Úrval - 01.12.1974, Blaðsíða 83
HALTI-BJÓR
81
sögur þeirra náðu til. Og hópurinn
var nú í hættu staddur enn einu
sinni. Indíánarnir, sem höfðust við
allt í kringum „Fólkið okkar“,
höfðu hesta, og brátt mundu þeir
einnig eignast byssur. En „Fólkið
okkar“ átti hvorugt.
Þetta sama ár, þegar Halti-Bjór
var níu ára að aldri, bjó Grái-Úlf-
ur, faðir hans,' hann undir ömur-
legar fréttir, en Grái-Úlfur var
elsti bróðir hins raunverulega föð-
ur Halta-Bjórs. „Þú verður alltaf
að minnast þess“, sagði hann, „að
„Fólkið okkar“ er umkringt óvin-
um“. Svo benti Grái-Úlfur i norð-
ur og bætti við: „í norðri er Da-
kota-ættkvíslin. Það eru ógurlegir
stríðsmenn. í vestri er hin hræði-
lega Ute-ættkvísl. í suðri er Com-
anche-ættkvíslin. Þeir hafa hesta.
Og í austri....“ Er hér var komið
í frásögninni, sneri hann drengn-
um í áttina til Skröltormahæðanna
og sléttanna handan þeirra. „Og
þarna yfir frá býr ættkvísl nokk-
ur, sem liggur alltaf í leyni. Þeir
eru mjög slyngir, svo slyngir, að
það er næstum ómögulegt að sigra
þá í bardögum. Að svo mæltu veif-
aði hann fjaðurskrýddu spjóti sínu
í austurátt og hreytti út úr sér:
„Pawnee-ættkvíslin“.
Hann setti drenginn á stein og
hélt áfram frásögn sinni: „Þegar
þú ferð á fætur á morgnana, og
áður en þú gengur til náða á kvöid-
in, og einkum þegar þú ert á verði
* Samkvæmt erfðavenjum ætt-
flokksins voru föðurbræður barns
skipaðir sem feður þess ásamt hin-
um raunverulega föður.
uppi á hæð, skaltu alltaf líta í átt-
irnar fjórar og spyrja sjálfan þig:
„Hvar fela óvinir mínir sig?“
„Þú mátt aldrei vera hræddur
við að berjast. Göfugasti verknað-
ur stríðsmannsins er að koma höggi
á eða snerta óvin í bardaga. Það
væri skammarlegt að deyja sem
heigull, án þess að hafa nokkurn
tíma snert óvin sinn.“
Halti-Bjór vissi vel, við hvað
Grái-Úlfur átti, þegar hann talaði
um „að snerta“ óvininn. Ungir
drengir voru alltaf að tala um slíkt
sín á milli. Þeir gortuðu af því, að
þeir væru reiðubúnir að æða að
hvaða Utemanni, sem væri, og
snerta hann með hendi eða spjóti
og bæta honum þannig við þann
fjölda óvina, sem þeir höfðu snert.
Þeir sögðust jafnvel vera reiðu-
búnir að snúast gegn ríðandi Com-
anchemanni, alls óhræddir við
spjót hans, í þeirri von, að þeir
fengju snert hann. Maður, sem lét
það undir höfuð leggjast að snerta
óvini sína, naut ekki neinnar virð-
ingar á meðal „Fólksins okkar.“
Halti-Bjór hafði jafnvel sagt með
hreykni við leikfélaga sína: „ÍSg
mundi jafnvel hlaupa með Pawnee-
manni til þess að fá tækifæri til
að snerta hann.“ En enginn félag-
anna trúði þessu gorti hans.
Eftir langa þögn hélt Grái-Úlfur
áfram: „Aðeins steinarnir lifa að
eilífu. Stríðsmaðurinn fæðist til
þess að lifa sitt æviskeið og bersl
eftir því sem „Maðurinn uppi“ leyf-
ir honum að gera slíkt. Hann virð-
ir „Flötu pípu“, og hann snertir
eins marga óvini og honum er fram-
ast unnt. Og svo deyr hann að síð-