Úrval - 01.12.1974, Page 59

Úrval - 01.12.1974, Page 59
PLEBANI LOGREGLUMAÐUR . . . 57 áður en þeir lentu inn í mekkinum. A löngum kafla sá varla handa skil. Þegar þetta þykka þokutjald féll, runnu vörubílar og einkabílar saman og hávaðinn varð ærandi. Bílarnir snerust, krömdust, ultu, farmurinn tvístraðist, glerbrotum rigndi og ástandið varð ólýsanlegt. Casper La Marca varð þess var, að eitthvað lokaði fyrir honum vegin- um. Hann sneri stýrinu eins og hann gat, rakst á vörubíl og stað- næmdist. Hann þeyttist út um dyrnar, varð fyrir einhverju, sem flaug um loftið, og veltist undir dráttarbíl, sem var á hreyfingu. Með einstöku snarræði tókst hon- um að velta sér þannig, að hann væri undir miðjum bílnum, og slapp þannig við að verða undir afturhjólunum. Svo sá hann hvítt vegarriðið útundan sér, velti sér þangað, kastaði sér yfir og var þannig úr allri hættu. Wesley East var ekki svona heppinn. Efri helm- ingurinn af póstvagninum hans skarst hreinlega af við áreksturinn, og hann lézt þegar í stað. A eftir honum kom Bill Diegel með viskí- bílinn. Hann klesstist allur saman og Diegel kastaðist lífvana út á veginn. Dick Zimmerman og John Mott í malbikstankbílunum fórust einnig. Asfalttankarnir klofnuðu eins og melónur og heitt asfaltið gusaðist yfir þjóðveginn. Neistar frá boddístáli, sem skall saman, og rafkerfum bílanna, sem sundruðust og leiddu út, kveiktu í dísilolíunni og bensíninu, sem nú rann um allt, og ástandið varð enn skelfilegra. þegar tjaran og viskíið bættust í hópinn. Margir þeirra, sem í þessu lentu og sluppu lifandi, minntust einskis, frá því að áreksturinn varð. Utan við þetta þykka, svarta teppi vissi enginn um skeið hvað gerst hafði. Loks kallaði bílstjóri á bensínbíl, sem stöðvast hafði í um- ferðinni á leið suðureftir til New- ark, um örbylgjusenditæki sitt, að honum sýndist hann hafa séð sprengingu i þokunni framundan. Simonetti og Plebani heyrðu þessi skilaboð og flýttu sér á staðinn. Þeir lentu í umferðarstöðvuninni á leið suður, en fóru út á vegarbrún- ina og brutust þar áfram með blikkandi ljósum og öskrandi síren- um. Ökumenn, sem höfðu hiaupið út úr bílum sínum, þutu á móti þeim, veifuðu öllum skönkum og hrópuðu: „Tankbíll logandi! Allt er að springa!" Simonetti hafði varla stöðvað bílinn, þegar Plebani var kominn út og tekinn til fótanna. Hann strauk fætinum við vegarriðið til að hafa vísbendingu um, hvert hann væri að fara. Hann heyrði hróp og stunur og snarkið í eldin- um, en sá ekkert, fyrr en vind- blær lyfti svartri hulunni af smá- stund, en svo hvarf allt aftur. Rétt fyrir framan sig, og þó í fjarska, sá hann logandi flökin, og verur á ráfi: „Hér er allt í einni stöppu, Tony,“ sagði hann við félaga sinn um talstöðina. ,,Newark,“ kallaði hann svo, „ég þarf að fá allar hjálp- arsveitir, sem þið getið í té látið. Ég er með hörkuklesstan dráttar- bíl, tankbíl, sem olían lekur úr á veginn, og að minnsta kosti þrjá aðra stóra bíla, alla í klessu. Hér
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.