Úrval - 01.12.1974, Qupperneq 37
ÁLAGSPRÓFIÐ KEMUR UPP UM . . .
35
það svo smám saman, þar til hjart-
sláttur hans var komin yfir 190 á
mínútu, en hvergi var minnsta vís-
bending um kransæðasjúkdóm.
Hann var nýr maður, þegar hann
fór frá okkur, fullur af trú á lífið
og það hefur ekkert verið að hon-
um síðan.“
Ef þú hefur eftirfarandi sjúk-
dómseinkenni, er ekki ólíklegt að
læknirinn þinn stingi upp á vinnu-
hjartalínuriti: Andstuttur, með
þrýsting eða verki í brjóstholinu,
þegar þú stendur í erfiði (til dæm-
is ef þú gengur upp marga stiga)
eða þú kemst úr jafnvægi. Einnig
ef þú hefur óreglulegan hjartslátt.
Kvörtunum af þessu tagi mega
læknar ekki vísa frá sér sem
„taugaslappleik“ eða „meltingar-
truflun“. Og maður verður að vera
sérstaklega vel á verði gagnvart
þessum sjúkdómseinkennum, ef
einn eða fleiri af eftirfarandi þátt-
um er til staðar: hjartasjúkdómar
í fjölskyldunni. hækkun blóðþrýst-
ings, sykursýki, hækkun kólester-
óls í blóði, offita, tóbaksmisnotkun
eða mikið álag á einn eða annan
hátt. Og menn, sem hafa lengi ver-
ið hreyfingarlitlir, en vilja hefja
íþróttaiðkun eða aðra mikla hreyf-
ingu, ættu að láta taka vinnu-
hjartalínurit, svo þeir viti hvað þeir
mega bjóða hjarta sínu. Ef rann-
sókn leiðir í ljós, að hjartað sé á
einhvern hátt veiklað, er í mörgum
tilfellum hægt að þjálfa það að
nýju, og allir læknar geta gefið
fyrirmæli um, hvernig þú getur án
áhættu aukið afköst hjarta þíns,
hve mikla hreyfingu þú mátt hafa,
hve þétt og hve lengi í senn. Þar
að auki er mikilvægt að fjarlægja
þá þætti áhættu, sem hægt er, svo
sem fitu, tóbaksmisnotkun og of
mikið kólesteról.
„Hjartalínurit, meðan sjúklingur-
inn stendur í erfiði, er áreiðanleg-
asta aðferðin til að meta ástand
hjartans," segir einn hjartasérfræð-
ingurinn. „Það getur leitt sjúkdóma
í ljós, meðan þeir eru enn á byrj-
unarstigi, og línuritið ætti að verða
sjálfsagður hluti af allri almennri
heilbrigðiskönnun."
☆
STÆRSTA MJÓLKURBÚ EVRÓPU.
í Tjertanovo, sem er hverfi í Moskvu, er verið að reisa mjólkur-
bú, sem verður hið stærsta í Evrópu. Mun vinnsla og pökkun hinna
ýmsu famleiðslutegunda mjólkurbúsins, s. s. mjólkur, rjóma, jógurt
o. s. frv. fara fram í sjálfvirkum vélum og verða framleiðsluvör-
urnar í misstórum umbúðum, sem auðvelt er að pakka niður í
kassa.
Mjólkurbúið mun vinna úr um 325 þúsund lítrum mjólkur á
hverri vakt. Allri starfsemi í sambandi við vinnslu mjólkurinnar
og pökkun, svo og útkeyrslu, verður stjórnað frá sérstöku stjórn-
borði. APN.