Úrval - 01.12.1974, Page 43

Úrval - 01.12.1974, Page 43
HVERNIG TEDDYBANGSINN VARÐ TIL 41 sinna í Lederstrasse. Saumastofan gekk bærilega og gaf af sér fyrir daglegu brauði. En það leið langur tími milli pantana á barnafötum, pilsum og borðdúkum úr filti. Börnin komust fljótt upp á lag með að smeygja sér inn í búðina henn- ar og hlusta á ævintýri, litla sauma konan sagði framúrskarandi vel frá. Venjulega fjölluðu sögur hennar um dýr, og börnin vildu sjá þessi dýr. Og dag einn, árið 1880, varð Gréta frænka í fyrsta skipti við bón þeirra. Hún var búin með dags- verkið og nokkrar hvítar filtpjötl- ur höfðu gengið af. Úr þeim bjó hún til glaðlegan, skýrteygan fíl, sem hún tróð út með tuskuafgöng- um. Að lokum saumaði hún bláan söðul á hann. Börnin urðu hrifin og þrábáðu um meira af leikföng- um. Það leið ekki á löngu, þar íil Margarete notaði alla sína frítíma í að búa til dýr, og hún fór að velta fyrir sér hvort fleiri börn kynnu ekki að hafa gaman af þeim. Fritz bróðir hennar tók pokafylli af leik- fangadýrum og fór með þau á mark- að í nágrannabæ. Fyrir kvöldið hafði hann selt þau öll. Eftirspurnin jókst, nágrannabæ- irnir sendu inn pantanir í stríðum straumum og smám saman óx iðn- aðurinn. Hún bætti við saumakon- um og Margarete sjálf hafði sitt vissa sæti við tndann á löngu vinnu borði. 1886 framleiddi verkstæðið yfir 5000 uppstoppaða fíla fyrir ut- an fjölda annarra dýra - — apa, asna, hesta, grísa og kameldýra. Brátt gat Margarete flutt sig í stærra húsnæði í Múhlstrasse, sem árið 1947, á hundrað ára ártíð hennar, var gefið nafnið Margarete Steiff Strasse. Gréta frænka, eins og börnin kölluðu hana, var alltaf boðin og búin, ef veikindi herjuðu á aðra, en aldrei kvartaði hún yfir bæklun sinni. Ef barn einhverrar sauma- konunnar var veikt, sá hún alltaf um, að það fengi leikfang. Á hverju vori stóð hún fyrir skógarferð fyrir börnin í bænum og á hverjum jól- um var stórt jólatré sett upp í saumastofunni með hrúgu af gjöf- um undir. Smám saman vöktu leikföng Margarete Steiff athygli í öðrum löndum. 1893 var úrvalið af dýrun- um orðið svo mikið, að hún gat sent út lista yfir þau, og sama árið leigði hún sýningarbás á Leipzig- sýningunni. Og eftirspurnin jókst. Langt fram yfir getu verkstæðisins. Margarete varð að senda verkefni í heima- vinnu. Sjálf hafði hún nóg að gera, þeysandi um bæinn í hjólastólnum. Hún vakti yfir framleiðslunni og sá um framkvæmdaatriði. En svona gat það ekki gengið lengi. Hún varð að hafa almennilegt húsnæði. 1903 var byggð verksmiðja, sem er enn í gangi — furðulega nýtísku- leg bygging, með miklu af stórum gluggum. Árið 1903 urðu þýðingarmiklir atburðir á ýmsum sviðum. Leik- fangaiðnaðurinn krafðist stöðugt nýrra hluta. Þetta ár byrjaði Rich- ard frændi hennar og fjórir bræð- ur hans að vinna hjá hinu blómstr- andi fyrirtæki föðursystur sinnar,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.