Úrval - 01.12.1974, Side 36

Úrval - 01.12.1974, Side 36
34 ÚRVAL var meðan hann sat á þjálfunar- hjólinu, bjargaði sennilega lífi hans. Svo heppnir voru ekki þeir 118, sem voru • í BEA þotunni, sem i júní 1972 hrapaði strax eftir flug- tak á Heathrow flugvelli í London. Allir um borð fórust, rannsókn leiddi í ljós, að flugmaðurinn, 51 árs gamall, hafði fengið hjartaslag strax eftir að vélin var komin í loftið. Við krufningu kom einnig í ljós, að hjartasjúkdómur flug- mannsins hafði verið að búa um sig í 30 ár eða meira, en samt hafði hin miskunnarlausa þrenging krans æðanna ekki komið í ljós á hjarta- línuritum sem tekin voru við hinar reglubundnu læknisrannsóknir flug- áhafnanna. „Hjartalínurit, sem tekið er þeg- ar sjúklingurinn liggur afslappaður á bakinu, er í mörgum tilfellum ekki nægjanlegt," segir einn sér- fræðingurinn. „Fjöldi sjúklinga með kransæðakölkun sýnir full- komlega eðlilegt hvíldarlínurit. Það verður að prófa hjartað nákvæm- lega eins og bíll er prófaður — það verður að fara með hann út á veg og láta hann þeysa.“ En hvernig er hægt að prófa hjarta undir álagi, án áhættu? Að- ur fyrr var hjartalínurit tekið eftir að sjúklingurinn hafði þrammað í þrjár mínútur upp og niður af skammeli á hæð við stigaþrep. Sum- um sjúklingum er þetta of mikil áreynsla, en hinum of lítil, og margir læknar guldu varhuga við aðferðinni, þar sem hún gat falið í sér hættu á að sjúklingurinn hnigi niður dauður af áreynslunni, þótt sú hætta væri raunar hverfandi. Við þá aðferð, sem notuð er nú til dags, er tekið svokallað vinnu- hjartalínurit: Sjúklingurinn er lát- inn stíga þjálfunarhjól, en samtím- is er fylgst án afláts með hjarta- línuritinu, þrýstingi og hjartslætti. Á þann hátt er strax hægt að láta hann hætta, ef einhver merki koma fram, sem benda til of mikils álags á hjartað. „Með vinnu-hjartalínuriti fáum við óbeinlínis mynd af, hve hugsan- leg æðakölkun hefur þrengt æð- arnar,“ segir stjórnandi í einni rannsóknarstofu hjartasjúkdóma. „Það gefur okkur mikilsverða vís- bendingu, ef kransæðastífla er í nánd.“ Álagsprófunin getur einnig kom- ið upp um hættu á niðurfallssýki, en það er ef blóðþrýstingurinn eykst óeðlilega. Til dæmis fannst hjá einum sjúklingi, konu, eðlileg- ur blóðþrýstingur, þegar hún var í hvíld, en skömmu eftir að hún var farin að stíga þjálfunarhjólið, jókst blóðþrýstingurinn þar til hann var yfir 200, sem var allt of hátt við ekki meira erfiði. Á hinn hátt getur prófið útilokað möguleika á kransæðasjúkdómum. Verkfræðingi nokkrum hafði þrisv- ar verið ekið á sjúkrahús á fullri ferð, vegna þess að hann hafði mikla verki í brjóstholinu. „Maður- inn var orðinn sálsjúklingur. Hann þorði varla að hreyfa sig af ótta við að fá eitt af þessum „hjarta- köstum“,“ segir læknir hans. „En svo reyndum við hann á þjálfunar- hjólinu, fyrst varlega, en jukum
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.