Úrval - 01.12.1974, Síða 66
64
ÚRVAL
sagði Jacobs. „Hvar ættum við svo
sem að byrja?“
Á skrifstofuveggnum var stórt
kort af Brooklyn. Seedman strauk
fingrunum hægt upp og niður eftir
neðri helmingi kortsins. Allt í einu
nam fingur hans staðar. „Byrjið —
nákvæmlega hér.“
Jacobs gekk úr skugga um, hver
staðurinn var: Knapp Street, norð-
ur af Belt Parkway, um það bil
mílu lengra út með veginum en
slysið varð. Það var örugglega ekki
úr þeirri stefnu, sem kúlan hafði
komið. Hvers vegna benti Seedman
nákvæmlega á þennan blett? For-
inginn gat sjálfur ekki skýrt það
— hvorki þá né síðar.
TILVILJUN? Morguninn eftir
byrjuðu tveir leynilögreglumenn að
rannsaka húsaröðina við Knapp
Street. Þriðji staðurinn, sem þeir
komu að, var bensínstöð. Inni á
skrifstofunni fundu þeir eigandann,
Theodore DeLisi, 46 ára gamlan,
þar sem hann var að fara yfir reikn-
inga sína:
„Áttu riffil? “ spurðu leynilög-
reglumennirnir.
„Já, ég á einn niðri í báti, læstan
inni.“
„Hvaða tegund?“
„Það er Enfield,“ svaraði DeLisi
og horfði niður í bókhaldsbækurn-
ar sínar. „Einn af þessum bresku.“
Svo fann hann þögnina og leit
upp með skelfingu í augnaráðinu.
„Þessi stúlka var skotin með .22
riffli, var það ekki? Það las ég í
blaðinu. í guðana bænum segið mér
að hún hafi verið skotin með .22
Theodore DeLisi sagði alla sög-
una í sjö klukkustunda yfirheyrslu
á miðvikudag. Tveimur vikum áð-
ur, í lok júní, hafði hann farið út
á báti sínum LUAU til að veiða.
Það var nóg af fiski, en það var
meira af hákörlum og þeir ráku
fiskinn burtu. DeLissi var gramur
yfir veiðileysinu, en minntist þess
þá, að þegar hann ásamt tveimur
öðrum keypti LUAU fyrir fáum ár-
um, hafði riffill fylgt með í kaup-
bæti, einmitt í því skyni að hrekja
burt hákarlana. Þegar hann kom
aftur í land, fór hann til þess félag-
ans, sem hafði haft riffilinn í vörslu
sinni síðan, og tók hann hjá hon-
um.
8. júlí var góður veiðidagur, eng-
in ský, aðeins hafgola. Þegar De-
Lisi beygði fyrir sjöundu bauju í
sundinu í átt til hafs teygði hann
sig eftir rifflinum. „Það er best að
sjá hvernig þetta virkar,“ sagði
hann við sjálfan sig. Hann sá bjór-
dós fljóta á sjónum rétt hjá bauj-
unni. Hann miðaði og hitti dósina
í fyrsta skoti. Ánægður með árang'-
urinn lyfti hann rifflinum og skaut
öðru skoti, áður en hann tók stefn-
una til hafs.
Seinni kúlan fór framhjá bjór-
dósinni og skall á sjónum, nærri lá-
rétt. Fyrir kúlu, sem skellur á
vatni með jafnmiklum hraða og
kúla af þessu tagi, er vatnið eins
og stálplata. Hún endurkastaðist
með smell, tók stefnu norður yfir
víkina og hélt áfram upp yfir fjör-
una, yfir sandhólana og sefið við
Plum Beach. Hún þeyttist þvert yf-
ir bílastæðið og austurstefnuakrein
Belt Parkway. Hún hlýtur að hafa