Úrval - 01.12.1974, Síða 79

Úrval - 01.12.1974, Síða 79
NÝJA FORYSTAN í BANDARÍKJUNUM 77 leggja og slípa þætti í stjórnun rík- isins, og tíu voru framkvæmdar. Eitt af þessu leiddi til stofnunar ráðuneytis fyrir heilbrigðismál, mennta- og velferðarmál. Rocke- feller varð fyrsti aðstoðarrgðherra í því ráðuneyti. Síðar, sem ráðunautur forsetans í utanríkismálum, bar hann ábyrgð á áætlun Eisenhowers um „opinn himin“, sem stefndi að vörnum við óvæntri kjarnorkuárás. Nelson samdi þessa áætlun ekki sjálfur, en hann kallaði saman ráðstefnu sér- fræðinga í alþjóðamálum frá há- skólum, stofnunum og úr ríkis- stjórn. Hann skýrði vandamálið fyrir ráðstefnugestum: hvað gæti forsetinn gert til að sannfæra heims- byggðina um, að Bandaríkin vildu binda enda á kalda stríðið? Einn maður í hópnum bar fram raunhæfa áætlun. Hann var óþekkt- ur prófessor frá Harvard með þýsk- an hreim, Henry Kissinger að nafni. Nelson tók við tillögum hans, vann úr þeim og taldi forsetann á að leggja þær fram sem stefnu Bandaríkjanna. Þetta var upphaf að nánu og varanlegu sambandi þess- ara tveggja manna. í áratug hafði Rockefeller þennan Harvardprófess- or sem starfsmann sinn til að leggja á ráð í utanríkismálum og alþjóð- legum öryggismálum. Árið 1968 mælti hann svo með honum við ný- kjörinn forseta Bandaríkjanna, Nix- on. Samband Rockefellers og Kissing- ers kemur ekki á óvart. Nelson Roskefeller er ekki menntamaður. Hann er fyrst og fremst mikill at- orkumaður, góður við stjórn og lausn vandamálanna. Aðferð hans er að safna saman sérfróðum mönn- um um ákveðið verkefni, skýra vandamálið og kanna þá möguleika, sem um er að ræða, og velja síðan skemmstu leið að marki. „Það er ekki til neitt vandamál á guðsgrænni jörðinni, sem menn geta ekki leyst, ef þeir starfa að því nógu mikið og lengi,“ hefur Rokefeller sagt oftar en einu sinni, og hann trúir þessu sannarlega. „KÁLDAGAR" Á BERNSKU- HEIMILINU. Sem drengur lærði Nelson lexíur sínar ekki af neinni atorku. Faðir hans, John D. Roke- feller yngri, sem var „gamaldags“, örvænti. Nelson var alltaf í klandri. Hann kastaði mat yfir matborðið, faldi kanínuunga í handskjóli móð- ur sinnar í kirkjunni og féll á próf- um í skólanum. Hann var sendur til Dartmouth-menntaskólans í New Hampshire, því að hann komst ekki inn í Princeton, þar sem eldri bróð- ir hans John var. í Dartmouth var það keppnishugur hans öðru frem- ur, sem fékk hann til að læra af dugnaði. Nelson Roekefeller ólst upp við glæsibrag í andrúmslofti gífurlegr- ar auðlegðar. Heimilið var þrjú þúsund ekra búgarður, 30 mílum norðan við New York-borg, og níu hæða hús, þar sem Safn nútíma lista stendur nú. „Gula pressan" á tímum Theodore Roosevelts forseta veittist að afa hans, John D. Rocke- feller, og kallaði hann „ræningja- baróninn" í olíuviðskiptunum, en Nelson minnist hans sem dásamlegs gamals manns, vingjarnlegs, þolin- móðs og með kímnigáfu. Hann
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.