Úrval - 01.12.1974, Page 50
48
ÚRVAL
hæð og þilfarið en í næstu andrá
sex metrum lægra. En með því að
reikna rétt út ölduna og tímann,
tókst öllum mönnunum sex að lenda
heilu og höldnu í gúmmíbátnum.
Mikil hætta var á því, að línur
kynnu að lenda í stýri skipsins, ef
báturinn væri sendur á milli skip-
anna í bandi. Hann var því losað-
ur og róið í gegnum stórsjóina tii
Smith-Lloyd.
Bakker stýrimaður, sem stjórn-
aði björguninni frá Smith-Lloyd,
gaf skipun um að kasta línum móti
björgunarbátnum. Margar misstu
marks, en nokkrar náðu, og ákafar
hendur um borð drógu gúmmíbát-
inn upp að skipinu. En ölduhæðin
var svo mikil, að um klukkustund
tók að koma mönnunum um borð.
Þegar hér var komið sögu, voru
mennirnir í gúmmíbátnum orðnir
stirðir af kulda og suma hafði kal-
ið. Samt gátu þeir klöngrast upp
kaðalstiga upp á þilfarið — allir
nema einn, Jesus Diazy Salas, 18
ára spænskur piltur, sem flækti
fæturna í lausri línu. Allt í einu
hékk hann með höfuðið niður í ís-
köldum öldum Atlantshafsins og
gat enga björg sér veitt. Bakker,
sem var léttilega vaxinn og fimur
eins og köttur, flýtti sér niður kað-
alstigann og út í dansandi gúmmí-
bátinn. Þrátt fyrir öldurótið tókst
honum að ná í Salas, skera hann
lausan og binda hann meðvitundar-
lausan í taug, svo hægt væri að
draga hann um borð í Smith-Lloyd.
Vaagnes skipstjóri fylgdist með
þessu úr brúnni á Rumba og komst
að þeirri niðurstöðu, að hættulegra
væri að reyna að bjargast með
gúmmíbátnum heldur en að vera
kyrr um borð í skipi hans, sem þó
var farið að hallast ískyggilega.
Hann neitaði fleiri mönnum að
reyna að komast yfir í Smith-Lloyd.
Klukkan 3.58 um nóttina hafði
veðrið gengið það mikið niður, að
þyrla var kominn á staðinn frá
Sidney í Nova Scotia. Flugstjórinn,
Dan Campbell, hnitaði hringa yfir
staðnum og virti fyrir sér skipið,
sem valt og stakkst á öldunum.
Hann sá enga leið til að bjarga
áhöfninni að náttarþeli. „Við kom-
um aftur í birtingu,“ kallaði hann
í gegnum talstöðina, en hélt síðan
til olíuborunarstöðvarinnar Sedco I.
Þar tók hann eldsneyti og skipaði
fimm manna áhöfn sinni að sofa
eins og hún gæti.
Á meðan færði Straatman skip-
stjóri Smith-Lloyd 103 þannig. að
hugsanlegt væri að koma drátt.ar-
taug um borð í Rumba. Þrátt fyrir
hættu á árekstri, lagði hann skipi
sínu þannig, að ekki voru nema 20
metrar milli hans og flutninga-
skipsins. Þremur línum var skotið
með línubyssu yfir í flutningaskip-
ið, en árangurslaust. Áhöfn Rumba
gat ekki handsamað þær.
Tonnie Bakker hafði hlýjað sér
og var kominn í þurr föt. Hann
kom nú aftur upp á þiljur.
,,Ég skal fara á skektunni yfir
um,“ sagði hann. Hann fór í björg-
unarbelti og lína var bundin utan
um hann, áður en hann lagði af
stað. Öldurnar fleygðu litlu skekt-
unni, álbáti með litlum flotholtum,
eins og korktappa. Þótt skektan
gæti ekki sokkið, gat hún auðveld-
lega oltið og steinrotað Bakker.