Úrval - 01.12.1974, Síða 34

Úrval - 01.12.1974, Síða 34
32 ÚRVAL hef kynnst. Og þó var það eins og opinberun um það, sem framundan var, eitthvað nýtt, sem átti að ger- ast. Um þetta hef ég ekki meira að segja, annað en ég vaknaði skyndi- lega á slysastofu sjúkrahússins. Ég verð að endurtaka, að allt, sem ég reyndi fyrir utan ramma hins þekkta raunveruleika okkar, kom ekki fyrir mig eins og ég væri á ferð, sem ég get rifjað upp í minningunni. Þetta er nokkuð, sem ég hef fundið út eftir á, djúpt í undirvitund minni, eins og vitn- eskju, sem engum vafa er undir- orpin. Ég er að eðlisfari fremur tortrygginn, svo ég vil ekki neita, að allt þetta séu eftirköstin af ein- hvers konar heilaskaða, en ég veit samt að eftir heimkomu mína frá þessu öðru tilverustigi er afstaða mín til þessa heims breytt á marg- an hátt og breytist enn, næstum án þess að ég vilji það. Og enn finn ég til löngunar, eins og heimþrár, eftir þessum öðrum raunveruleika, þess- ari ólýsanlegu kyrrð og ró, þar sem „ég“ er hluti af samræmdri heild. Og þessi minning hefur dregið úr hinu fyrra kapphlaupi mínu eftir peningum og velgengni. EFTIRMÁLI: Ég er nú nýkominn heim eftir stuttan og þægilegan skokktúr og sit úti í garði að skrifa. Yfir mér blaktir stór ösp í mildum sunnanvindinum, og úti á götunni ganga tvö lítil börn framhjá og leiðast, algjörlega í sínum eigin heimi. Ég er feginn, að ég er hér og nú, en ég veit, að þessi dásam- legi heimur sólar og vinda, blóma og barna og fólks, sem elskast, þessi hræðilegi heimur mannvonsku, grimmdar og þjáningar, er aðeins einn af mörgum raunveruleikum, sem ég verð að kynnast á leiðinni að fjarlægu og ókenndu marki. En fyrst um sinn heyri ég þessum heimi til og hann mér. ☆ ÞRÝSTILOFTSBOR. Tæknifræðingar við Rannsóknarstofu Málmvinnsluiðnaðarins í Krivoj Rog í Úkraínu, hafa smíðað jarðbor, sem auðveldlega vinn- ur á frosinni jörð. Borinn gengur fyrir þrýstiloftsmótor, og við tilraunir, sem gerðar hafa verið í Tjumenhéraðinu í vesturhluta Síberíu, hefur hann reynst bora tíu sinnum hraðar en borar af eldri gerðum. Kostnaður við boranir lækkar þar með um helming. Borvélar þessar eru notaðar til að bora lóðréttar og hallandi holur fyrir staurum, háspennulínum og húsum á túndrusvæðunum, en þar er frost í jörðu árið um kring. APN.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.