Úrval - 01.12.1974, Page 79
NÝJA FORYSTAN í BANDARÍKJUNUM
77
leggja og slípa þætti í stjórnun rík-
isins, og tíu voru framkvæmdar.
Eitt af þessu leiddi til stofnunar
ráðuneytis fyrir heilbrigðismál,
mennta- og velferðarmál. Rocke-
feller varð fyrsti aðstoðarrgðherra
í því ráðuneyti.
Síðar, sem ráðunautur forsetans
í utanríkismálum, bar hann ábyrgð
á áætlun Eisenhowers um „opinn
himin“, sem stefndi að vörnum við
óvæntri kjarnorkuárás. Nelson
samdi þessa áætlun ekki sjálfur, en
hann kallaði saman ráðstefnu sér-
fræðinga í alþjóðamálum frá há-
skólum, stofnunum og úr ríkis-
stjórn. Hann skýrði vandamálið
fyrir ráðstefnugestum: hvað gæti
forsetinn gert til að sannfæra heims-
byggðina um, að Bandaríkin vildu
binda enda á kalda stríðið?
Einn maður í hópnum bar fram
raunhæfa áætlun. Hann var óþekkt-
ur prófessor frá Harvard með þýsk-
an hreim, Henry Kissinger að
nafni. Nelson tók við tillögum hans,
vann úr þeim og taldi forsetann á
að leggja þær fram sem stefnu
Bandaríkjanna. Þetta var upphaf að
nánu og varanlegu sambandi þess-
ara tveggja manna. í áratug hafði
Rockefeller þennan Harvardprófess-
or sem starfsmann sinn til að leggja
á ráð í utanríkismálum og alþjóð-
legum öryggismálum. Árið 1968
mælti hann svo með honum við ný-
kjörinn forseta Bandaríkjanna, Nix-
on.
Samband Rockefellers og Kissing-
ers kemur ekki á óvart. Nelson
Roskefeller er ekki menntamaður.
Hann er fyrst og fremst mikill at-
orkumaður, góður við stjórn og
lausn vandamálanna. Aðferð hans
er að safna saman sérfróðum mönn-
um um ákveðið verkefni, skýra
vandamálið og kanna þá möguleika,
sem um er að ræða, og velja síðan
skemmstu leið að marki.
„Það er ekki til neitt vandamál
á guðsgrænni jörðinni, sem menn
geta ekki leyst, ef þeir starfa að
því nógu mikið og lengi,“ hefur
Rokefeller sagt oftar en einu sinni,
og hann trúir þessu sannarlega.
„KÁLDAGAR" Á BERNSKU-
HEIMILINU. Sem drengur lærði
Nelson lexíur sínar ekki af neinni
atorku. Faðir hans, John D. Roke-
feller yngri, sem var „gamaldags“,
örvænti. Nelson var alltaf í klandri.
Hann kastaði mat yfir matborðið,
faldi kanínuunga í handskjóli móð-
ur sinnar í kirkjunni og féll á próf-
um í skólanum. Hann var sendur
til Dartmouth-menntaskólans í New
Hampshire, því að hann komst ekki
inn í Princeton, þar sem eldri bróð-
ir hans John var. í Dartmouth var
það keppnishugur hans öðru frem-
ur, sem fékk hann til að læra af
dugnaði.
Nelson Roekefeller ólst upp við
glæsibrag í andrúmslofti gífurlegr-
ar auðlegðar. Heimilið var þrjú
þúsund ekra búgarður, 30 mílum
norðan við New York-borg, og níu
hæða hús, þar sem Safn nútíma
lista stendur nú. „Gula pressan" á
tímum Theodore Roosevelts forseta
veittist að afa hans, John D. Rocke-
feller, og kallaði hann „ræningja-
baróninn" í olíuviðskiptunum, en
Nelson minnist hans sem dásamlegs
gamals manns, vingjarnlegs, þolin-
móðs og með kímnigáfu. Hann