Úrval - 01.12.1974, Side 54
52
ÚRVAL
þjálfunarstöð í Plymouth í Michi-
gan, þar sem 80 hundar voru undir
stöðugri þjálfun Chuck Art, sem
breytir þessum fallegu skepnum í
ferfætta löggæsluverði. Þeir hund-
ar, sem valdir eru úr, eru næstum
undantekningarlaust karlkyns, inn-
an tveggja ára. Flestir eru gefnir
til þessara starfa af hálfu einkaað-
ila. Töluverður fjöldi verður að
„hverfa frá námi“ vegna skapgalla
eða líkamlegra missmíða; annar
stór hluti er ekki hæfur vegna
annarra ágalla — sumir verða of
æstir og aðrir eru hræddir við
byssur, en þetta kemur fram með-
an stendur á fyrsta „námskeiðinu“,
en það varir í fjórtán vikur. Þjálf-
unardeild K-9 í Washington D.C.
hafnar t. d. um 60% hundanna þeg-
ar í upphafi og aðeins 14 af hverj-
um hundrað standast þessar fyrstu
14 vikur. Til þjálfunar fyrir eitur-
lyfjasnuðr kemst að jafnaði að-
eins einn af hverjum 150 gegnum
„inntökuprófin".
Fyrsta mánuðinn læra hundarnir
algjöra hlýðni við mannlegar fyrir-
skipanir. Og sumir læra að hlýða
allt að 50 mismunandi fyrirmælum.
Svo eru þeir þjálfaðir í að rekja
spor í margháttaðri leit, og að
grípa afbrotamenn undir margvís-
legum kringumstæðum. Góð frammi
staða er ævinlega launuð þegar í
stað með kjassi eða vinsamlegum
leik. Eitt af því, sem talið er nauð-
synlegt til að koma á algjörri sam-
stöðu milli lögreglumanns og hunds,
er að hundarnir búi á heimilum
vaktfélaga sinna og þá er kannað
fyrirfram, hvort fjölskyldan er til
þess hæf. „Hin ósýnilegu og órjúf-
anlegu vináttubönd verða að vera
til staðar,“ segir fyrrverandi yfir-
þjálfari hunda í Washington D.C.,
T. Patrick Cahill. „Engin hræðsla
eða hrottaskapur. Það verður að
sýna hundunum vingjarnleik og
sanngirni, ásamt stjórnsemi.“
Þegar hundarnir hafa verið þjálf-
aðir, geta þeir gert ótrúlegustu af-
rek. Þeir fella afbrotamenn í einu
stökki, þjóta upp rimlastiga til að
veiða menn á flótta. Nauðgarar
hafa komist að raun um, að þeir
eru hvergi óhultir fyrir hundunum.
Nýlega gerðist það, að 7 ára stúlku-
barn í Detroit var tælt afvega.
Vaktfélagi Josephs Solomons, lög-
reglumanns, rakti slóð afbrota-
mannsins yfir skólahlað, sem
krökkt var af slóðum barna; síðan
fylgdi hann slóðinni um 2 km veg
og stökk þar inn í hús og beina
leið að árásarmanninum og fórnar-
lambi hans í svefnherbergi baka til
í húsinu — og þetta var þriðja af-
rek hundsins í þessa veru á jafn
mörgum mánuðum.
í mestu glæpahverfum stórborg-
anna eru hundarnir og fylgdarmenn
þeirra stöðugt í eftirliti, frá 8 á
kvöldin til 8 á morgnana, fótgang-
andi eða í talstöðvarbílum. Lög-
reglan í New Orleans hefur hund í
eftirlitsbílum, sem geta látið til
skarar skríða með andartaks fyrir-
vara. í Fíladelfíu var komið upp
K-9 eftirlitsdeild á neðanjarðar-
stöðvum borgarinnar, einkum að
næturþeli, til þess að hafa áhrif á
alvarlegan afbrotafaraldur á þess-
um stöðum. Árangurinn var ótrú-
leg fækkun vasaþjófnaða, árása og
annars þvílíks.