Úrval - 01.12.1974, Side 83

Úrval - 01.12.1974, Side 83
HALTI-BJÓR 81 sögur þeirra náðu til. Og hópurinn var nú í hættu staddur enn einu sinni. Indíánarnir, sem höfðust við allt í kringum „Fólkið okkar“, höfðu hesta, og brátt mundu þeir einnig eignast byssur. En „Fólkið okkar“ átti hvorugt. Þetta sama ár, þegar Halti-Bjór var níu ára að aldri, bjó Grái-Úlf- ur, faðir hans,' hann undir ömur- legar fréttir, en Grái-Úlfur var elsti bróðir hins raunverulega föð- ur Halta-Bjórs. „Þú verður alltaf að minnast þess“, sagði hann, „að „Fólkið okkar“ er umkringt óvin- um“. Svo benti Grái-Úlfur i norð- ur og bætti við: „í norðri er Da- kota-ættkvíslin. Það eru ógurlegir stríðsmenn. í vestri er hin hræði- lega Ute-ættkvísl. í suðri er Com- anche-ættkvíslin. Þeir hafa hesta. Og í austri....“ Er hér var komið í frásögninni, sneri hann drengn- um í áttina til Skröltormahæðanna og sléttanna handan þeirra. „Og þarna yfir frá býr ættkvísl nokk- ur, sem liggur alltaf í leyni. Þeir eru mjög slyngir, svo slyngir, að það er næstum ómögulegt að sigra þá í bardögum. Að svo mæltu veif- aði hann fjaðurskrýddu spjóti sínu í austurátt og hreytti út úr sér: „Pawnee-ættkvíslin“. Hann setti drenginn á stein og hélt áfram frásögn sinni: „Þegar þú ferð á fætur á morgnana, og áður en þú gengur til náða á kvöid- in, og einkum þegar þú ert á verði * Samkvæmt erfðavenjum ætt- flokksins voru föðurbræður barns skipaðir sem feður þess ásamt hin- um raunverulega föður. uppi á hæð, skaltu alltaf líta í átt- irnar fjórar og spyrja sjálfan þig: „Hvar fela óvinir mínir sig?“ „Þú mátt aldrei vera hræddur við að berjast. Göfugasti verknað- ur stríðsmannsins er að koma höggi á eða snerta óvin í bardaga. Það væri skammarlegt að deyja sem heigull, án þess að hafa nokkurn tíma snert óvin sinn.“ Halti-Bjór vissi vel, við hvað Grái-Úlfur átti, þegar hann talaði um „að snerta“ óvininn. Ungir drengir voru alltaf að tala um slíkt sín á milli. Þeir gortuðu af því, að þeir væru reiðubúnir að æða að hvaða Utemanni, sem væri, og snerta hann með hendi eða spjóti og bæta honum þannig við þann fjölda óvina, sem þeir höfðu snert. Þeir sögðust jafnvel vera reiðu- búnir að snúast gegn ríðandi Com- anchemanni, alls óhræddir við spjót hans, í þeirri von, að þeir fengju snert hann. Maður, sem lét það undir höfuð leggjast að snerta óvini sína, naut ekki neinnar virð- ingar á meðal „Fólksins okkar.“ Halti-Bjór hafði jafnvel sagt með hreykni við leikfélaga sína: „ÍSg mundi jafnvel hlaupa með Pawnee- manni til þess að fá tækifæri til að snerta hann.“ En enginn félag- anna trúði þessu gorti hans. Eftir langa þögn hélt Grái-Úlfur áfram: „Aðeins steinarnir lifa að eilífu. Stríðsmaðurinn fæðist til þess að lifa sitt æviskeið og bersl eftir því sem „Maðurinn uppi“ leyf- ir honum að gera slíkt. Hann virð- ir „Flötu pípu“, og hann snertir eins marga óvini og honum er fram- ast unnt. Og svo deyr hann að síð-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.