Úrval - 01.12.1974, Síða 28
26
ÚRVAL
feðrunum11, sem í allt eru 9 þúsund,
gjöfum frá einstaklingum og fyrir-
tækjum, ásamt margs konar söfn-
unaraðilum. Leikhús og hringleika-
hús, hljómleikar og basarar, sem
svissnesk börn sjá um, leggja einn-
ig verulegan skerf til rekstursins.
Þegar barnabærinn átti 25 ára af-
mæli 1971, gaf svissneska stjórnin
10 milljónir króna til bæjarins.
Byggingarnar sjálfar eru einnig
gjafir frá einkaaðilum eða opinber-
um stofnunum. Hið nýtískulega
bænahús, sem sótt er af börnum
með margvísleg trúarbrögð, var
gjöf frá svissneskri konu. En minni
gjafir eru líka vel þegnar: víet-
namskir nemar í Genf gáfu Víet-
nam húsinu sjónvarpstæki, finnskt
fyrirtæki setti punktinn yfir i-ið í
finnska húsinu með þurrabaði
(sánu). Garðtaflborðið framan við
alþjóðlega skólahúsið er gjöf frá
gerðafélaginu í Bern og börnin
sjálf leggja sitt af mörkum með
því að selja handavinnu sína gest-
um, sem heimsækja gjafabúð barna
bæjarins.
En framtíð Pestalozzi bæjarins er
fyrst og fremst komin undir sam-
búð landanna. Mesta áfallinu varð
bærinn fyrir 1949, þegar pólsku
börnin, sem farið höfðu í heimsókn
heim, voru kyrrsett af pólsku
stjórninni. Arthur Bill, sem stjórn-
aði barnabænum í 24 ár og er enn
meðal stjórnarmanna, segir: „Það
skref hörmum við djúpt. Þótt heim-
ur hinna fullorðnu sé klofinn, má
heimur barnanna ekki vera það
líka.“
Börnin, sem tekin eru í barnabæ-
inn, eru valin af opinberum aðil-
um eða einkastofnunum í viðkom-
andi landi, í samvinnu við stjórn
barnabæjarins, sem enn hefur úr-
slitavaldið. Evrópsk börn eru venju
lega milli 7 og 10 ára, þegar þau
koma, en asísk milli 10 og 12. Kom-
an til framtíðarheimilisins er börn-
unum oft áfall. Tíbetanskur dreng-
ur segir: „Við þorðum næstum ekki
að sofa í þessum fínu rúmum, með
fallegu hvítu rekkjuvoðunum.“
Herra Krishnappa, húsfaðirinn í
indverska húsinu, bætir því við, að
það sé raunverulega algjörlega
framandi fyrir börnin að vera allt
í einu komin í fjölskylduumhverfi,
umkringd fólki, sem þykir vænt um
þau. „Smám saman verður þeim
ljóst, að foreldrar hússins og allt
fullorðna fólkið vill hjálpa þeim,
og það er þarna þeirra vegna og í
góðum tilgangi."
Börnin eru venjulega gædd meira
en meðalgáfum, og helmingurinn
kemur frá vanþróuðum þjóðum.
Bill segir: „Við óskum fyrst og
fremst eftir börnum, sem þarfnast
hjálpar, en þarnæst óskum við eft-
ir börnum, sem geta snúið til baka
og hjálpað öðrum, eftir að hafa
þegið hjálp sjálf. Og til þess þarf
visst skynsemislágmark.“
Innan skamms mun fyrsti hópur
ungra tíbetana hverfa aftur til tí-
betönsku nýlendnanna í Indlandi.
Þeir heimsóttu þessa staði nokkrar
vikur 1972, og það færði þeim sann-
inn um, að eftir að hafa lokið
menntun sinni í Trogen, geta þeir
orðið hagnýtir borgarar í tíbet-
önsku samfélögunum í sínu nýja
heimalandi.
Að aflokinni skólagöngu fá flest