Úrval - 01.12.1974, Page 36
34
ÚRVAL
var meðan hann sat á þjálfunar-
hjólinu, bjargaði sennilega lífi
hans.
Svo heppnir voru ekki þeir 118,
sem voru • í BEA þotunni, sem i
júní 1972 hrapaði strax eftir flug-
tak á Heathrow flugvelli í London.
Allir um borð fórust, rannsókn
leiddi í ljós, að flugmaðurinn, 51
árs gamall, hafði fengið hjartaslag
strax eftir að vélin var komin í
loftið. Við krufningu kom einnig í
ljós, að hjartasjúkdómur flug-
mannsins hafði verið að búa um
sig í 30 ár eða meira, en samt hafði
hin miskunnarlausa þrenging krans
æðanna ekki komið í ljós á hjarta-
línuritum sem tekin voru við hinar
reglubundnu læknisrannsóknir flug-
áhafnanna.
„Hjartalínurit, sem tekið er þeg-
ar sjúklingurinn liggur afslappaður
á bakinu, er í mörgum tilfellum
ekki nægjanlegt," segir einn sér-
fræðingurinn. „Fjöldi sjúklinga
með kransæðakölkun sýnir full-
komlega eðlilegt hvíldarlínurit. Það
verður að prófa hjartað nákvæm-
lega eins og bíll er prófaður — það
verður að fara með hann út á veg
og láta hann þeysa.“
En hvernig er hægt að prófa
hjarta undir álagi, án áhættu? Að-
ur fyrr var hjartalínurit tekið eftir
að sjúklingurinn hafði þrammað í
þrjár mínútur upp og niður af
skammeli á hæð við stigaþrep. Sum-
um sjúklingum er þetta of mikil
áreynsla, en hinum of lítil, og
margir læknar guldu varhuga við
aðferðinni, þar sem hún gat falið í
sér hættu á að sjúklingurinn hnigi
niður dauður af áreynslunni, þótt
sú hætta væri raunar hverfandi.
Við þá aðferð, sem notuð er nú
til dags, er tekið svokallað vinnu-
hjartalínurit: Sjúklingurinn er lát-
inn stíga þjálfunarhjól, en samtím-
is er fylgst án afláts með hjarta-
línuritinu, þrýstingi og hjartslætti.
Á þann hátt er strax hægt að láta
hann hætta, ef einhver merki koma
fram, sem benda til of mikils álags
á hjartað.
„Með vinnu-hjartalínuriti fáum
við óbeinlínis mynd af, hve hugsan-
leg æðakölkun hefur þrengt æð-
arnar,“ segir stjórnandi í einni
rannsóknarstofu hjartasjúkdóma.
„Það gefur okkur mikilsverða vís-
bendingu, ef kransæðastífla er í
nánd.“
Álagsprófunin getur einnig kom-
ið upp um hættu á niðurfallssýki,
en það er ef blóðþrýstingurinn
eykst óeðlilega. Til dæmis fannst
hjá einum sjúklingi, konu, eðlileg-
ur blóðþrýstingur, þegar hún var í
hvíld, en skömmu eftir að hún var
farin að stíga þjálfunarhjólið, jókst
blóðþrýstingurinn þar til hann var
yfir 200, sem var allt of hátt við
ekki meira erfiði.
Á hinn hátt getur prófið útilokað
möguleika á kransæðasjúkdómum.
Verkfræðingi nokkrum hafði þrisv-
ar verið ekið á sjúkrahús á fullri
ferð, vegna þess að hann hafði
mikla verki í brjóstholinu. „Maður-
inn var orðinn sálsjúklingur. Hann
þorði varla að hreyfa sig af ótta
við að fá eitt af þessum „hjarta-
köstum“,“ segir læknir hans. „En
svo reyndum við hann á þjálfunar-
hjólinu, fyrst varlega, en jukum