Úrval - 01.12.1974, Síða 54

Úrval - 01.12.1974, Síða 54
52 ÚRVAL þjálfunarstöð í Plymouth í Michi- gan, þar sem 80 hundar voru undir stöðugri þjálfun Chuck Art, sem breytir þessum fallegu skepnum í ferfætta löggæsluverði. Þeir hund- ar, sem valdir eru úr, eru næstum undantekningarlaust karlkyns, inn- an tveggja ára. Flestir eru gefnir til þessara starfa af hálfu einkaað- ila. Töluverður fjöldi verður að „hverfa frá námi“ vegna skapgalla eða líkamlegra missmíða; annar stór hluti er ekki hæfur vegna annarra ágalla — sumir verða of æstir og aðrir eru hræddir við byssur, en þetta kemur fram með- an stendur á fyrsta „námskeiðinu“, en það varir í fjórtán vikur. Þjálf- unardeild K-9 í Washington D.C. hafnar t. d. um 60% hundanna þeg- ar í upphafi og aðeins 14 af hverj- um hundrað standast þessar fyrstu 14 vikur. Til þjálfunar fyrir eitur- lyfjasnuðr kemst að jafnaði að- eins einn af hverjum 150 gegnum „inntökuprófin". Fyrsta mánuðinn læra hundarnir algjöra hlýðni við mannlegar fyrir- skipanir. Og sumir læra að hlýða allt að 50 mismunandi fyrirmælum. Svo eru þeir þjálfaðir í að rekja spor í margháttaðri leit, og að grípa afbrotamenn undir margvís- legum kringumstæðum. Góð frammi staða er ævinlega launuð þegar í stað með kjassi eða vinsamlegum leik. Eitt af því, sem talið er nauð- synlegt til að koma á algjörri sam- stöðu milli lögreglumanns og hunds, er að hundarnir búi á heimilum vaktfélaga sinna og þá er kannað fyrirfram, hvort fjölskyldan er til þess hæf. „Hin ósýnilegu og órjúf- anlegu vináttubönd verða að vera til staðar,“ segir fyrrverandi yfir- þjálfari hunda í Washington D.C., T. Patrick Cahill. „Engin hræðsla eða hrottaskapur. Það verður að sýna hundunum vingjarnleik og sanngirni, ásamt stjórnsemi.“ Þegar hundarnir hafa verið þjálf- aðir, geta þeir gert ótrúlegustu af- rek. Þeir fella afbrotamenn í einu stökki, þjóta upp rimlastiga til að veiða menn á flótta. Nauðgarar hafa komist að raun um, að þeir eru hvergi óhultir fyrir hundunum. Nýlega gerðist það, að 7 ára stúlku- barn í Detroit var tælt afvega. Vaktfélagi Josephs Solomons, lög- reglumanns, rakti slóð afbrota- mannsins yfir skólahlað, sem krökkt var af slóðum barna; síðan fylgdi hann slóðinni um 2 km veg og stökk þar inn í hús og beina leið að árásarmanninum og fórnar- lambi hans í svefnherbergi baka til í húsinu — og þetta var þriðja af- rek hundsins í þessa veru á jafn mörgum mánuðum. í mestu glæpahverfum stórborg- anna eru hundarnir og fylgdarmenn þeirra stöðugt í eftirliti, frá 8 á kvöldin til 8 á morgnana, fótgang- andi eða í talstöðvarbílum. Lög- reglan í New Orleans hefur hund í eftirlitsbílum, sem geta látið til skarar skríða með andartaks fyrir- vara. í Fíladelfíu var komið upp K-9 eftirlitsdeild á neðanjarðar- stöðvum borgarinnar, einkum að næturþeli, til þess að hafa áhrif á alvarlegan afbrotafaraldur á þess- um stöðum. Árangurinn var ótrú- leg fækkun vasaþjófnaða, árása og annars þvílíks.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.