Úrval - 01.12.1974, Page 80

Úrval - 01.12.1974, Page 80
78 ÚRVAL minnist þess, þegar afi hans lét matardiska „vega salt“ á nefinu á sér og sagði langar, bráðfyndnar kímnisögur. ÓVENJULEGUR. Faðir Nelsons innrætti börnum sínum mikla skyldurækni. „Ég get ekki hugsað mér neitt síður ánægjulegt en ævi, sem varið er til að dýrka ánægj- una,“ sagði hann við þau. „Ég trúi því, að í sérhverjum rétti felist ábyrgð, í sérhverju tækifæri skylda og með sérhverri eign fylgi skylda.“ Þar sem börn hans áttu meiri eign- ir og höfðu meiri tækifæri en fólk almennt, báru þau einnig meiri ábyrgð og skyldur. Nelson kann enn utan að margar tilvitnanir úr biblíunni, sem hann, systir hans og fjórir bræður þuldu eftir minni á hverjum morgni í bernsku sinni. Hann lætur nú tvo unga syni í seinna hjónabandi sínu, á sama hátt og hann gerði við fimm börn sín í fyrra hjónabandi, lesa bænir og fara með biblíutilvitnan- ir á hverjum morgni. Móðir hans, Abby Aldrich Rocke- feller, stuðlaði að jafnvægi í fjöl- skyldunni. Hún var kát og hjarta- hlý kona. Eftirlætis tilvitnun henn- ar úr biblíunni var á þá leið, að guð krefðist þess eins af mannin- um, að hann væri réttlátur og mis- kunnsamur og auðmjúkur gagnvart guði sínum. Afi Nelsons, Nelson W. Aldrich, var milljónamæringur og meðal valdamestu manna í öldungadeild Bandaríkjaþings í stjórnartíð Wood- drow Wilsons. Hann er talinn hafa verið forgöngumaður að nýskipan bankakerfisins. Hann var ólíkur Rockefellerunum gömlu í því, að hann var gleðimaður, ferðaðist mik- ið um heiminn og safnaði listmun- um af atorku. List er einnig tómstundaviðfangs- efni hins núverandi Nelsons og eft- irlæti við afslöppun. Hann er við- urkenndur listþekkjandi, og hann á eitthvert besta og stærsta safn nú- tíma málverka og höggmynda, sem til er. Nelson Rockefeller er félags- lyndur. Honum þykir vænt um fólk, og hann nýtur boða, samtala og dans, þótt dragi úr kröftum hans um klukkan tíu á kvöldin, þar sem hann er morgunhani. Þá fer hann venjulega í rúmið. Þrátt fyrir félagslyndið reykir hann ekki, og létt vín fyrir mat og ef til vill smáglas af víni með kvöldverði er allt, sem hann lætur í sig af áfengi. Kaldhæðnin er mjög ríkjandi í stjórnmálunum. Nelson Rockefeller langaði löngum til að verða forseti. Hann barðist fyrir því að verða frambjóðandi repúblikana í þrjú skipti, 1960, 1964 og 1968, en tap- aði. Hann var alltaf talinn of frjáls- lyndur og of sjálfstæður til þess, að hægri armur flokksins gæti sætt sig við hann. Nú birtist hann sem einmitt rétti samstarfsmaðurinn fyrir Ford for- seta til að reyna að sameina Banda- ríkjamenn og græða sárin, sem Watergatemálið olli. „Helzta starf mitt sem varaforseta," sagði hann, „verður að aðstoða Jerry Ford á allan hátt.“ ☆
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.