Úrval - 01.12.1974, Qupperneq 67
SAGAN UM DULARFULLU BYSSUKÚLUNA
rétt smogið yfir riðið, sem er milli
akreinanna.
Þegar kúlan nálgaðist gula Ca-
marobílinn, nærri tveimur kíló-
metrum frá bátnum, þaðan sem
henni var upprunalega skotið, hef-
ur hún verið farin að tapa hraða.
Hefði vinstri afturgluggi bílsins
verið lokaður, hefði kúlan líklega
hrokkið af glerinu eða í mesta lagi
brotið gat á það. En glugginn var
opinn og kúlan hafði nákvæmlega
nægilegan kraft til að smjúga inn
í höfuðkúpu Nancy McEwen, rétt
fyrir aftan vinstra eyra.
18. júlí 1967 var Theodore De-
Lisi ákærður í glæparétti Brook-
lyn fyrir morð á Nancy McEwen
og fyrir að skjóta af riffli innan
borgarmarkanna. Síðar var fallið
frá morðákærunni og DeLisi var
dæmdur í 100 dollara sekt fyrir
minna brotið. Þótt ótrúlegt mætti
virðast, þekktust hann og látna
65
stúlkan; þau höfðu eitt sinn verið
nágrannar.
Leynilögreglumenn tala enn um
Belt Parkway málið vegna hinna
þriggja furðulegu tilviljana. í fyrsta
lagi að kúlan skyldi ramba einmitt
á þann stað, sem hún hafði þessar
örlagaríku afleiðingar, eftir allt sitt
ferðalag. í öðru lagi að í borg, sem
telur milljónir íbúa, skyldu fjöl-
skyldur þess, sem skaut, og þess,
sem skotinn var, vera kunningjar.
En það, sem þykir mesta tilvilj-
unin af öllu, er þó það sem lengst
lifir í minningunni. Hún er sú, að
í nærri 400 ferkílómetra borg,
skyldi yfirmaður leynilögreglunnar
benda nákvæmlega á þá einu húsa-
röð, þar sem hægt var að komast
til botns í Belt Parkway málinu.
Menn hans hafa séð það of oft til
að kalla það nokkuð annað en sér-
staklega dularfullt dæmi um hinn
einstaka hæfileika Alberts Seed-
mans. A
BETRI ER BELGUR HJÁ EN BARN.
Fyrir nokkru ákvað ég að fara í megrunarkúr, og notaði til þess
eitt af þessum nýmóðins megrunarefnum, sem eiga að koma í
staðinn fyrir mat. Lítil vinkona fimm ára gamallar dóttur minnar
gat ekki dulið forvitni sína, þegar hún sá, að skipulaginu hafði
verið breytt í borðkróknum hjá okkur. Borðinu hafði verið ýtt
alveg upp að vegg, svo enginn gat setið við þann borðsendann.
„Nonni bróðir var vanur að sitja þarna,“ útskýrði dóttir mín, „en
nú situr hann hérna megin, þar sem mamma var vön að sitja.“
„Hvar situr þá mamma þín?“ spurði vinkonan.
„Mamma borðar ekki með okkur lengur,“ sagði dóttir mín.
„Hún bara drekkur.“
M.S.