Úrval - 01.12.1974, Side 66

Úrval - 01.12.1974, Side 66
64 ÚRVAL sagði Jacobs. „Hvar ættum við svo sem að byrja?“ Á skrifstofuveggnum var stórt kort af Brooklyn. Seedman strauk fingrunum hægt upp og niður eftir neðri helmingi kortsins. Allt í einu nam fingur hans staðar. „Byrjið — nákvæmlega hér.“ Jacobs gekk úr skugga um, hver staðurinn var: Knapp Street, norð- ur af Belt Parkway, um það bil mílu lengra út með veginum en slysið varð. Það var örugglega ekki úr þeirri stefnu, sem kúlan hafði komið. Hvers vegna benti Seedman nákvæmlega á þennan blett? For- inginn gat sjálfur ekki skýrt það — hvorki þá né síðar. TILVILJUN? Morguninn eftir byrjuðu tveir leynilögreglumenn að rannsaka húsaröðina við Knapp Street. Þriðji staðurinn, sem þeir komu að, var bensínstöð. Inni á skrifstofunni fundu þeir eigandann, Theodore DeLisi, 46 ára gamlan, þar sem hann var að fara yfir reikn- inga sína: „Áttu riffil? “ spurðu leynilög- reglumennirnir. „Já, ég á einn niðri í báti, læstan inni.“ „Hvaða tegund?“ „Það er Enfield,“ svaraði DeLisi og horfði niður í bókhaldsbækurn- ar sínar. „Einn af þessum bresku.“ Svo fann hann þögnina og leit upp með skelfingu í augnaráðinu. „Þessi stúlka var skotin með .22 riffli, var það ekki? Það las ég í blaðinu. í guðana bænum segið mér að hún hafi verið skotin með .22 Theodore DeLisi sagði alla sög- una í sjö klukkustunda yfirheyrslu á miðvikudag. Tveimur vikum áð- ur, í lok júní, hafði hann farið út á báti sínum LUAU til að veiða. Það var nóg af fiski, en það var meira af hákörlum og þeir ráku fiskinn burtu. DeLissi var gramur yfir veiðileysinu, en minntist þess þá, að þegar hann ásamt tveimur öðrum keypti LUAU fyrir fáum ár- um, hafði riffill fylgt með í kaup- bæti, einmitt í því skyni að hrekja burt hákarlana. Þegar hann kom aftur í land, fór hann til þess félag- ans, sem hafði haft riffilinn í vörslu sinni síðan, og tók hann hjá hon- um. 8. júlí var góður veiðidagur, eng- in ský, aðeins hafgola. Þegar De- Lisi beygði fyrir sjöundu bauju í sundinu í átt til hafs teygði hann sig eftir rifflinum. „Það er best að sjá hvernig þetta virkar,“ sagði hann við sjálfan sig. Hann sá bjór- dós fljóta á sjónum rétt hjá bauj- unni. Hann miðaði og hitti dósina í fyrsta skoti. Ánægður með árang'- urinn lyfti hann rifflinum og skaut öðru skoti, áður en hann tók stefn- una til hafs. Seinni kúlan fór framhjá bjór- dósinni og skall á sjónum, nærri lá- rétt. Fyrir kúlu, sem skellur á vatni með jafnmiklum hraða og kúla af þessu tagi, er vatnið eins og stálplata. Hún endurkastaðist með smell, tók stefnu norður yfir víkina og hélt áfram upp yfir fjör- una, yfir sandhólana og sefið við Plum Beach. Hún þeyttist þvert yf- ir bílastæðið og austurstefnuakrein Belt Parkway. Hún hlýtur að hafa
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.