Úrval - 01.12.1974, Qupperneq 74
72
ÚRVAL
við kvöldverð. Hann var Gerald
Ford. Samtal okkar þá varð upp-
hafið að náinni vináttu.
Gerald Ford vai'ð skyndilega
þrítugasti og áttundi forseti Banda-
ríkjanna fyrir nokkrum mánuðum.
Vegna langvarandi vináttu okkar
verður dómur minn um Ford for-
seta aldrei algerlega óhlutdrægur.
Við höfum átt of margt sameigin-
legt til þess, að svo verði. Seint á
sjötta áratugnum vorum við ósam-
mála Eisenhower forseta og börð-
umst til sigurs fyrir smíði Polaris
kafbáta, sem reyndust ómetanlegir
í Kúbudeilunni nokkrum árum
seinna. Fyrir tíu árum, í annarri
baráttu, sem var stjórnmálalega séð
erfið, var ég meðal forgöngumanna
þess, að Jerry (Gerald) Ford var
kjörinn leiðtogi minnihlutans í full-
trúadeildinni. Fyrir ári, þegar ég
starfaði fyrir Hvíta húsið, hitti ég
Nixon forseta að máli til að sann-
færa hann um, að Ford væri best
fallinn til að gegna varaforseta-
embættinu. Á umliðnum árum hef
ég séð athafnir, sem lýsa glöggt,
hvernig maður Gerald Ford er, og
gefa til kynna, hvers konar leið-
togi hann mun sennilega verða.
TALAÐ AF S'ÉR. í viðtali í fyrra,
sem Ford taldi ekki vera til birt-
ingar, gagnrýndi hann, þá varafor-
seti, í almennu spjalli James
Schlesinger varnarmálaráðherra og
sagði, að hann væri klaufalegur í
viðskiptum við þingið. Birting þess-
ara ummæla skaðaði Schlesinger
og varpaði skugga á framtíð hans
í stjórnmálum. Schlesinger er
sterkur varnarmálaráðherra og
gáfaður maður, sem er vel að sér
í myrkviðum kjarnorkumálanna,
tölvutækni og flóknum fjármálum.
En hann hafði aðeins verið skamma
stund í Pentagon, og miskunnar-
lausar kröfur varnarmálaráðuneyt-
isins gáfu honum lítil tækifæri til
að greiða úr flækjunum á þinginu.
„Ég var sannarlega ósanngjarn,“
sagði Jerry við mig. „Það er til of
mikils mælst að ætlast til, að nokk-
ur maður geti lært jafnmikið um
þingið á nokkrum mánuðum og við
höfum lært á tuttugu árum.“
Ford hringdi til Schlesingers og
viðurkenndi mistök sín og fullviss-
aði hann um stuðning sinn. Seinna
bað hann mig að hringja til ráð-
herrans fyrir sig og endurtaka af-
sökunarbeiðnina. Jerry Ford verða
á mistök eins og okkur öllum, en
ólíkt mörgum okkar er hann ekki
hræddur við að viðurkenna þau.
ÞÖGULL STYRKUR. Jerry hef-
ur mikið þol og orku. Ég veit dæmi
þess, að hann hafi flogið frá Wash-
ington síðdegis, flutt ræðu, snúið
aftur sama kvöldið og komið til
morgunverðar hress og afslappaður
eftir þriggja eða fjögurra tíma
svefn. „Ég gerði mér fyrir nokkr-
um árum grein fyrir því, að það,
sem virtist vera líkamlegur styrk-
ur hans, er í rauninni andlegur
styrkur. Því að Ford hefur sjálfs-
traust og er sáttur við sjálfan sig
og guð sinn. Hann biður oft bænir,
stundum í hópi náinna vina.
Þetta innra öryggi gerir honum
kleift að slappa af. Það skýrir einn-
ig að nokkru, hvers konar forseti
ég held hann muni verða. Þar sem
Jerry Ford treystir á sjálfan sig,
kýs hann oft að afla upplýsinganna