Úrval - 01.12.1974, Qupperneq 72
70
ÚRVAL
Tálga spýtu, mála mynd, hreinsa
illgresi úr garðinum, andlegt eða
efnislegt viðfangsefni af einhverju
tagi, getur orðið ákaflega mikils
vert til að slaka á spennu og eign-
ast nýja skoðun á umhverfinu.
En umfram allt, láttu ekki reið-
ina brenna þig upp!
Finndu leið til að nota kraftinn,
sem hún veitir, á jákvæðan hátt,
svo að hún fái skapandi en ekki
eyðandi útrás.
Hún getur orðið afl og tæki til
heilsusamlegrar sjálfsþekkingar og
sjálfsstjómar og eflt til uppbyggi-
legra framkvæmda og athafna.
,,Sá, sem stjórnar sjálfum sér, er
meiri en sá, sem vinnur borgir“.
'A-
BÖRN ÖÐLAST FULLA HEILSU.
Lífi 400 barna, sem þjást af meðfæddum hjartagöllum, er ár-
lega bjargað við Bakulev sjúkrahúsið í Moskvu. Nokkur börn
gátu „lifað með“ sjúkdómi þessum, en þá sem öryrkjar. Og fram
til þessa hafa læknar álitið hann ólæknandi. Á undanförnum ár-
um hefur náðst mikill árangur í hjartaskurðlækningum, og læknar
Bakulev sjúkrahússins staðið þar mjög framarlega. — Vladimir
Burakovsky, forstöðumaður sjúkrahússins, varð til dæmis fyrstur
skurðlækna til að koma fyrir gervilokum í lungnaslagæðum.
APN.
DÝR ÞRÍFAST VEL í KAMTSJATKA.
Aðflutt dýr þrífast mæta vel í Kamtsjatka í Austur-Síberíu.
Fyrir fjórum árum voru 1000 elgir fluttir þangað, nú eru þeir 1600.
Fullvaxin karldýr verða um 700 kg á þyngd, þ. e. mun stærri en
frændur þeirra í Evrópu. Sömu sögu má segja um íkornana, þeir
skjóta alls staðar upp kollinum. Gaupan, minkurinn og orrafugl-
inn gera sig sömuleiðis heimakomin í Síberíu.
APN.
í raun og veru er ekki mikill munur á íkorna, sem safnar hnet-
um, og manni, sem safnar peningum. Rétt eins og íkorninn reynir
maðurinn — að minnsta kosti í fyrstu — að sinna nauðþurftum
sínum. Eg veit ekki mikið um íkorna, en ég held að þeir hafi til-
finningu fyrir því, hvenær þeir haf fengið nóg. Að þessu leyti
standa þeir manninum framar, sem oft veit ekki, hvenær hann
hefur aflað sér nægilegs fjár, og hættir stundum öllu í fáfengi-
legri von um að eignast ennþá meira.
Bernard Baruch.