi fyrir börnin að vera allt í einu komin í fjölskylduumhverfi, umkringd fólki, sem þykir vænt um þau. „Smám saman verður þeim ljóst, að foreldrar hússins og allt fullorðna fólkið vill hjálpa þeim, og það er þarna þeirra vegna og í góðum tilgangi." Börnin eru venjulega gædd meira en meðalgáfum, og helmingurinn kemur frá vanþróuðum þjóðum. Bill segir: „Við óskum fyrst og fremst eftir börnum, sem þarfnast hjálpar, en þarnæst óskum við eft- ir börnum, sem geta snúið til baka og hjálpað öðrum, eftir að hafa þegið hjálp sjálf. Og til þess þarf visst skynsemislágmark.“ Innan skamms mun fyrsti hópur ungra tíbetana hverfa aftur til tí- betönsku nýlendnanna í Indlandi. Þeir heimsóttu þessa staði nokkrar vikur 1972, og það færði þeim sann- inn um, að eftir að hafa lokið menntun sinni í Trogen, geta þeir orðið hagnýtir borgarar í tíbet- önsku samfélögunum í sínu nýja heimalandi. Að aflokinni skólagöngu fá flest
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.