Úrval - 01.12.1974, Page 88

Úrval - 01.12.1974, Page 88
86 ÚRVAL Það mátti að vísu leysa hann, en það var aðeins æðsti ættarhöfðing- inn, sem það mátti gera. Hann varð að leysa hann með eigin höndum. Kalda-Eyra bjóst til varnar með spjótið að vopni, sem honum hafði tekist að ná af einum óvinanna í upphafi bardagans, og beið þarna. Augu hans voru tárvot af von- brigðum vegna ósigursins. Þrír Pawneemenn riðu beint að honum. Líkt og fyrir kraftaverk tókst honum að komast undan spjótsstungum þeirra, og honum tókst jafnvel að helta einn hest þeirra með spjótinu. Pawneemenn- irnir gerðu hlé á árás sinni til þess að sinna hestinum, sem var þeim meira virði en gamall, staurbund- inn stríðsmaður, og þegar þeir hófu árás sína að nýju, blasti við þeim furðuleg sjón. Ungur stríðsmaður hafði skotist út úr aðalhóp hinna hörfandi óvina og kom nú hlaupandi til þess að taka sér stöðu við hlið gamla mannsins. Þetta var Halti-Bjór. Hann beygði sig niður, kippti burt húðarlengjunum og tók sér stöðu við hlið Kalda-Eyra með ögrunar- svip. Stríðsmönnunum tveim tókst að verjast óvinunum af miklu hug- rekki og glæsilegri snilli. Þeir vörð- ust spjótsstungunum með stríðs- kylfum sínum. Þeir hörfuðu undan skref fyrir skref. Og í fjórðu árás Pawneemannanna teygði Halti- Bjór sig leiftursnöggt upp á við og kom snertihöggi á einn óvinanna. Þetta var greinilegt högg, sem hann tilkynnti hárri röddu. Það var ekki hægt að vefengja það. Þetta afrek varð „Fólkinu okkar“ mikil hvatning, og stríðsmennirn- ir þutu fram á við og flýttu sér að umkringja Kalda-Eyra og bjarg- vætt hans. Þegar Pawneemennirnir sáu, hversu einbeittir þessir fót- gangandi menn voru, hörfuðu þeir undan með hesta sína. í þessum fræga bardaga börðust 11 af „Fólkinu okkar“ gegn 19 Pawneemönnum. Minningin um hann var varðveitt í sögu hvers ættflokks þjóðflokks okkar, og var honum lýst ýtarlega fyrir hvítum mönnum einni öld síðar. Þrir stríðsmenn „Fólksins okkar“ særð- ust og einnig tveir Pawneemenn. Enginn var drepinn. En þegar hópur stríðsmannanna sneri aftur til Skröltormahæða án þess að hafa náð nokkrum hestum, urðu menn þar mjög vonsviknir Enn einu sinni hafði „Fólkinu okk- ar“ mistekist að krækja sér í hesta. Halta-Bjór var ekki heldur hrósað fyrir að hafa bjargað Kalda-Eyra, því að það voru heilög forréttind’ ættatfhöfðingjanna einna, og það var álitið bera vott um mikla of- dirfsku og hroka, að hann skyldi hafa gert slíkt upp á eigin spýtur. FRAM AF HÖMRUNUM. Morg- un einn árið 1768, þegar Halti-Bjór var orðinn 21 árs, kom njósnari hlaupandi inn í tjaldbúðir „Fólks- ins okkar“ með æsandi fréttir. Hann hafði komið auga á vísunda- hjörð langt í norðvestri, og hjörðin virtist stefna í áttina að nálægum kalksteinahömrum. Því hélt allur ættflokkurinn af stað til þess að beina hjörðinni að hömrunum. Þeir gengu greitt í þrjá daga
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.