Úrval - 01.12.1974, Side 40

Úrval - 01.12.1974, Side 40
38 ÚRVAL segir Louis Glunz, vínkaupmaður og gestgjafinn í ferðinni, sem í voru systir hans, fimm börn hans, konur þeirra og menn, svo og 27 barna- börn. Boðið er upp á ferðir fyrir marga áhugahópa: Ferðir fyrir einhleypa til dæmis, eða fegurðar- og líkams- þjálfunarferðir fyrir menn og kon- ur. Ferðir með stöðugu hljómleika- haldi, eða ferðir fyrir fjármála- fólk, þar sem boðið er upp á fyrir- lestra um verðbréfaviðskipti, svo að eitthvað sé nefnt. Ekki er alltaf feitan gölt að flá, hvað þessar sérstöku ferðir snert- ir. Einn talsmanna skipafélaganna viðurkennir opinskátt: „Flestar ferðir eru farnar til að fylla klef- ana á tímum þegar lítið er að gera. Stundum heppnast þær framúr- skarandi vel. En hitt er mun ofta’-, að þær gera það ekki.“ í einni ferð sem þótti takast sérlega illa, voru farþegarnir fengnir á þeirri for- sendu að þeir ættu að grenna sig í ferðinni. í lok ferðarinnar kom i ljós við könnun, að farþegarnir höfðu í raun fitnað. „Við reiknuð- um það út, að þeir komu einu tonni þyngri til hafnar, en þegar lagt var upp,“ viðurkenndi yfirkokkur skips ins. Á hinn bóginn eru skemmtisigl- ingaskip, sem eiga velgengni sína að þakka að miklu leyti matseðli skipsins. Af hálfu sælkera ag mat- manna hefur skip Frönsku línunn- ar SS France verið álitið vera ríkj- andi konungur „haute cusine“ á heimshöfunum, en því stolti er haldið uppi með tonnum af kjöti, fersku grænmeti, crepes suzettes og súkkulaði soufflés, sem framreitt er af 180 kokkum skipsins og hjálpar- liði þeirra. Sennilega eru óvenjulegustu ferð- irnar þær, sem fundnar voru upp af Lars-Eric Lindblad, sem þekktur er sem Jules Verne ferðaiðnaðarins. Hann á 2500 tonna ísbrjót, sem rúm- ar 92 farþega, en á honum flytur hann farþega til Suðurheimskauts- landsins og Norður-íshafsins. Lind- blad er með á prjónunum að smíða þrjú ný skemmtisiglingaskip, sér- sönnuð til ferða upp Amazonfljót- ið, Níl og Brahmaputrafljótið í Ind- landi. Einnig eru uppi ráðagerðir um smíði skips, sem mun að þrem fjórðu vera neðan sjávarborðs. „Salir skipsins," segir Lindblad, „koma til með að vera þannig að veggirnir verða nær eingöngu úr gleri, svo farþegarnir sjá hvali, fiska og annað sjávarlíf fyrir utan allan daginn.“ Til eru önnur afbrigði. Sum skipa félög ná farþegum frá Mið-Ameríku með því að taka á sig allt að 80% af flugfargjaldinu fram og til baka frá heimilum þeirra til brottfarar- hafnar. Önnur bjóða tveggja til þriggja daga ferðir út í bláinn fyrir fólk, sem fer bara vegna þess að það nýtur þess að vera um borð á skipi. Enn aðrir, og það sem ekki hvað síst nýtur vinsælda, bjóða skip sín til fjármálamanna og félagasam- takp til ráðstefnuhalds. (Chase Man hattan bankinn í New York og bandarísku læknasamtökin eru með al þeirra sem svo hafa gert). Talsmaður samtaka bandarískra ferðaskrifstofa, sem í eru 12 þúsund meðlimir, bendir þeim, sem áhuga
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.