Úrval - 01.12.1974, Síða 78
76
ÚRVAI,
starfa meira en nokkur varafor-
seti hefur áður gert. Hann mun
líklega ferðast meira, koma með
fleiri nýjar hugmyndir og taka að
sér meiri ábyrgð en nokkur banda-
rískur varaforseti í sögunni hefur
gert.
Hann er þess konar maður, at-
orkusamur, ákafur, bjartsýnn og
óþreytandi. Hann er einnig mjög
sjálfstæður og framsækinn, honum
halda engin bönd.
Val Rockefellers í embættið leiddi
tvennt í ljós. f fyrsta lagi, að Ford
vill hafa sterkan varaforseta og
sterka og atorkusama stjórn, og í
öðru lagi, að Ford hefur til að bera
innri styrk og sjálfstraust, nægi-
legt til að þora að fá við hlið sér
öfluga foringja.
Rockefeller er 66 ára, og hann á
að baki 34 ára reynslu í stjórn-
málum. Hann starfaði sem aðstoð-
armaður forsetanna Roosevelts,
Trumans og Eisenhowers og var
fylkisstjóri í New York-fylki fjög-
ur kjörtímabil, lengur en nokkur
annar maður síðan á nýlendutím-
anum. f aliri stjórnartíð sinni sá
hann til þess, að New York var í
fararbroddi um nýiungar í félags-
legum framförum. f desember 1973
sagði hann af sér embætti fylkis-
stjóra og gekkst fyrir stofnun 41
manns nefndar, sem hann styrkti
með hátt í 100 milljón króna fram-
lagi úr eigin vasa og sömu fjárhæð
frá Laurance bróður sínum. Til-
gangurinn var að rannsaka megin-
vandamálin, sem Bandaríkin þurfa
að leysa í framtíðinni. Meðal þeirra
eru orkumál, umhverfismál, efna-
hagsmál, jafnvægi í heimsmálum,
fólksfjölgunarvandamálið, matvæla-
vandinn, heilbrigðismál og velferð-
armál.
Afskipti Nelson Rockefellers af
opinberum málum hófust fyrir ein-
bera tilviljun. Móðir hans var með-
al stefnanda „Safns nútíma Iista“ í
New York-borg, og árið 1939 hafði
Roosevelt forseta verið boðið að
tala við vígslu nýrrar byggingar
safnsins. f samtali við forsetann
minntist Nelson á, að enginn í
Bandaríkjunum hugsaði um mál-
efni Suður-Ameríku, meðan stríðs-
blikur voru á lofti í Evrópu. „Semdu
fyrir mig greinargerð um þetta,“
var uppástunga Roosevelts.
Nelson samdi langa greinargerð
um, hvað gera skyldi. Forsetinn
hreifst af og stofnaði nýja skrif-
stofu, og Nelson Rockefeller, 32
ára, fékk það verkefni að vinna að
samræmingu á stefnu Bandaríkj-
anna gagnvart öðrum Ameríkuríkj-
um á tímum stríðsins. Hann naut
hverrar mínútu í þessu starfi, hrað-
ans, deilnanna milli skrifstofa og
tilfinningarinnar um, að hann ynni
að einhverju mikilvægu.
Eftir stríðið gegndi Nelson mik-
ilvægu hlutverki við samningu
sumra ákvæðanna í sáttmála Sam-
einuðu þjóðanna. Síðar gekkst hann
fyrir þvi, að faðir hans keypti og
gaf land á Manhattaneyju fyrir
nær 800 milljónir króna til þess, að
þar .risu aðalstöðvar Sameinuðu
þjóðanna.
NÝR „KÚSTUR“ í PÓLITÍK.
Rockefeller gekkst sem aðstoðar-
maður Eisenhowers forseta fyrir 13
rannsóknum og áætlunum, sem
höfðu það markmið að endurskipu-