Úrval - 01.12.1974, Síða 50

Úrval - 01.12.1974, Síða 50
48 ÚRVAL hæð og þilfarið en í næstu andrá sex metrum lægra. En með því að reikna rétt út ölduna og tímann, tókst öllum mönnunum sex að lenda heilu og höldnu í gúmmíbátnum. Mikil hætta var á því, að línur kynnu að lenda í stýri skipsins, ef báturinn væri sendur á milli skip- anna í bandi. Hann var því losað- ur og róið í gegnum stórsjóina tii Smith-Lloyd. Bakker stýrimaður, sem stjórn- aði björguninni frá Smith-Lloyd, gaf skipun um að kasta línum móti björgunarbátnum. Margar misstu marks, en nokkrar náðu, og ákafar hendur um borð drógu gúmmíbát- inn upp að skipinu. En ölduhæðin var svo mikil, að um klukkustund tók að koma mönnunum um borð. Þegar hér var komið sögu, voru mennirnir í gúmmíbátnum orðnir stirðir af kulda og suma hafði kal- ið. Samt gátu þeir klöngrast upp kaðalstiga upp á þilfarið — allir nema einn, Jesus Diazy Salas, 18 ára spænskur piltur, sem flækti fæturna í lausri línu. Allt í einu hékk hann með höfuðið niður í ís- köldum öldum Atlantshafsins og gat enga björg sér veitt. Bakker, sem var léttilega vaxinn og fimur eins og köttur, flýtti sér niður kað- alstigann og út í dansandi gúmmí- bátinn. Þrátt fyrir öldurótið tókst honum að ná í Salas, skera hann lausan og binda hann meðvitundar- lausan í taug, svo hægt væri að draga hann um borð í Smith-Lloyd. Vaagnes skipstjóri fylgdist með þessu úr brúnni á Rumba og komst að þeirri niðurstöðu, að hættulegra væri að reyna að bjargast með gúmmíbátnum heldur en að vera kyrr um borð í skipi hans, sem þó var farið að hallast ískyggilega. Hann neitaði fleiri mönnum að reyna að komast yfir í Smith-Lloyd. Klukkan 3.58 um nóttina hafði veðrið gengið það mikið niður, að þyrla var kominn á staðinn frá Sidney í Nova Scotia. Flugstjórinn, Dan Campbell, hnitaði hringa yfir staðnum og virti fyrir sér skipið, sem valt og stakkst á öldunum. Hann sá enga leið til að bjarga áhöfninni að náttarþeli. „Við kom- um aftur í birtingu,“ kallaði hann í gegnum talstöðina, en hélt síðan til olíuborunarstöðvarinnar Sedco I. Þar tók hann eldsneyti og skipaði fimm manna áhöfn sinni að sofa eins og hún gæti. Á meðan færði Straatman skip- stjóri Smith-Lloyd 103 þannig. að hugsanlegt væri að koma drátt.ar- taug um borð í Rumba. Þrátt fyrir hættu á árekstri, lagði hann skipi sínu þannig, að ekki voru nema 20 metrar milli hans og flutninga- skipsins. Þremur línum var skotið með línubyssu yfir í flutningaskip- ið, en árangurslaust. Áhöfn Rumba gat ekki handsamað þær. Tonnie Bakker hafði hlýjað sér og var kominn í þurr föt. Hann kom nú aftur upp á þiljur. ,,Ég skal fara á skektunni yfir um,“ sagði hann. Hann fór í björg- unarbelti og lína var bundin utan um hann, áður en hann lagði af stað. Öldurnar fleygðu litlu skekt- unni, álbáti með litlum flotholtum, eins og korktappa. Þótt skektan gæti ekki sokkið, gat hún auðveld- lega oltið og steinrotað Bakker.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.