Úrval - 01.12.1974, Síða 64
62
ÚRVAL
bílnum. Hann tottar annan vindil
sinn þennan daginn. Þetta er
herðabreiður maður, 48 ára gam-
all, með silfrað hár, fremur þykkar
varir og augu, sem eru ofurlítið
skásett niður á við, græn og köld.
Lögreglumennirnir víkja frá í
lotningu fyrir hinum alvarlega yf-
irmanni allra leynilögreglumanna í
Suður-Brooklyn. Bernie Jacobs, yf-
irmaður 61 leynilögregludeildar í
Suður-Brooklyn, skýrir í flýti frá
því, sem þeir vita um Nanny Mc-
Ewen. Hún hafði verið á leið til
sumarvinnu sinnar við byggingar-
fyrirtæki föður síns í Brooklyn.
Ekkert er vitað um það, sem gerð-
ist um morguninn að undanteknu
því, sem DeSiero sjálfur varð vitni
að. Hvað komið hafði fyrir stúlk-
una var öllum hulið.
„Hver getur fengið af sér að
skjóta svona fallegt barn?“ spurði
Jacobs og hristi höfuðið.
„Enginn," hreytti Seedman út úr
sér. „Þegar ekið er á 70 km hraða
getur enginn, ekki einu sinni mesta
meistaraskytta heims, skotið svona
markvisst í höfuð ökumanns. Hann
hefði orðið að skjóta úr bíl, sem
hefði ekið samhliða þessum á sama
hraða — en það hefði Vito séð.
Þetta hlýtur að vera einskær hend-
ing, tilviljun, þar sem líkurnar eru
ein á móti billjón.“ Hann starði á
Camaroinn. „Hefur nokkur skrúfað
gluggana upp eða niður?“
„Enginn, foringi," svaraði Ja-
cobs. „Hér er allt eins og það var.
Aðeins vinstri afturglugginn op-
inn.“
Hvaðan kom skotið? Úr því að
glerið í öllum hinum gluggunum
var óskemmt, hlaut kúlan að hafa
komið inn um vinstri afturglugga,
svo henni hefði verið skotið að
Camaronum aftan frá, þeim megin
vegarins sem vissi að Sheepshead
Bay. Hugsanlegt var, að skotið
hefði verið frá sefinu eða sandhól-
unum, sem lágu niður að Plum
Beach eða úr almenningsbaðhús-
inu, sem var 200 metra út með veg-
inum, úr þeirri átt sem bíllinn kom
úr; einnig var möguleiki að skotið
hefði verið frá bílastæði, sem var
meðfram þeirri braut vegarins, sem
flutti umferðina í hina áttinna. Ef
til vill gat skotinu einnig hafa ver-
ið skotið frá báti á flóanum eða
frá einhverri tuttugu og átta hæða
íbúðablokkinni, sem verið var að
byggja hinum megin við flóann.
Seedman skipaði neyðarvaktinni og
kúlnafræðingunum að fínkemba
ströndina og sandhæðirnar í leit að
skothylki. Hann vissi að það var
erfitt að leita að svo litlum hlut á
slíkum stað, en ef þeir fyndu skot-
hylki vissu þeir hvaðan skotið
hefði komið. „Látið strákana koma
með sundskýlurnar," sagði Seed-
man. „Þeir taka því ekki eins illa
að missa helgarfríið, ef þeir geta
stungið sér aðeins í sjóinn á milli.“
Alla helgina meðan dagsbirtu
naut voru leitarflokkar að störfum
á og við Plum Beach. Þeir fundu
ekkert skothylki. Á mánudags-
morgun fékk Seedman sérstakan
flokk manna frá Port Monmouth,
New Jersey, til að leita á strönd-
inni með málmskynjurum. Ekkert
fannst. Þegar sólin hneig til viðar
á mánudagskvöldi, stóð Seedman
þreyttur og ráðvilltur á strönd-