Úrval - 01.12.1974, Side 61

Úrval - 01.12.1974, Side 61
PLEBANI LOGREGLUMAÐUR . . . 59 Diegel í alls konar braki. Hann var að rísa upp með rúmlega 200 hundr- uð punda skrokkinn á herðunum, þegar dekk af trukki sprakk og stykki úr því lenti á bakinu á hon- um. Hann datt og lenti ofan á Bill Diegel. Hann fann þreytuna og ótt- ann steypast yfir sig: „Leggstu niður og vertu kyrr.“ Þetta var regla, sem þeim hafði verið kennd í stríðinu, þegar allt var komið í óefni. „Ekki hér, Plebani,“ sagði hann upphátt. Lögreglumaðurinn reis óstyrkur á fætur, þreif í háls- málið á Diegel og neyddi sig til að halda áfram með hann. Þegar hér var komið sögu, var önnur slökkviliðsdeild Kearney í New Jersey komin á staðinn, og slökkviliðsmennirnir flýttu sér til hjálpar. Stanley Paradowski slökkvi liðsforingi, greip í handlegginn á Plebani. „Taktu þessu rólega, drengur,“ sagði hann mildilega. ,,Þú ert meiddur. Við skulum koma þér í sjúkrabíl." Paradowski sá, að skyrta unga mannsins var gegn- vætt í blóði, hárið sviðið og and- litið skærrautt af hitanum frá eld- inum. „Nei, nei-“ hrópaði Plebani. „Það eru ennþá menn fastir. Ég þarf að fá vökvatjakka." Óþolinmæðin glampaði í augum Paradowski. „Hvað þykistu vera?“ spurði hann. „Plebani lögreglumaður, herra." Paradowski bar höndina að húfu- derinu með virðingu. „Gott, lög- reglumaður," svaraði hann. „Vís- aðu okkur veginn.“ Alveg fram í dögun, og lengur þó, vann Plebani með slökkviliðs- mönnunum og bjargaði fleiri öku- mönnum úr vítinu. Hann tók sér einu sinni hlé til að anda að sér súrefni, og hélt svo aftur inn í bar- dagann. Að lokum gaf Buriello honum skipun um að setjast inn í bíl og hvíla sig. Nokkrum vikum seinna skrifaði Frank Maggion, lögregluforingi, skýrslu: „Plebani lögreglumaður," skrifaði hann, „hélt langt yfir þau mörk, sem skilja á milli almennrar skyldu og hetjuskapar í lögreglu- störfum. Við mælum með því, að hann hljóti umbun fyrir fágæta hetjudáð sína.“ Það liðu enn fleiri vikur, áður en kona Plebanis, Sharyn, las þessa skýrslu og vissi söguna til fulls. Allan daginn 24. október, hafði hún beðið eftir því, að eigin- maður hennnar kæmi heim og færi með hana og Cornel yngri á skemmtun, sem þau höfðu ætlað að fara á. Hún náði ekki sambandi við Plebani. Stöðin í New York sagði aðeins, að hann væri ennþá að rannsaka slys. Sharyn og Cornel yngri fóru á skemmtunina án hans. Þegar þau komu heim kl. 10.30 um kvöldið, var hann nýkominn úr baði og hafði klætt sig aftur. Hann sat við eldhúsborðið og var að fá sér kaffi. Hún sá, að hár hans var sviðið og andlitið rautt. Henni rann til rifja útlit hans, og hún laut yfir hann til að kyssa hann. „Er allt í lagi með þig?“ spurði hún. „Svona nokkurn veginn,“ svaraði hann þumbaralega. „Bara langur dagur.“ *
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.