Úrval - 01.12.1974, Síða 70

Úrval - 01.12.1974, Síða 70
68 tilfinningum sínum og öðlast tak- mark til að keppa að á réttan hátt. 1. VIÐURKENNA, AÐ REIÐI SÉ EÐLILEGT ÁSTAND. Fyrir stuttu lýsti rólegur mið- aldra maður því fyrir mér, hvernig hann hefði orðið að bíða eftir ben- sínafgreiðslu óheyrilega lengi. Rétt áður en röðin kom að hon- um, tilkynnti afgreiðslumaðurinn, að bensínið væri þrotið af tankin- um. „Ég varð svo reiður,“ sagði hann, ,,að ég missti alveg stjórn á mér. Ég stökk út úr bílnum og æpti eins og fábjáni. Ég held, að ég hafi verið hræðilegur.“ Þótt þessi viðbrögð væru vægast sagt ekki uppbyggjandi, máttu þau heita eðlileg eins og á stóð. Sál- fræðingar telja, að vonbrigði, og hindrun að ákveðnu takmarki, séu sannarlega orsök eða móðir reið- innar í einhverri mynd. Þannig er á mannlegan hátt mælt eðlilegt, að allir geti reiðst og allir hafi því raunverulega afsökun fyr- ir reiði sinni. Önnur staðreynd er þó erfiðari viðfangs til viðurkenningar, nefni- lega sú, að við getum orðið ægilega reið við þá, sem okkur þykir vænst um. Nýlega hafði ég unga móður til meðhöndlunar. Hún og maður hennar, lögfræð- ingur að starfi, höfðu búið lengi saman, án þess að þeim yrði barna auðið. Loks eignaðist hún samt heil- brigðan son. En í stað þess að verða hamingjusöm, varð hún sífellt meira ÚRVAL og meira þunglynd, kvíðafull og þreytt. „Ég hlýt að vera hræðileg mann- eskja,“ sagði hún við mig. „Ég hef jafnvel hugleitt að stytta barninu aldur.“ Eftir nokkra fundi og samtöl komst þessi sjúklingur að raun um, að reiði hennar við barnið var eins eðlileg og fögnuður hennar yfir fæð ingu þess. Hin langþráða ósk, sem þá rættist, hafði krafist mikilla fórna. Hún varð að segja upp ágætu starfi, og barnið tók stöðugt meira og meira af tíma hennar og kröft- um. En skynsamleg og rökrétt hugsun um þetta allt kom henni bráðlega í jafnvægi. 2. GERÐU ÞÉR GREIN FYRIR TILEFNI REIÐINNAR. Oft skeytir fólk skapi sínu á allt öðru tilefni, allt annarri persónu og allt öðrum tíma en efni standa til í raun og veru. Margt fordóma- fullt fólk er raunverulega óham- ingjusamt, bálreiðar manneskjur, sem dirfast ekki að ganga beint að efninu eða orsökum skapofsa síns. Slík farvegafölsun getur oft valdið miklum skaða, en allt gengið vel, sé reiðinni beint í rétta átt. Ung kennslukona, sem ég átti að leiðbeina, var þekkt í skóla sínum sem „öskurapinn". Unglingarnir, sem hún kenndi, voru bókstaflega hræddir við hana. En að nokkrum viðtölum lokn- um kom í ljós, að framkoma henn- ar og hátterni átti rót sína að rekja til þess, að hún var ein að burðast með elliæran föður, algjörlega hjálparlaus.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.