Úrval - 01.12.1974, Page 32

Úrval - 01.12.1974, Page 32
30 ÚRVAL Capasso, Chip Rigano og bræðurnir Richard og Paul Torpey — stukku upp í bílinn. Þrem mínútum síðar var hann komin að krossgötunum. Klukkan var 10.59. Meðan þeir lyftu mér inn í sjúkra bílinn, var gert viðvart til United Hospital, um 10 km þar frá, sem þetta gerðist. Kallmerkið ,,99“ var sent í gegnum innanhúskallkerfið og kallaði alla, sem ekki höfðu bein- línis öðru að sinna, til slysastofunn- ar. Þar var tekið á móti mér af fær- asta hópi sérfræðinga — tveir hjarta læknar, tveir skurðlæknar, tveir tæknimenn frá hjartadeildinni, tveir öndunaraðstoðarmenn og fjórar hjúkrunarkonur. „Sjúklingurinn var á þessari stundu klíniskt látinn,“ sagði Harold Roth læknir á eftir. „Það var enginn finnanlegur æða- sláttur, enginn andardráttur, yfir- leitt ekkert finnanlegt lífsmark." Kl. 11.10. Læknarnir stungu súr- efnisslöngu niður í barkann á mér og gáfu mér örvandi sprautur, jafn- hliða því sem hjartalínurit og raf- losttaugar voru tengdar við brjóst- kassann. Kl. 11.14. Raflostið lyfti líkama mínum nokkra sentimetra upp af skurðborðinu, en hjartað sýndi ekk- ert lífsmark. Kl. 11.15. Mér var gefið nýtt raf- lost — sem síðustu tilraun — því hjarta mitt hafði nú verið kyrrt i 23 mínútur. Og það ólíklega gerð- ist: Ójöfn lína birtist á línurits- skerminum og öllum til undrunar sperrti ég mig upp og reyndi að rísa á fætur. Það varð að halda mér niðri með valdi. „ÞAR . . . OG TIL BAKA.“ Fyrst nokkru seinna gerði ég mér ljóst, að ég hafði opin augun og gat séð. En ég var enn eins og í öðrum heimi. Það var eins og ég hefði fyr- ir tilviljun fengið þennan líkama, og hann var óþægilegur. „Ég kom til þín,“ sagði Ruth læknir seinna. „Þú varst með fulla meðvitund og ég spurði hvernig þér liði. Þú svar- aðir: „Mér finnst eins og ég hafi verið þar . . . og sé kominn til baka.“ Og það var rétt: Þú hafðir verið „þar“ og þú varst kominn til baka.“ Nú kom erfiður tími. Það var eins og ég næði ekki sambandi við heiminn umhverfis mig. Var ég virkilega hér? spurði ég sjálfan mig. Eða var það ímyndun? Eða var það annað form tilveru, sem ég hafði rétt í þessu kynnst? Hinn sanni raunveruleiki? Ég lá og virti fyrir mér minn eigin líkama með tor- tryggni og undrun. Það var eins og hann lifði sínu eigin lífi, eins og ég væri aðeins gestur í honum skamm- an tíma. Það kom mér á óvart að sjá hönd mína teygja sig út eftir einhverju. Allt, sem ég gerði — borðaði — drakk — fylgdist með öðrum með augunum — var óraun- verulegt, draumkennt, eins og ég horfði á það gegnum slæðu. Þessa fyrstu daga var ég eins og tveir menn. Hvað ég var annars hugar og fjarlægur, var læknunum áhyggjuefni. Þeir óttuðust, að heili minn hefði skaðast, og það stendur greinilega í dagbókinni um mig: „Vaxandi minnisleysi, óskýr skiln- ingur, á því sem gerst hefur . . . taugarannsókn vafasöm, hvað snert- ir dómgreind . . .“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.