Úrval - 01.12.1974, Qupperneq 32
30
ÚRVAL
Capasso, Chip Rigano og bræðurnir
Richard og Paul Torpey — stukku
upp í bílinn. Þrem mínútum síðar
var hann komin að krossgötunum.
Klukkan var 10.59.
Meðan þeir lyftu mér inn í sjúkra
bílinn, var gert viðvart til United
Hospital, um 10 km þar frá, sem
þetta gerðist. Kallmerkið ,,99“ var
sent í gegnum innanhúskallkerfið
og kallaði alla, sem ekki höfðu bein-
línis öðru að sinna, til slysastofunn-
ar. Þar var tekið á móti mér af fær-
asta hópi sérfræðinga — tveir hjarta
læknar, tveir skurðlæknar, tveir
tæknimenn frá hjartadeildinni, tveir
öndunaraðstoðarmenn og fjórar
hjúkrunarkonur. „Sjúklingurinn var
á þessari stundu klíniskt látinn,“
sagði Harold Roth læknir á eftir.
„Það var enginn finnanlegur æða-
sláttur, enginn andardráttur, yfir-
leitt ekkert finnanlegt lífsmark."
Kl. 11.10. Læknarnir stungu súr-
efnisslöngu niður í barkann á mér
og gáfu mér örvandi sprautur, jafn-
hliða því sem hjartalínurit og raf-
losttaugar voru tengdar við brjóst-
kassann.
Kl. 11.14. Raflostið lyfti líkama
mínum nokkra sentimetra upp af
skurðborðinu, en hjartað sýndi ekk-
ert lífsmark.
Kl. 11.15. Mér var gefið nýtt raf-
lost — sem síðustu tilraun — því
hjarta mitt hafði nú verið kyrrt i
23 mínútur. Og það ólíklega gerð-
ist: Ójöfn lína birtist á línurits-
skerminum og öllum til undrunar
sperrti ég mig upp og reyndi að
rísa á fætur. Það varð að halda mér
niðri með valdi.
„ÞAR . . . OG TIL BAKA.“ Fyrst
nokkru seinna gerði ég mér ljóst,
að ég hafði opin augun og gat séð.
En ég var enn eins og í öðrum
heimi. Það var eins og ég hefði fyr-
ir tilviljun fengið þennan líkama,
og hann var óþægilegur. „Ég kom
til þín,“ sagði Ruth læknir seinna.
„Þú varst með fulla meðvitund og
ég spurði hvernig þér liði. Þú svar-
aðir: „Mér finnst eins og ég hafi
verið þar . . . og sé kominn til
baka.“ Og það var rétt: Þú hafðir
verið „þar“ og þú varst kominn til
baka.“
Nú kom erfiður tími. Það var
eins og ég næði ekki sambandi við
heiminn umhverfis mig. Var ég
virkilega hér? spurði ég sjálfan mig.
Eða var það ímyndun? Eða var það
annað form tilveru, sem ég hafði
rétt í þessu kynnst? Hinn sanni
raunveruleiki? Ég lá og virti fyrir
mér minn eigin líkama með tor-
tryggni og undrun. Það var eins og
hann lifði sínu eigin lífi, eins og ég
væri aðeins gestur í honum skamm-
an tíma. Það kom mér á óvart að
sjá hönd mína teygja sig út eftir
einhverju. Allt, sem ég gerði —
borðaði — drakk — fylgdist með
öðrum með augunum — var óraun-
verulegt, draumkennt, eins og ég
horfði á það gegnum slæðu.
Þessa fyrstu daga var ég eins og
tveir menn. Hvað ég var annars
hugar og fjarlægur, var læknunum
áhyggjuefni. Þeir óttuðust, að heili
minn hefði skaðast, og það stendur
greinilega í dagbókinni um mig:
„Vaxandi minnisleysi, óskýr skiln-
ingur, á því sem gerst hefur . . .
taugarannsókn vafasöm, hvað snert-
ir dómgreind . . .“